Friday, December 08, 2006

Bryndreki Sveins

Hún á ammælídag o.s.frv. hún Dr. Brynhildur Skrymbrildur Stefánsdóttir Frölich. Til lukku með að vera orðin gömul kona í sveitinni, hjartans krúsíbollan okkar allra.

Og, já, ég veit Eyvindur að ég skrifaði ekki afmæliskveðju fyrir þig í gær, en þú ert bara ekki jafn sætur og hún Brynka. Sorrí. Mér finnst samt leiðinlegt að hafa ekki komist í ammælispartýið þitt. Kem bara næst, það er ekki nema 364 dagar þangað til. Svo er bara rétt rúmlega ár í ammælið mitt.

Annars, gott fólk, var ég að spila með Stebba Stuð í gær á Q-bar, sem er flottur staður. Við vorum í stuði og spiluðum fram á morgun við mikla hrifningu beggja gestanna. Svo er ég að spila í kvöld og annað kvöld á Celtic Cross. Verð þar með Binnanum mínum í kjallarahorninu fram á rauðan morgun. Við höfum í hyggju að vera skemmtilegir, spila bjór og drekka tónlist. Og, jú, reykja KRAKK!

Ég sá frétt á mbl um daginn, hvar sagði frá því að löggan í Mæamíhreppi Bandaríkjanna hefði bjargað nöktum manni frá krókódíl einhversstaðar úti í feni. Hann gat ekki útskýrt hvað hann var að gera berlæraður úti í mýri, og það syngjandi og öskrandi, en viðurkenndi að hafa verið að reykja krakk. Betri forvörn er ekki til - reyktu krakk og þú gætir verið étinn af syndandi og andfúlli risaeðlu.

Ég hef því ákveðið að fara aldrei til Mæamí.

4 Comments:

Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Hér verðurðu í versta falli étinn af stökkbreyttum minki.

En ég vil benda þér á að þú skuldar mér loll eða eitthvað fyrir að mæta ekki. Ég mætti í afmælið þitt (reyndar mættir þú ekki heldur þá, en þú varst afsakaður þá - alls ekki núna).

Bjór og loll eða sambærilegt við tækifæri!

2:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

voruð þið að reykja krakka?

2:38 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mæamí-hreppur.....tíhí :)

Aðventuknús
Orgelið

7:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei takk mar!

:o) Bryn.

6:46 PM  

Post a Comment

<< Home