Wednesday, November 08, 2006

Kántdán til þess seytjánda

Spenntur tel ég daga, stundir og mínútur fram að seytjánda degi nóvembermánaðar. Fyrir þá sem ekki vita hvað gerist þá er vísbending í söng og hljóðfæraslætti hér.

Annars væri stuð að kasta fram getraun. Spurt er um músíkant, sem einnig hefur leikið í bíómyndum og sjónvarpsmyndum - og þáttum.

Hann hóf ferilinn í leikhúsi. Svo lék hann í gríðarvinsælli bíómynd. Þrátt fyrir að hlutverk hans þar væri lítið - hann var stuttan tíma á skjánum áður en honum var bókstaflega slátrað - vakti hann þar gríðarlega athygli. Á sama tíma gaf hann út plötu í samstarfi við músíkant sem hann hafði kynnst í leikhúsinu. Það samstarf er óhætt að segja að hafi borgað sig, því þeir lögðu undir sig vinsældarlistana westanhafs.

Samstarfið var allbrösótt og okkar maður átti við verulegt áfengisvandamál að stríða. Er óhætt að segja að okkar maður hafi hreinlega drullað allverulega í brækurnar og allt fór í klessu og hann hætti störfum.

Seinna, þegar hann hafði tekið sig ögn saman í andlitinu, hóf hann að spila á ný. Nú var það ekki á íþróttaleikvöngum fyrir tugþúsundir manna, heldur á krám og skemmtistöðum. Smá saman byggði hann upp nýjan aðdáendahóp og fór að spila á stærri og stærri stöðum. Eftir mikið vesen og baráttu átti hann allsvaðalegt kombakk ríflega hálfum öðrum áratug eftir að hann fyrst sló í gegn.

Á hvíta tjaldinu hefur hann leikið fíkniefnasala, leigumorðingja og góða menn.

Hver er kallinn?

14 Comments:

Anonymous þórey Inga said...

Ég er bara lens...
Takk fyrir gærkvöldið!!!

11:49 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

hvar spilar hann 17.? Molar í höllinni þetta kvöld veit ég...

12:46 AM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

Meat Loaf?

-j

9:11 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er enginn (með viti) að spila þann seytjánda. Það sem ég átti við er að nýja Bond-myndin er frumsýnd þá. Lagið, sem spilast er klikkað er á viðeigandi stað, er einmitt úr myndinni. Fremur vel ég kvikmyndahús en konsert þetta kvöld.

Annars er prýðileg hugmynd að Cornell spili hérlendis. Mmmmmmm...

Ananrs er Jóhann Sigurvins sigurviss. Auðvitað er þetta Meat Loaf.

10:11 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, og takk sömuleiðis, Þórey litla.

10:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

já þessi Bond lext líka vel í mig hakka kjöt mikið þangað til seitjánda.

sláturtíð í sveitinni,
Bryn.

11:46 AM  
Blogger Gauti said...

bond kominn aftur á Aston Martin og Cornell með lagið . . hvað getur klikkað ?

já ég flýg heim ef Audioslave fást á skerið !

8:54 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Djöfullinn, ég þarf að kíkja oftar á bloggið þitt. Þetta er held ég í fyrsta sinn sem ég er 100% viss á svari í þessum getraunum þínum, og þá er auðvitað einhver annar löngu kominn með svarið. Uss... Eyvi hægi.

10:28 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Uss - bíó. Það er þó nokkuð örugglega eitthvað sem er hægt að gera hvaða dag sem er. Myndin alveg eins daginn eftir - en konsertinn ekki. Þess utan eru ekki bara Molar að spila, heldur líka Sufjan Stevens. Hann er svolítið skemmtilegur.

10:50 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sufjan er schnillingur.

12:55 PM  
Blogger Gauti said...

Sufjan who !!??

2:22 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Aldrei verið jafn fúll yfir að komast ekki á tónleika eins og þá með Sufjani. Þar fer mikill snillingur. Vonandi heiðrar hann okkur með nærveru sinni aftur.

7:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fyndið hvað hann er mikið antí-rokk. Meðan sumir reyna að vera voða rebel og dópa, drekka og ríða Baywatch-stjörnum er Sufjan bara voða góður mömmustrákur, frelsaður til Jesúsar og alles. Voða kátur með það bara.

9:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég segi nú bara eins og Gauti bró
Sufjan who !!??

Brynzys.

9:55 AM  

Post a Comment

<< Home