Saturday, November 25, 2006

Kyrk

Stundum þarf ekki mikið til að gleðja mann. Þetta til dæmis gerði daginn betri. Þó tal ég að Kobbi Magg í Tappanum verði glaðari, þar sem hann er Stranglersaðdáandi númer eitt. Ég er líklega neðarlega á topp tíu-listanum.

Fyndið að eitt og sama bandið skyldi gera lög jafn ólík og þetta hér og svo þetta hér.

Eníhjú, sá Stranglers fyrir tveimur árum og þeir voru einkar skemmtilegir. Var reyndar svolítið svartur á konsertnum, en það var í lagi. Hlakka gríðarmikið til að sjá þá aftur og vona bara að þeir klikki ekki á því eins og þeir gerðu ´86, þegar þeir áttu að spila á listahátíð, en komu svo bara hreint ekki. Fengum við Íslendingar Fine Young Cannibals í staðinn, sem verða að teljast ein verstu skipti tónlistarsögunnar.

Annars er ég bara hress, búinn að fá nýja Steipleisjón 2 tölvu, þá þriðju sinnar tegunar í minni eigu. Spilaði Timesplitters 2 við Eldri-Svepp í dag og það er svakastuð.

Lifið heil.

11 Comments:

Blogger Gauti said...

Fyndið í þessari grein hvernig fyrst er tala um Tónleika, svo Hljómleika og svo aftur tónleika :)

7:18 AM  
Blogger Gauti said...

. . en svo ég skilji þetta rétt . . Söngvarinn/gítarleikarinn sem var fyrst hætti og fór solo og restin af bandinu réðu nýjann gítarleikara og nýjann söngvara (tvo fyrir einn), sá söngvari er nú hættur og restin er að koma til íslands og "bassi" og "gítar" skiptast á með sönginn . .
er eitthvað varið í það ?

9:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bassaleikarinn söng alltaf schlatta á plötunum í gamla daga.
Eníhjú, í upphafi voru þeir fjórir. Svo réðu þeir annan gítarleikara, því gamli söngvarinn var ekkiert spes gítarleikari. Svo hætti söngvarinn og annar söngvari kom í staðinn, en sá spilaði ekkert á gítar. Svo hætti gítarleikarinn og annar kom í staðinn. Svo hætti söngvarinn og þeir ákváðu að vera bara fjórir, ekkert mál að syngja þetta sjálfir bara þokkalega. Miðað við það sem ég hef heyrt af nýju plötunni er þessi Baz (sköllótti gítarleikarinn) fínn söngvari.

En, þetta er samt 75% af upphaflega bandinu, sem er jafnvel hærra hlutfall en hjá Purple og Maiden til samans.
Upphaflegi trymbillinn (sem reyndar er svona nítíu og sex ára eða eitthvað), upphaflegi bössungurinn (sem er mest kúl) og upphaflegi hljómborðsleikarinn (sem er svaðalega góður).

10:16 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skoða bara hér, gaman:

http://en.wikipedia.org/wiki/Stranglers

10:21 AM  
Blogger Gauti said...

lænöppið í Iron Maiden er nú nokkuð orginalt núna reyndar . . þó að menn hafi komið og farið og það hafi verið annar söngvari rétt fyrst :)

1:58 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Er Jean Jaques Burnell ekki ennþá þarna til bössungs?
Þótti merkilegt þegar þeir komu hingað til lands fyrst að hann drykki ekki, en brosti mikið og hefði gaman að snakki og ídýfu.

Svo fundu Íslendingar upp fíknidóp.

3:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gúnter, það eru tveir enn í Maiden sem voru á fyrstu plötunni, Harris og þarna gítarleikarinn sem lítur út eins og kelling. Adrian Smith kom ekki inn fyrr en á Killers, Bruce einni plötu síðar og trymbillinn nefklessti eftir það.
En hverjum er ekki sama, frábært band og í miklu uppáhaldi hjá mér, rétt eins og Stranglers.

3:39 PM  
Blogger Gauti said...

ég veit þetta vel . . en við erum samt að tala um læneöpp sem er búið að vera mestann partinn og bandið var aldrei neitt (allavega ekki fyrir mér) fyrr en Bruce kom . . hinir "singerarnir" eru bara vondir og tekur ekki að nefna þó að þeir hafi gefið eitthvað út fyrir eða á meðan hann var ekki . . svo er hægt að rökræða þetta allt endalaust :)

3:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert ég var einu sinni í bandinu´ Dúndrað í sparigatið´ og það hafa margar (Stúlknaband) komið og farið úr því bandi og enn tekur grúbban miklum stakkaskiptum........hljómsveitin hefur reyndar aldrei spilað neitt opinberlega hvað þá æft saman.........en það breytir því ekki að þetta er drullu gott band.

Bryn.

10:09 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Jamm Bryn - trúi því. Fantagott nafna allavega. En Ingvar - þú hefur vænti ég ekki séð Fine Young Cannibals? Þeir voru nebbla helvíti miklu betri en Stranglers voru núna um árið. Fannst eiginlega ekkert varið í stranglers, nema bassisstann - og aðallega sándið á honum.

11:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég sá ekki FYC læv, bara heyrði íðeim í úbartinu. Drepleiðinlegir.

En Gúnther, ég verð að vera ósammála þér að svolitlu leyti með vini okkar í Maiden. Mér fannst Di´Anno æðinslegur söngvari, þrátt fyrir að hann hafi verið af talsvert öðru sauðahúsi en Dickinson, stórvinur minn. Mér finnst fyrstu tvær plöturnar alveg svaðafínar og hlusta helling á þær.
Hinsvegar fannst mér þessi Blaze Baley sem var in the nineties ekki alveg vera að gera sig, svona fyrir minn schmekk.

En allavega ætla ég að sjá Stranglers, mér finnst þeir skemmtilegir. Mun líka vonandi sjá MAiden aftur, mér finnst þeir líka skemmtilegir. Mest langar mig að sjá Rush, þeir eru jú langskemmtilegastir. Bestir í heimi - eins og Ísland.

Svo væri gaman að sjá og heyra stúlknasveitina "Dúndra í sparigatið", ég hef trú á þeim.

9:48 AM  

Post a Comment

<< Home