Friday, November 24, 2006

Skrabbetí skrabbl

Var að spila í gær á Döbb og var það bara þó nokkuð gaman, sérstaklega þar sem úglendingar einhverjir gáfu mér fullt að drekka. Svo kom Ingi Valur og spilaði og söng, spilaði og söng. Ekki nóg með það, heldur kom sjálfur Eiríkur Haux og spilaði og söng heillengi. Verður það að teljast dýrasti pásutrúbadúr nóvembermánaðar.

Annars gaman að öllu þessu Michael Richards-veseni. Hann er varla skriðinn út úr bíógetrauninni minni þegar hann kemst í heimsfréttirnar fyrir æði misheppnað grín um einhvern blökkumann sem var að gjamma frammí hjá honum þegar hann var að skemmta. Einhver tók þetta upp á myndband og dreifir um öll sjónvörp og heimsbyggðin stendur á öndinni - úúúúú, hann kallaði einhvern niggara og sverti hans göfuga kynstofna. Jú, það er svosem rétt að þetta var æði ósmekklegt og allt það, en hefur engum dottið í hug að kæra þann sem tók þetta upp? Er ekki kolólöglegt að mynda án leyfis svona standöpp? Kramer er búinn að biðjast velvirðingar á þessum tæknilegu mistökum, en glæpóninn með kameruna telur pjéningana sem hann fékk fyrir að selja þessa ólöglegu upptöku til sjónvarpsstöðvanna. Má líka taka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppistandari gerist sekur um rasisma, má nefna Chris Rock og Richard Pryor sem dæmi.

Hér er gott dæmi um rasismagrín af skástu sort. Og áður en einhver byrjar að benda mér á að þessu má ekki líkja við innanhúsmet Kramers í brjálæððiskasti, þá vil ég taka það fram að ég veit það vel, ég er ekki að líkja þessu saman, ég er ekki hálfviti. Eða jú, bara ekki svo mikill hálfviti.

Eníhjú, ég var að fjárfesta í CSI, seríu númer 6 og CSI:NY, seríu 2 seinni hluta. Hefst handa við gláp strax og ég er búinn með 24, seríu 5.

Allir hressir?

10 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Enn og aftur: Að gera grín að hvíta manninum (reyndar gera bæði Pryor og Rock líka töluvert mikið grín að blökkumönnum) er ekki sambærilegt við það að gera heiftarfull hróp að fólki með niðrandi ummælum um kynþátt þeirra. Ef Chris Rock næðist á myndband að öskra á geðsýkislegan hátt að einhver hvítur maður í áhorfendaskaranum væri "cracker" og að hvítir menn væru viðurstyggð væri það nákvæmlega jafn slæmt, en ég hef ekki enn séð það.

12:56 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eins og ég sagði, ég vil ekki líkja því saman. Richards missti sig jú á fremur ógeðfelldan hátt, en mér finnst fullmikið mál gert úr því. Fjölmiðlar í BNA eru uppfullir af þessu, heilu og hálfu sjónvarpsþættirnir fjalla um málið og Kramer kallinn er meira í fjölmiðlum núna en þegar Seinfeld var upp á sitt besta. Þótt hann hefði barið frammíkallarann og mömmu hans hálfa leið til ólífis hefði þetta ekki fengið svona mikið pláss í fjölmiðlum.

1:18 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Já, það kann að vera eitthvað til í því.

Damn, ef hann hefði bara barið gaurinn...

12:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sem er jú það sem hann langaði örugglega að gera, en þorði ekki. Það er fyndið.

1:45 PM  
Blogger Gauti said...

http://www.youtube.com/watch?v=UomfLKQr57U

fannetta á jútúb.
váá . . sá missti það !
Hann hefur vel náð að pirra hann . . helvítis niggarinn . . nei grín :)

6:06 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég held hann hafi pirrast talsvert. Ef þú kíkir á blogg Eyvindar, Gauti minn, sérðu afsökunarbeiðni hans (Michaels, ekki Eyvindar) og er sú býsna einlæg. Hann er allavega ekki meiri rasisti en það að hann vann með Seinfeld, sem er jú álíka mikill gyðingur og Móses, í ein níu ár. Það væri erfitt er maður væri card-carrying member í ku klux klan.

10:01 PM  
Blogger Gauti said...

jú það eiga allir sín feilspor . . ég er ekki á því að úthrópa manninn sem rasista þó hann hafi aðeins "málað sig í fótinn" þarna.

2:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

"Skotið sig út í horn" er enn fyndnara....tíhí.

Orgelið

8:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

skotið sig í punginn muhhaaaa

9:29 PM  
Blogger Gauti said...

Prump !

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!

9:57 AM  

Post a Comment

<< Home