Tuesday, November 21, 2006

Stuð

Tékkið á þessu. Þetta er úr Phantom of the Paradise, útúrsúrri bíómynd eftir Brian De Palma. Brilljant mússík eftir Paul Williams, sem samdi m.a. lögin í Bugsy Malone. Myndin er gríðarlega lauslega byggð á Phantom of the Opera. Fyrra lagið, Somebody super like You, var íslenskað af Eika Haux hér um árið og kom út á vínilplötunni Skot í myrkri. Hét þá ef ég man rétt Súperhetjan.

Eníhjú, Gauti danskirass er að snæða bíógetraunina mína. Svar við síðustu getraun var jú Michael Richards, betur þekktur sem Kramer í Seinfeld. Bara gaman að því.

Til lukku, Gauti, þú ert afbragð.

Ný getraun ögn síðar.

6 Comments:

Anonymous jölli litlifrændi said...

Jájá, Bucsy Malone er best!

9:58 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Svona þér að segja þá er mjög stór hluti þessarar myndar sækir efnivið og menjar úr tveimur öðrum verkum, Myndinni af Dorian Gray eftir O.Wilde og Faust eftir Goethe.

11:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

mikið er ég afskaplega glaður að þú skulir minnast á Fhantom of the paradise sem er ekkert annað en hrein og kristalstær snilld. Það vill nú þannig til að ég á hana á tveim videospolum og er með dvd í láni hjá bróðurómynd, hef lengi verið og verð með fram yfir jól, en þetta verður jólamyndin í ár ásamt Alien seríunni sem verður tekin í gegn frá aðfangadagskvöldi og fram á jóladag. Með makkíntossdollu og jólabjór, fullt af dvd myndum og góða bók verður nánast helgislepja yfir þessum jólum.
Mæli með "kertin brenna niður" eftir Sándor Márai fyrir þá sem vilja lesa guðdómlega flotta bók, kom út fyrir jólin í fyrra.
Meira um Paul Williams og paradísardraug, endilega.
Allir að skrá sig í flokkinn og taka þátt í prófkjöri.
www.vg.is

Arnar góði

3:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, þetta snýst allt um Fást, sumsé að selja sál sína skrattanum. Svo eru element þarna úr Dorian Gray og sumt líkist óhugnarlega mikið Rocky Horror, sem gerð var ári seinna. Söngvarinn í Phantom, sá sem verður fyrir eldingu, heitir Beef og er smíðaður úr öðru fólki, eins og sjá má á myndskeiðinu.
Úrvalsræma er þetta.

Arnar, þú ert kommasvín - en með góðan smekk á bíó stundum.

3:53 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég reyndi einusinni að selja sál mína. Gekk ekki sem skildi.

Í fyrsta lagi sagði lögfræðingur Satans að ef ég ætti nú að vera að selja sál sem væri úr mér af öllum þyrfti að borga með henni og í öðru lagi að rauðhærðir hefðu hvort eð er ekkert sál.

4:37 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég skal kaupa sál þína. Millifæri þúsundkall á morgun.

8:21 PM  

Post a Comment

<< Home