Thursday, December 21, 2006

Kallíhei!

Stuð. Allt að springa úr kommentum við síðustu færzlu, sem þó var bara linkur. Gaman að því, nema hvað þeir sem leggja mér orð í munn mættu gjarnan skrifa undir rangfæzlur sínar, takk.

Eníhjú, horfði á Scoop í gær, en hún er nýjasta mynd Woody Allen. Sultuskemmtileg og hressandi. Byrjunin sérlega góð. Fæst í 2001 hjá honum Sigga litla, tryggið ykkur eintak.

Nú er maður á kafi í vinnu, er til kl. 10 í kvöld í búð Tóna og get því ekkert fylgst með fréttum frekar en síðustu daga. Sé bara mbl.is og ekkert sjónvarp. Því bið ég fólk, hafi það síðustu fréttir af Byrgismálinu (eða öðru sem það telur að ég telji áhugavert) að henda link hér í kommentakerfið.

Munið svo að Jesú sér ykkur.

3 Comments:

Anonymous Svenni said...

http://visir.is/article/20061221/FRETTIR01/61221110 Ung kona vitnar um kynferðissamband við Guðmund í Byrginu

8:20 PM  
Anonymous Þráb said...

Góð mynd af frelsaranum :)

8:47 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Takk, Svenni minn. Það verður að segjast að stúlka þessi virkar nú ekkert sérlega ótrúverðug, allavega flýgur hún inn í Leiklistarskólann ef hún er að ljúga.
Heldur ósmekklegt samt af fréttamanninum að láta hana viðurkenna frammi fyrir alþjóð að hafa farið í latexið og sett á sig klemmurnar í sadómasópakkanum, því það - rétt eins og hann sagði - skipti engu bévítans máli. Því þá að láta stúlkugreyið fara út í það frammi fyrir alþjóð? Nóg er lagt á hana samt.

10:09 AM  

Post a Comment

<< Home