Thursday, November 30, 2006

Skattur, part II

Var að hringja niðrí skatt að spyrja um konuna, sem þar á að vera að sjá um að leiðrétta mín mál (á að vera að sjá um, nóta bene, hún er alveg pottþétt ekki að því). Eníhjú, fékk enn einu sinni það svar að hún væri ekki við og enginn annar gæti aðstoðað mig. Ég er farinn að hallast að því að þessi kona sé alls ekki til í alvörunni.

20 Comments:

Blogger Jimy Maack said...

Jólasveinninn, Jésú, Skatthildur og Álfar.

Fólk sem er bara ekki til.

12:24 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Magnús Þór Álfur er víst til! Ég hef séð hann!

Ég er líka býsna viss með Jesú. Stórlega efast ég samt um æsina.

1:31 PM  
Blogger DonPedro said...

Einu sinni trylltist ég á eitthvað möppudýrið í minni málmeðferð, til að komast að því að maðurinn sem annaðist mín mál var langveikur og hafði ekki mætt í 2 vikur. Gögnin mín voru á borðinu hans.

3:06 PM  
Blogger Gauti said...

það náttulega fæst ekkert fólk með viti til að vinna hjá Skattinum ef að allir tala svona ílla um fólkið sem vinnur hjá skattinum ;)

3:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held reyndar að þetta sé alls ekki skemmtileg vinna, ég hef til dæmis aldrei heyrt barn segjast ætla að verða skattskrifstofumaður þegar það verður stórt og ekki fyrir mitt litla líf myndi ég bjóða mig fram í þetta þó ég fengi skrilljónir fyrir.......svo það gefur auga leið að fólk sem vinnur hjá skattinum er eitthvað soltið svona kúkkú og pínulítið hinsmeginn.

Bryn.

3:55 PM  
Blogger Jimy Maack said...

"Ég er líka býsna viss með Jesú. Stórlega efast ég samt um æsina."

Jésú er í það minnsta ekki til lengur, ekki sá sem oftast er rætt um það er, hann er búnað vera dau í að minnsta 1970 ár. Æsirnir eru örugglega ekkert til frekar.

5:04 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Minni á partinn með upprisuna, sem hefur með það að gera að hann sé til ennþá, Einar minn. Ég held við útkjáum það mál ekki í kommentakerfinu.

6:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það borgar sig aldrei að ráðast á trú fólks það endar bara með stríði og dauða.....dauða segi ég DAUÐA!!!!!!Múhahahahhahahah

Bryn.
P.S. Ég er mjög trúuð, það kemur hins vegar engum við á hvað ég trúi.

8:46 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Tja. Þósvo að fleiri hafi ranghugmyndir um tilvist Ieshua en Ása þá tel ég að það sé engu skárra að hafa slíkar ranghugmyndir. Treysti frekar á sjálfan mig en einhverjar myndlíkingar á bleiku skýji.

11:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef nú oft hitt þig í því ástandi að ég myndi frekar treysta "myndlíkingum á bleiku skýi".

12:04 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Hah. Já. En það rennur af mér daginn eftir, á meðan mikilmennskubrjáluð sköpunarverk ranghugmynda mannana um eigið ágæti verða samt ekki til.

12:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ranghugmyndir - þú tilheyrir Ásatrúarsöfnuðinum, er það ekki?

:)

1:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

HÆTTIÐ BÁÐIR TVEIR SKAMM SKAMM OG SUSSUSVEI!
Að hugsa sér tveir viti bornir mennirnir að vera svo bjánalegir að rífast um þetta.
Hagið ykkur nú eins og menn og farið í sáttarsleik.

Bryn.

2:09 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er ekki að rífast. Væri hinsvegar til í að fara í sleik.

Svo má geta þess að HANN BYRJAÐI!!!

:)

2:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég starfaði hjá "skattinum" (gjaldheimtunni) í 4 ár og hef þar bæði orðið vitni af fólki sem vinnur og mætir vel og illa. Það sama á við í einkageiranum. Eini munurinn er sá að í einkageiranum er fólk fljótar látið taka pokann sinn.......eða bara látið taka pokann yfirleitt.

Olga B.

4:20 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég tilheyri jú þeim söfnuði sem stendur vörð um okkar menningararf.

Aftur á móti er ég trúlaus existentialisti þegar kemur að slíkum málum, enda mikill raunsæismaður.


Komdu nú og kysstu mig á Amster á eftir.

4:46 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, enda Ásatrúarfélagið ekki trúfélag - nýtur bara skattfríðinda sem slíkt. Híhí.

5:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars hefur Orgelið lög að mæla, sem endranær. Fólk í opinbera geiranum virðist aldrei þurfa að taka pokann sinn þó það mæti eins og því sýnist - né heldur fær það neitt aukreitis í umslagið þó það standi sig með afbrigðum vel.

5:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

ætli hann sé draugur með hiksta?

7:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

bööö ertu týndur

9:31 PM  

Post a Comment

<< Home