Monday, November 20, 2006

Helgi Sveins

Stuð um helgina. Var að spila með Inga Val í einhverju partýi hjá Kögun í Þróttarheimilinu á föstudagskveldið, en það ágæta hús er einmmitt við hliðina á Laugardalshöllinni, hvar Molarnir spiluðu fyrir (er mér sagt) troðfullu húsi. Þeir fengu samt ekki jafn gott að borða og við Ingi - eða jafnmikið íslenskt brennivín. Ég þurfti reyndar að sjá alveg um brennivínið sjálfur, en fannst það ekkert leiðinlegt. Hitti þar Siggu vinkonu, sem ég hafði ekki hitt í ein seytján ár. Gaman að því.
Var sumsé blindfullur í lokin og svaf ekki rassgat aðfaranótt laugardags. Sem var allt í lagi, því á laugardaginn lögðum við Eldri-Sveppur af stað í leiðangur, eins og fílarnir hér í denn. Skutumst í bíó að sjá nýju Bond-myndina. Er skemmst frá því að segja að svona góð Bond-mynd hefur ekki verið smíðuð síðan nítjánhundruðsextíuogeitthvað. Nýji Bondinn tekur þessa Moore, Dalton, Brosnan beisikklí alla nema Connery í nefið.
Mér þótti líka vænt um að sjá setninguna "based on the novel by Ian Fleming" í byrjun myndarinnar, eitthvað sem hefur ekki sést í Bond-mynd síðan ég var enn í grunnskóla.
Eníhjú, myndin er sumsé drullugóð, fer reyndar stundum ögn fram úr sér á pörtum, en það er í lagi. Byrjunaratriðið er alveg svaðaflott og... æi, sjáiðanabara.

Hvernig finnst ykkur annars þetta:

Connery
Lazenby
Moore
Dalton
Brosnan
Craig
Valgeirsson

?

Þá er komið að kvikmyndagetrauninni, sem er hress í dag. Spurt er um leikara.

Hann á bróður, sem er líka leikari.

Hann lék eitt sinn í Bond-mynd. Svo lék hann eitt sinn í stríðsmynd, en í henni lék okkar maður karakter, sem áður hafði verið leikinn af Bond-leikara í annari mynd. Í þeirri mynd lék hann á móti frægum leikara, sem hafði leikið bófa í Bond-mynd.

Hann lék eitt sinn bróður Richard Burton.

Hver er kallinn?

9 Comments:

Blogger Elvar said...

akkuru ertu svona fúll útí Sykurmolana?

11:39 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég held að spurningin sé frekar þessi:
Af hverju heldurðu að ég sé eitthvað fúll út í Sykurmolana? Þó mér finnist það fyndið að Magni og kó selji miða hraðar en Björk og kó þarf það ekki að merkja neina tiltakanlega fýlu út í hljómsveitina sem slíka.

11:58 AM  
Blogger Jon Kjartan said...

Mér finnst reyndar að það þurfi að fara fram einhverskonar geðrannsókn á þjóðinni. Hvernig í ósköpunum má það vera að þetta gerist? Sykurmolarnir eru eitt alskemmtilegasta poppband sem landið hefur alið - voru þarna að koma fram í "aðeins þetta eina skipti" eftir hvað... 15-17 ára hlé? Hitt dæmið: útlenskt kóverband. Fjári gott útlenskt kóverband - en bara útlenskt kóverband. Búið að setja á aukatónleika með þeim - og það seldist ekki upp á eina tónleika með goðinu James Brown um árið... ég skil ekki forgangsröð hjá almenningi. Þetta er vissulega "bolurin" í hnotskurn. Meðan ég man hinsvegar - hvað er málið með Múm? Ég sofnaði næstum því standandi meðan þau voru að spila. Hvílík leiðindi - hvílík tilgerð. Pönkhljómsveitin Rass er hinsvega komin í flokk uppáhalds tónleikasveitanna minna.

12:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Búinn að sjá Molana og fannst þeir aldrei neitt spes. Ég er samt ekkert fúll út í þá.
Pínu fúll að komast ei á rokkstjörnukvöldið sökum vinu, en það er einmitt sama ástæðan og ég komst ei á James Brown.

Er enginn með svar við bíógetrauninni?

12:32 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil einnig taka fram að ég sá Múm á gamla Gauk þegar tvíbbarnir voru enn. Þá var Múm skemmtilegt band.

12:32 PM  
Blogger Gauti said...

Innilega sammála Jóni !

Fyndið hvað allir eru að tala um annað en þessa getraun samt . . ég allavega hef ekki Guðmund og skil varla spurninguna . . "lék í bond en er ekki bond og annar sem lék í bond og bróðir hans er amma mín og pleeeh !"

12:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Umræddur leikari lék í Bond-mynd.

Svo lék hann ákveðinn karakter, sem hafði áður verið leikinn af leikara sem lék Bond.

Svo lék hann bróður Richard Burton, eða öllu heldur væri réttara að segja að umræddur leikari og Richard Burton hafi leikið bræður.

Það held ég nú.

12:39 PM  
Blogger Bjarni R said...

Edward Fox var það karlinn! Annars gleymdir þú Nelson og Niven! Framundan er svo pílagrímsferð.

1:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bart Simpson hét hann

2:32 PM  

Post a Comment

<< Home