Tuesday, November 14, 2006

Molar

Sá frétt þess efis á mbl.is áðan að enn væru til miðar á tónleika Sykurmolanna í Laugardalshöll. Viðurstyggilega fyndið í ljósi þess að það seldist upp á Magna og félaga í Laugardalshöll á nótæm. Híhí.

13 Comments:

Blogger Elvar said...

Það kemur ekki á óvart, Molarnir voru aldrei stórir á íslandi. Enda voru þeir aldrei klæddir í sykurpappír taumlausrar fyrringar og markaðslögmála rauveruleikasjónvarpsins heldur sömdu þau öll lögin sín sjálf og lögðu fram sköpun til heimsins. Sem gerir heiminn að aðeins betri stað. Magni og félagar höfða til lægri samnefnara og þ.a.l lægri hvata. En það kann ekki góðri lukku að stýra í versnandi heimi. Ég skil ekki afhverju þú gleðst yfir því. Kannski ertu bara með minnimáttarkend

5:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, ég sé það núna.

5:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

Fólk vill greinilega frekar skella sér á skemmtilegan dansleik í Höllinni en að sitja undirhámenningarlegum leiðindum. Það er gleðiefni og ber að fagna, sérstaklega nú í því sem einhver kýs að kalla "versnandi heimi".

6:04 PM  
Blogger DonPedro said...

Það er síst við hæfi að gera styrktartónleika til handa illa staddri Smekkleysu ehf. að einhverri guðsgjöf til fólks með hærri samnefnara. Það er meira að segja svolítið hrokafullt.

Segi ég sem er þó aðdáandi. Sykurmolanna. Eins og þeir voru. Þá. Ég held að þetta verði fínir tónleikar, en þeir eru ekki endilega fyrir betur gefna. Ég er meira að segja að hugsa um að fara, og ekki er ég nú vel gefinn.

OG, Elvar, Sykurmolarnir voru ekki yfir markaðssetningu hafin, alveg eins og sjór er ekki yfir himinn hafinn.

7:01 PM  
Blogger Elvar said...

This comment has been removed by a blog administrator.

8:43 PM  
Blogger Elvar said...

ég sagði: Á ég að hringja í grenjubílinn fyrir ykkur?

8:47 PM  
Blogger Villi said...

En ef að Magni hættir í á móti og á sólinni og byrjar í sykurmolunum þá gætu þeir heitið Magni og molarnir.

Eða Sykurmagn! eða magnararnir eða magnarar og sykurmolar eða sykraðir magnarar eða magnanadsfpiooooouiuopiiq3h8888

10:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Er þetta alltaf spurning um misjafnan smekk eins og víðar í listinni?
Mér finnst alltaf svo fyndið þegar það er verið að rífast um list.

Sátta-Orgelið

9:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst Magni og Molarnir brjálæðislega góð hugmynd, það er alveg passlega smekklaust og gæti verið skemmtilegt.
Ég mundi mæta á þá tónleika.

Bryn.

10:04 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ef fólk vill rífast má kannski rífast um hvort er hámenningarlegra, að starfandi hljómsveit kynni lög af nýrri plötu og fái svo á svið unga og efnilega erlenda söngvara, sem syngja eigin lög og annara - nú eða þá hljómsveit, sem hefur ekki starfað í hálfan annan áratug og kemur með kommbakk?

10:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta á allt rétt á sér, annars væri ekki tónlistarflóra heldur bara einstefnutónlistarflór.

Bryn.

1:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Híhí - flór...

2:29 PM  
Anonymous Hafþór said...

Allt er þetta gott og blessað. En kæri Elvar, hvernig færðu út að fólk sem keypti miða nokkrum dögum síðar í tónleika-Laugardals-höllina hafi lægri samnefnara og lægri hvatir? Hvað er há hvöt? Er þetta eitthvað svona blakmál? Eða kannski komið úr borðtennis?

En þú hlýtur að bjarga þessu, hvenær eru tónleikar í Laugardalshöll með þér?

Ég kemst vonandi, ég ætla bæði að sjá Sykurmolana og sjá Magni á móti sól og Húsbandið. En Magni og molarnir held ég að sé vond blanda, hann er talsvert yngri ;-)

9:50 PM  

Post a Comment

<< Home