Friday, December 29, 2006

Hvusslaxx

Margt á seyði milli jóla og nýárs. Tími sem allajafna er steindauður.

Fyrst finnst mér alveg hreint ógeðslega fyndið, en jafnframt sorglegt, að fjöldi fólks hafi orðið alveg dýrvitlaust af því þeu fengu sms-jólakveðju frá Dómínós á aðfangadagskvöld. Vodafone meira að segja búið að biðjast afsökunar opinberlega vegna tímasetningarinnar og alles. Persónulega sé ég ekkert athugavert við að fyrirtæki sendi kúnnunum jólakveðju.
Svo er jú fjöldi Hafnfirðinga alveg trítilóður vegna þess að Alcan vogaði sér að gefa þeim veglegan jólapakka sem innihélt nýja Bó-diskinn. Ég er nú svo vel upp alinn að ég hefði líklega þakkað fyrir mig, ekki hlaupið upp til handa og fóta og rifið kjaft. Menn tala mikið um að þarna sé verið að kaupa atkvæði, þetta fyrirtæki eigi skítnægan pening og því hægur leikur að ausa fé hægri-vinstri til að kaupa velvilja almennings. Mér sýnist heldur ekki vera vanþörf á, þar sem mér sýnist þorri fjölmiðlamanna vera á móti álverum. Sú auglýsing sem andstæðingar álvera fá í formi fréttaflutnings hlutdrægra fréttamanna er múltímilljarða virði og geta diskar með Bó og frímiðar á Haukaleiki ekki keppt við þessháttar. Og hananú.

Eníhjú, Eldri-Sveppur átti ammælífyrradag. Hann er orðinn fimmtán vetra gamall vandræðaunglingur og alveg gersamlega frábær.

Svo sá ég í fréttum að Guðlaugur Þór hafði brennst illa á baki. Leiðinlegt að hægrimenn brenni, en ég hugga mig við þá staðreynd að vinstrimennirnir brenna seinna.

Svo minni ég á Völvuspá síðunnar sem birtist seinna í dag, á morgun eða hinn, fer eftir sambandi völvunnar. Hún hefur sagt mér frá ótrúlegustu hlutum varðandi eitt og annað. Bíðið spennt. Völva þessi hefur margsannað sig, sagði til dæmis fyrir um dauða Gerald Ford, fall kommúnismans, myntbreytinguna ´80 og útgáfutónleika Lay Low.

Lag dagsins er í tilefni áróðurseinvígis Alcan og Sólar í straumi (lesist: bévítans kommúnistapakk sem ætti að drulla sér aftur heim til Kremlar).

Lagið er Duel með Propaganda. Yfirpródúserað af Trevor Horn.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Minn kæri Ingvar, þú ert nú svo ungar að þú manst ekki eftir tölvupósti án ruslpósts. Skeytið frá Dóminós var einfaldlega sms-spam og því ekki seinna vænna að rífa kjaft ef þetta á ekki að gera símann ónothæfan líka.

Der gute Doktor

11:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég er nú líka svo vel uppa alinn, enda bróðir þinn, að ég ætla að byrja á því að óska þér til hamingju með drenginn.
En eitthvað hefur klikkað við uppeldið hjá foreldrum okkar, eða kannski hef ég bara lamið þig of oft og of fast í hausinn, en þú ert í besta falli kjáni svo við notum nú ekki leiðinlegri orð svona á ammæli jesúar vinar þíns.
Þetta sýnir nú bara drullusokksháttinn og aumingjagæskuna í Alcan liðinu að senda Hafnfirðingum Bó í áli. Vei þeim sem urðu glaðir. En ég er farinn að Hafnfirðingar séu hálfgerðir brandarar því þeir skiluðu bara seytján stykkjum, svona í fyrstu lotu.
Return to fokkíng sender segi ég.
"Sú auglýsing sem andstæðingar álvera fá í formi fréttaflutnings hlutdrægra fréttamanna er múltímilljarða virði og geta diskar með Bó og frímiðar á Haukaleiki ekki keppt við þessháttar".
Æi, fór makkíntossið eitthvað þvert oní þinn helbláa mallakút, grey kallinn.
Annars á ég tvær Ellpé með Propoganda sem er reyndar stórkostleg sveit.
Þú ert hinsvegar stórkostlegur sveitalubbi.
Svo er Sól í straumi þverpólítisk samtök og rangt af þér, kæra litlabróðursómyndarskúnkur, að kalla liðsmenn kommúnistapakk.
En það er þó ekki leiðum að líkjast.
Megir þú sjá ljósið á nýju ári og byrja allar færslur á:
"Lifi byltingin".

11:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það eina sem ég sé mæla á móti stækkun álversins er hversu mikið land fer undir dæmið. Land sem kemur til með að hækka í verði á næstu árum. Reyndar er það land sem Alcan á, svona að mestu og því myndi gróðinn vegna sölu landsins lenda í vasa "álfurstanna", eins og ein flokkssystir þín kallaði þessa ágætu atvinnurekendur.

Meðan landsmönnum fjölgar hraðast allra Evrópuþjóða fjölgar ekki fiskunum í sjónum í kring. Við þurfum að hafa allar klær úti til að atvinna sé næg og þá er ekki nóg að grípa til aðgerða þegar ástandið er orðið eins og það var fyrir rúmum áratug. Ein rökin á mótmælaskjalinu sem Rannveigu Rist var fært eru að "við reiknum ekki með að börnin okkar vilji vinna í álveri". Ég er nokkuð viss um að börnin okkar vilji vinna, en ekki stimpla sig einu sinni í viku í Laugardalnum, svo ekki sé talað um hvað þetta er móðgandi fyrir það fólk sem vinnur í álverum.

Annars er ég farinn að sofa og rífst ei meir í dag, enda er kommum, afsakið - þverpólítískum - mönnum eins og þér, bróðurómynd sæl, öngvan vegin við bjargandi. Þú ert samt drengur góður og vilt vel, bara veist ei betur, enda bara frumraun foreldra vorra og því langt frá fullkomnu þeirri sem þau náðu í atrennu tvö.

Lifi iðnbyltingin!

12:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Prótótýpan er alltaf bæði flottust og verðmætust. Út frá henni er gengið þegar framtíðarplön eru gerð þannig að þú getur nú ímyndað þér vonbrigði foreldra þinna með restina þegar prótótýpan var næst fullkomnun.
Ég skal þó taka undir að iðnbyltingin er fín og má lifa.
ég tek þó undir með vini mínum William Morris að hún eyðilagði töluvert fyrir handverksmönnum sem voru meira og minna snillar því allt var nú fjöldaframleitt og gæði lítil.
En allir fengu vinnu á þeim tímum, að vísu fyrir lúsarlaun, en þá var fátækt jafnvel meiri en nú, segi og skrifa, jafnvel.
En Kárahnjúkavirkjun og Álverið í Straumsvík er ekki nein iðnbylting.
Það er stóriðja. Þar sem þú ert nú hvorki stór né iðjusamur, þá skil ég ekki valhopp þín af gleði yfir þessum skratta.
Og mér finnst aumkunarvert af Alcan að senda áttaþúsund Bóa innpakkaða í ál til Hafnfirðinga.
Að endingu óska ég þér og þinni fallegu fjölskyldu árs og friðar, kæra bróðurómynd.
AV

8:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hef tekið ófá hlátrasköllin við lestur kommenta-einvíga ykkar, kæru bræður. Vonandi verða þau enn fleiri á nýju ári.

(Væri reyndar alveg til í að lesa pistla eftir ykkur á baksíðu Fréttablaðsins...en held að Ingvar myndi heldur kjósa Moggann....)

Óska ykkur, fjölskyldum ykkar, svo og öðrum lesendum hér árs og friðar.

Olga Björt
(Orgelið)

11:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, það er unnið út frá frumgerðinni og í voru tilfelli var ýmislegt lagfært, rétt eins og oft á tíðum í gítarheiminum. Þó er rétt að taka fram og það vel og kyrfilega að eldri bróðurómynd mín er oft fallega þenkjandi og hefur unnið gott starf í þágu góðra málefna. Hins vegar er enginn séns að hann skrifi aftan á Moggann, þrátt fyrir að hann sé kominn á miðjuna. Arnljótur myndi aldrei skrifa á neitt annað en gamla Þjóðviljann, sem er blessunarlega jafndauður og Stalín.

9:32 PM  
Anonymous elzti vinur þinn said...

Propaganda er schnilld.

Instrumental útgáfan af þessu lagi var einmitt notuð sem stef fyrir íþróttaþættina hjá RUV fyrir nokkrum árum.

Svo gerðu þeir einnig þetta lag http://youtube.com/watch?v=BGF8ZRu2nKY sem var notað í annari útgáfu fyrir stefið í kastljósi til margra ára. Glöggir menn geta heyrt stefið í undirspilinu.

-j

9:44 AM  

Post a Comment

<< Home