Wednesday, November 29, 2006

Skattur

Ég er fargings brjálaður útí skattinn núna. Of langt mál að fara út í, en óhætt að segja að ekkert af því fólki sem ég hef rætt við varðandi mín mál hjá skattinum hefur orð eins og "þjónustulund" eða "liðlegheit" í orðabókinni sinni. Jafnvel að í stöku tilfellum að "kurteisi" sé einnig gersamlega ókunnugt orð.

Leyfi ég mér að fullyrða að fæstir þeirra sem ég hef talað við þar í síma myndu spjara sig í einkageiranum.

Orð dagsins er AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRGGGGH!!!!

Setning dagsins er "Hún er ekki við í dag" (sem ég og endurskoðynjan höfum fengið að heyra í næstum því öll skiptin sem við hringjum að leita frétta af mínum málum hjá embættinu - spauglaust).

Lag dagsins er Taxman, hér í flutningi kviðmáganna Clapton og Harrison.

10 Comments:

Blogger DonPedro said...

Búinn að ganga í gegnum það að skatturinn reyndi að gera fjárnám hjá mér á meðan þeir skulduðu mér pening. Missti trú á mannkyninu það HÁLFA ÁR sem tók að fá hluti leiðrétta. Átt alla mína samúð.

11:50 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er sirka það sem er bráðum að fara að gerast hjá mér. Ég er ekki kátur.

12:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég skal gefa hljómsveitarstjóranumIngvarivalgeirs í glas um helgina þá verður þú hress kveðaja Guffi

1:10 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Já. Ég hreinlega hata skattinn...

Það er ekki eins og ríkið tilheyri okkur heldur öfugt, peningunum okkar er varið á fáránlegan máta og svo er skellt allskonar óbeinum sköttum ofan á vörur til þess að við greiðum í það minnsta 80% af laununum okkar til ríkissjóðs!

Í alvöru talað.
Ég lenti í skattaveseni í ár, og ætlaði að fara til skattstjóra þann 1/8. Þvímiður var gott veður og þessar beyglur tóku sér frí á launum, fyrir okkar peninga, á sjálfan skattadaginn þegar maður þarf á þeirra hjálp að halda!

Djöfulsins skítapakk.

1:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, mér finnst þeir mættu allavega sýna lágmarkskurteisi og almennilegheit fyrst verið er að hirða af manni stóran part launnanna til þess að eyða að miklu leyti í bull og vitleysu.

2:05 PM  
Anonymous Olli "gítareigandi" said...

Þá er gott að benda á að Ingvar styður nú einmitt annan stjórnarflokkinn, sem og að skattstjóri er samflokksmaður Ingvars. Spurningin um að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem er á móti beinum sköttum, og allar skatttekjur séu í formi óbeinna skatta

2:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég ítreka hvað ég hef oft sagt, ég er ekki flokksbundinn og þarf mikið að breytast til að svo verði.

Því er erfitt að eiga samflokksmenn.

2:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála það má hrista upp í þessu skattkerfi, færa tölvurnar hjá þeim nær nútímanum og senda starfsfólkið á námskeið í mannlegum samskiftum.

Bryn.

2:35 PM  
Blogger Magnús said...

Já, blessaður skatturinn. Ég veit að sumir trúa því ekki, en ég hef aðeins einu sinni kallað opinberan starfsmann fífl upp í opið geðið á honum. Það var að sjálfsögðu einhver kerlingartrunta á skattinum sem vann sér inn nafnbótina með gamla laginu, með yfirgengilegum dónaskap og fyrirlitningu á fólkinu sem hún fékk borgað fyrir að aðstoða. Ótrúleg framkoma á köflum þarna.

3:36 PM  
Blogger Magnús said...

Því má bæta við að af myndum af Pattí að dæma hafa þær mægðatilstofnanir verið með allra ánægjulegasta móti.

9:11 AM  

Post a Comment

<< Home