Tuesday, December 26, 2006

Jólin

Er í gríðarlegu jólaskapi að horfa á rírönn af jólatónleikum Fíladelfíukirkjunnar. Ákaflega gott tónlistarfólk þar á bæ. Sérstaklega gaman, að öðrum fullkomlega ólöstuðum, að sjá hana Söru litlu (linkur hér til hliðar) syngja af grimmilegri tilfinningu. Þess má til gamans geta að sonur minn, Alexander, gubbaði á hana þegar hann var pínulítill. Hreint dásamleg minning sem oft yljar mér um hjartaræturnar.

Annars eru margir þarna úti sem ekki hafa haft tækifæri til að knúsa mig og kyssa gleðileg jól. Örvæntið ekki - ég er að leika og syngja á "morgunvaktinni" á Dubliner í kvöld, milli kl. hálfellefu og eitt. Kjörið tækifæri fyrir fólk að byrja að ná af sér jólaspikinu með því að labba á pöbbinn og vera í jólafíling. Hvet þó menn til að halda sönsum og sýna stillingu á hátíð ljóss og friðar. Stranglega bannað að berja hvern annan og vera með almenn leiðindi.

Nú, ég verð að monta mig, því ég fékk svo margt fallegt í jólagjöf. Bindi, sokka, náttslopp (kerla mín orðin leið á því að ég steli alltaf bleika sloppnum hennar), bækur og myndir um heimsstyrjöldina síðari frá bróðursonum mínum (pakkanum fylgdi reyndar eitt fallegasta kort sem ég hef fengið um ævina, hjemmelavet með teiknaðri mynd af mér) og svo fékk ég frá familíunni pakka úr stáli með stóru "S"-i framaná. Það eru sumsé allar Súpermann-myndirnar í bauk. Myndirnar eru fimm, en tvær útgáfur af tveimur þeirra. Súpermann eitt er í ögn lengri versjón og Súpermann tvö er í nýrri útgáfu, klipptri af Richard Donner. Doner þessi leikstýrði fyrstu myndinni og átti að gera númer tvö einnig. Hann var hinsvegar rekinn áður en myndin var öll tekin upp og var henni breytt í gamanmynd. Svo fyrir skemmstu fékk Donner að klára hana eins og hann vildi hafa hana, svona eftir því sem hægt var. Hlakka mikið til að sjá hana.
Má geta þess að Donner þessi er kannski frægastur fyrir Lethal Weapon-myndirnar, sem og Omen hina eldri. Gerði síðast 16 Blocks.

Hvað um það, sjáumst á Döbb í kvöld - eða ekki.

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvar ertu að soila fimmtudagskveldið 28.?

Brynhula sem á enn eftir að knúsa þig jólaknúsi.

9:54 AM  
Anonymous Anonymous said...

soila??? Hva'ernú eiginlega þa???
Þetta átti að vera spila....hvar ertu að spila þann 28. í jólum???

Brynklikk

9:55 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skúbblíner. Mættu.

1:08 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Til lukku með allar flottu jólagjafirnar.

Hei, það má vel vera að ég mæti líka á Döbb í kveld. Fá þá kannski Brynhulu-knús líka. :)

8:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vei! Ljóskuknús-dúllusamloka!

10:38 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hljómar vel :oD

Bryn.

11:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert nú meiri kadlinn. Það var mér mikill heiður þegar eldri sonur þinn ældi yfir mig hér í denn, ég hef ekki verið söm síðan þá.
Jólaknús, Sara

1:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

ég mætti en þar var engin Olga?

Bryn.

8:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, en ég fékk knús frá Bryndrekanum og þurfti svo að halda á ofurölvi vini mínum hálfa leið heim. Gaman að því.

10:02 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Æ, ég klikkaði svakalega á því. Rétt lagði mig yfir imbanum um hálftíu og vaknaði svo um tvöleytið og færði mig inn í rúm. Ömurleg keddling! :(

10:43 AM  

Post a Comment

<< Home