Wednesday, November 15, 2006

Árni

Ég veit ekki með ykkur, en mér fannst Árni Nonsens ekki koma vel frá fréttatímanum í gær. Öll iðrun hans vegna afbrota þeirra sem hann var dæmdur fyrir virðist ímyndun ein. Þegar aðrir myndu tala um þjófnað, fjárdrátt og svik talar hann um "tæknileg mistök, sem enginn hafi tapað á". Bítur svo höfuðið af skömminni með því að taka vel og kyrfilega fram að fleiri hafi átt hlut að máli, en þó aðeins hann hafi fengið dóm.

Gunnar Örlygsson, í sama flokki og sama kjördæmi, fékk einnig á sig dóm hér í denn. Hann má þó eiga það, blessaður, að hann reynir ekki að moka skít sínum jafn klaufalega undir of lítið teppi, heldur segir hlutina eins og þeir eru - hann framdi afbrot, braut gegn lögum, gerði það sem ekki mátti.

Mér finnst verst að Árni er ekki í mínu kjördæmi, þá gæti ég kosið Flokkinn og strikað hann út, enda er Árni best geymdur í járni.

Sjá nánari umfjöllun hér.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sendum hann í grjótið

11:18 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

En að láta sér detta í hug að kjósa flokk sem er tilbúinn að fá þennan mann inn á lista, hvað þá að telja sig í hópi með fólki sem kýs hann... Það finnst mér magnað.

11:24 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

ég segi fyrir mig að það er með þetta mál eins og íraksstríðið síðast - þetta kemur til með að gera manni sýnu erfiðara að kjósa Flokkinn. En hvað á maður að gera - hinir flokkarnir eru með svo svakalega fíblalegar áherslur eitthvað að mér finnst. Ætli ég sitji ekki bara heima eða skili auðu. Æji ég veit það ekki. En ef ég kýs Sjálfstæðisflokkinn þá verður það með verulega beisku aukabragði útaf þessu. Segi eins og Ingvar - vildi að ég væri í stöðu til að strika hann út.

12:22 AM  
Anonymous Hannes Trommari said...

Þetta er í fyrsta skipti sem þú segir e-ð af viti um íslenska pólitík! Kammerat Ingvar.

9:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svo vitnað sé í blogg Dr. Gunna - "Ég stal og sveik og hélt framhjá konunni minni með kengúru og tróð pakka af bréfaklemmum upp í sáðrásina á mér. En það voru tæknileg mistök".

Þrátt fyrir allt þetta eru samt fjórar góðar ástæður til að kjósa Flokkinn - þær heita Framsókn, Samfylking, VG og Frjálslyndir.

Vil líka taka það fram að mér finnst æði að ungir sjallar skuli nú láta í sér heyra varðandi málið og lýsa frati á Árna. Du la grand.

10:17 AM  

Post a Comment

<< Home