Tuesday, November 28, 2006

Síessæ

Hugsið ykkur... það hafa verið framleiddar 6 seríur af CSI. Það eru 144 þættir. Svo hafa verið gerðar 4 seríur af CSI:Miami. Það eru 96 þættir. Nýjasta frasjæsið er CSI:New York, en tvær seríur hafa verið gerðar af þeim ágæta þætti. Það eru 48 þættir. Samtals gera þetta 288 þættir af CSI í hinum ýmsu myndum.

Ég hef séð ALLA þessa þætti - nema einn. Ég kláraði ekki þáttinn þar sem kall dettur niður dauður við pylsustand í Las Vegas, með fullan maga af ómeltum mat. Á hann hinsvegar á dvd (eins og þetta allt saman) og horfi á hann í vikunni.

Sökum þess hve ég er vel að mér í þessu get ég upplýst ykkur um að spennandi hlutir eru að fara að gerast bæði í New York og Miami. Og, já, ég veit - þú þolir ekki Horatio Caine, en mér er alveg sama.

Eftir allt þetta sjónvarpsþáttagláp á ég enn óopnaðar myndir eins og Million Dollar Baby og Passion of the Christ í hillunni minni. Fer í það eftir næstu helgi, strax og ég er búinn með fimmtu seríuna af 24, hvar vinur minn, Kiefer Donaldsson, fer mikinn og drepur fólk um víðan völl svo það drepi ekki annað fólk.

Lifið heil.

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Jahá.. þú hefur sem sagt eytt tæpum 406 sólarhringum í að glápa á CSI..(enda mjööög góðir þættir þarna á ferð) geri aðrir betur ;)

Bengtan

10:04 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, þetta rétt slefar yfir 200 klukkutíma, hver þáttur er sko rúmar fjörtíu mínútur.

Þetta eru níu dagar. Það er í góðu lagi.

10:08 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Þarft ekki að sjá Passion, ég get sagt þér hvernig hún endar...

10:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég veit að hann deyr í endann. Hún sækir þar mikið í Dr. Zhivagó og fleiri góðar...

Æi, varstu ekki búinn að sjá hana, fyrirgefðu.

11:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

hefuru ekkert betra með tímann að gera en að glápa á sápuóperur í níu daga...áttu þér ekkert líf???????????

12:22 PM  
Anonymous Kiddster said...

slepptu Passjóninu.. hörmulega leiðinleg mynd.. torture porn og ekkert annað..

12:39 PM  
Blogger Bjarni R said...

Og núna getur þú farið að fjárfesta í La piovra þáttunum líka þar sem þeir eru loksins að koma út á skiljanlegu tungumáli í Ástralíu: http://www.ezydvd.com.au/item.zml/788383. Þetta er fyrsta þáttaröðin af tíu en fleiri eru væntanlegar þar í landi á næsta ári.

12:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég leymdi að til eru verri sjónvarpsþáttaraðarunkarar en ég. Góðir gestir, Bjarni Randver hefur eflaus séð allar þessar tíu þáttaraðir af ítalska spennuþættinum La Piovra (Kolkrabbinn). Hann er líka frábær.

1:06 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Mæli með The 4400!!!!

Og, já ég þoli ekki Hóratíó Kein!!!!
Tekur af sér sólgleraugun og segir eitthvað viturlegt um dauðu manneskjuna sem liggur á gólfinu fyrir framan hann eins og....well he´s not gonna be able to join the barbeque this night!!

Annars er Vegas CSI best og skemmtilegast, hef ekki horft mikið á NY útgáfuna, þó verð ég að segja að Gary klikkar aldrei!!! Hann er bara töffari!

1:09 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gary er flottur. Horatio Caine átti víst fyrst að heita Horatio Sanz, en þegar upptökur voru hafnar áttaði einhver í hópnum sig á að einn leikaranna í SNL hét einmitt sama nafni. Því var breytt um ættarnafn á kvikindinu.
Varðandi athugasemdirnar um hina myrtu á samt Law&Order-kallinn metið, þarna þessi gamli sem er dáinn. Jerry Orbach held ég hann hafi heitið.

Band of Brothers er samt besta sjónvarpsefi sem ég hef séð og ekki orð um það meir.

1:46 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Ég verð eiginlega að vera soldið sammála með B.o.B!!!

5:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

haha.. ég klár.. gleymdi alveg að það eru víst 60 mín í hverjum klukkutíma.. híhí..

Bengtan ofurklár ;)

11:54 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bengtan mín - þú ert frábær þó þú hafir klúðrað stærðfræðinni.

Dúlluspaði dauðans.

2:03 AM  
Anonymous Olli "gítareigandi" said...

Horatio Cane er töffari. Hann er mjög strangur við bófana og voða góður við þá sem minna eiga sín. Gæti auðveldlega farið að vinna hjá L&O Special Victims Unit, þar sem hann setur fórnarlambið alltaf í fyrsta sæti og gefur þeim gemsanúmerið sitt. Og það er jákvætt.

Allar seríurnar eru góðar, þó svo að þær eigi bæði flug og dýfur. Gary Sinese er að sýna á sér mjúku hliðarnar í seríu 3, sem og Bill Petersen. Og auðvitað fóru þeir bræður Horatio og Eric til Brasilíu til að drepa vonda kallinn. Annað hefði verið ósanngjarnt.

2:13 PM  

Post a Comment

<< Home