Thursday, December 14, 2006

Ju

Gott ef ég og Stebbi Stuð erum ekki að spila á Q-bar í kvöld. Mætið öll, annars sker ég af ykkur ennið.

Hvað um það, hér er getraun. Poppgetraun.

Hver er hljómsveitin?

Bassaleikaranum var boðin staða í Toto og seinna í hljómsveitinni Chicago. Hafnaði þvi, því hann vildi einbeita sér að hljómsveitinni sem spurt er um. Eftir að sveitin hætti spilaði annar meðlimur hennar með Whitesnake og enn annar með King Crimson.

Hljómsveitin var voða vinsæl in ðí eitís.

Vinsælasta lagið þeirra var rólegt lag með fullt af syntamottum.

Þeir fengu nafnið sitt af ístegund.

Verðlaun eru einn bjor í kvöld á Kúbarnum.

10 Comments:

Anonymous Nesi Rokk said...

Þetta er klárlega Mr.Mister, smellurinn Kyrie eleison! Trommarinn Mastelotto spilaði með Crimson kónginum!

5:53 PM  
Anonymous svenni said...

hef ekki GUÐMUND ég kolféll á síðustu konudu næst með eina easy fyrir mig.....

1:46 AM  
Blogger Gauti said...

jú Mr.Mister passar . .gítaristinn Steve Farris spilaði með Whitesnake

7:16 AM  
Blogger Gauti said...

Hér eru tvö bestaf Mr.Mister saman í pakka, "Broken wings" og "Kyrie".
Kyrie myndbandið er yndislega 80's :)


http://www.youtube.com/watch?v=TG-IzG6q0Mk

7:30 AM  
Anonymous Elzti vinur þinn said...

Ég held reyndar að þeir hafi ekki BARA fengið nafn sitt af ístegund þar sem þeir voru svona laumu gospel band.

Allir textarnir hjá þeim voru meira eða minna gospel og á síðustu plötunni þeirra voru "þekktir" gospel aukahljóðfæraleikar...

-j

9:41 AM  
Anonymous nesi Rokk said...

Já, Þeir voru nú eiginlega ekkert laumu-gospel, þetta var trúarleg tónlist all the way, voru mikið spilaðir á kristinboðaútvarpsstöðum í BNA. ég fílaði þetta band, átti þessa plötu á kassettu.

10:30 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér fannst þeir lítt laumu í gospeldeildinni. En þeir sögðust þó hafa stolið nafninu frá Dairy Queen-rétti sem heitir "Mr. Misty". Nafn sveitarinnar gæti þó vel túlkast sem háguðfræðileg tilvísun.

En, Nesi, aðalsmellurinn var Broken Wings. Takk svo fyrir að mæta í gær og vera með almenn "leiðindi", gaman að því.

1:58 PM  
Anonymous Nesi Rokk said...

Takk sömuleiðis fyrir leiðinleg lög, en sjálfir eruð þið fínir gaurar! Skuldar mér enn bjórinn, en það bíður betri tíma vonandi!

6:43 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Færð ölið næst þegar ég er að spila og þú nennir að mæta.

9:30 PM  
Blogger Elvar said...

meira frjálshyggju röfl og minni dægradvöl

12:49 PM  

Post a Comment

<< Home