Saturday, December 23, 2006

Jóla

Í gær komst ég offissjallí í jólaskap. Var svo stálheppinn að rekast á - og kaupa - fjórar gamlar Bond-bækur í íslenskri þýðingu, Þrumufleyg, Náttfara (besta bókin - versta myndin), Í þjónustu hennar hátignar og Þú lifir aðeins tvisvar. Með kápum og allt, voða vel farnar og svakastuð.

Í dag sá ég svo í Mogganum fréttir þess efnis að Rush eru búnir að taka upp plötu og gefa hana út á næsta ári. Á sömu síðu, aðeins neðar var sagt frá því að Duran Duran vinni nú að nýrri plötu einnig. Semsagt, lífið leikur við mig og ég er hress með það.

Ef einhvern langar óstjórnlega að gefa mér jólagjöf langar mig í:

Sjálfvirka Colt 45, Steinberger-gítarinn sem stolið var af mér ´98, Vox Ac15 magnara ellegar gott konfekt og gott rauðvín.

Skrifa ei meir fyrir jól sökum anna og vil því biðja þann Guð sem þið trúið á, hafið þið á annað borð valið að trúa á einhvern, gefa ykkur

GLEÐILEG JÓL!!!

14 Comments:

Blogger Gauti said...

Gleðileg jól bara sjálfur :)

5:48 PM  
Anonymous svenni said...

Gleðileg jól

9:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Takk fyrir fallega jólakveðju, Ingvar minn. Gleðileg jól líka.

10:25 PM  
Anonymous Gunna Litla said...

Gleðileg Jól!

11:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sæll Ingvar EYSTEINN hér, hvaða mynd er Náttfari? Annars merry X-MAS.

2:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðileg jól snúðurinn minn leitt að ég komst ekki að knúsa þig í gær en verð bara að knúsa þig því meira á nýárinu.
Megið þú og Helgan og strákarnir hafa það náðugt um jólin.

Brynhildur.

7:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilega hátíð, yfirsveppur og fjölskylda. :)

Jóla-Orgelið

10:25 AM  
Anonymous Halli hin fagri said...

Gleðinleg jól.
Og hafið þið það sem allra best yfir jólin.
kv Halli, Ása, Birgitta og Guðrún

2:36 PM  
Anonymous Gunna Litla said...

Hehe ..þú ert nýji besti vinur minn.....takk fyrir að heilaþvo kallinn minn....hugsa að hann hafi nebblega bara ætlað að kaupa náttföt í jólagjöf handa mér áður en hann rambaði inn í tónabúðina og hitti þig :)

9:50 PM  
Anonymous Einar Maack said...

Já kútur. Jólin gleðileg.

Leiðinlegt að þú getir ekki skrifað vegna Anna. Þetta helvíti ætlar að vera stórtækt. Segðu honum að láta þig í friði!

10:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:11 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Gleðileg öll saman í kór, þið eruð indæl.

Eysteinn, Náttfari er Moonraker. Skal ljá þér bókina, hún er schnilld.

Gunna, það var ekkert og mín var algerlega ánægjan. Veit ekki hvort er ánægðara, þú að fá svona flottan pakka eða kallinn þinn að eiga svona ánægða konu.

Allir hressir!

5:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með jólin

-jölli

3:52 AM  
Anonymous Gunn Litla said...

Við skulum bara segja það þannig að hann Dalli kallinn minn byrður kærlega þér þessa dagana og jafnvel þá næstu líka! ;)

12:27 AM  

Post a Comment

<< Home