Wednesday, December 13, 2006

Leikkonugetraun

Væri ekki mál, eftir langa bið, að hafa leikkonugetraun? Hér er ein...

Spurt er um leikkonu. Hún ber sama eftirnafn og gríðarlega frægur tónlistarmaður. Hún er gift öðrum gríðarlega frægum tónlistarmanni (með allt annað eftirnafn) og hefur leikið í bíómynd á móti honum. Sú mynd endaði á því að hann henti henni í stóran haug af skít.

Hún er Íslandsvinur.

Hver er hún?

Lag dagsins er I feel love með Blámannsbandinu.

13 Comments:

Anonymous svenni said...

Ekki gæti það verið Kate Hudson

8:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ó, nei. Hún er skilin við popparann sinn. Hefur heldur aldrei leikið á móti kalli sínum, né mér vitanlega komið á Klakann.

Viltu reyna aftur, Svennsenn?

11:07 PM  
Anonymous svenni said...

nú þarf ég að huxa en þetta var samt pínu gott gisk var það ekki

12:51 AM  
Anonymous Kiddi said...

Barbara Bach?

gift Ringo Starr?

Caveman?

1:26 AM  
Blogger Óskar þór said...

Alveg totta ég hákarl í þessum getraunum

4:25 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kiddi vann. Þá fær hann bjór í kvöld á Q-bar, ef hann mætir.
Stuð!

10:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Eridda nokkuð Barbara Bach?

Bryn.

1:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hei fæ ég líka bjór?

Bryn.

1:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Að halda "geðinu" gangandi
Hér koma nokkrar nýstárlegar leiðir til að halda geðinu góðu og lundinni léttri í skammdeginu


Ef einhver biður þig um að gera eitthvað, spurðu alltaf hvort hann vilji franskar með því

Settu ruslafötuna á skrifborðið og merktu hana; Póstur Inn

Byrjaðu allar setningar á ”samkvæmt því sem spámaðurinn segir”

Hoppaðu eins mikið og hægt er í stað þess að ganga

Spyrðu alla sem þú hittir hvers kyns þeir eru. Fáðu svo hláturskast þegar þú heyrir svarið

Segðu ”taka með” í hvert skipti sem þú kaupir mat í bílalúgu

Farðu á ljóðalestur, og spyrðu hversvegna ljóðin rími ekki

Öskraðu ”ég vann, ég vann” í hvert skipti sem þú tekur peninga út úr hraðbankanum

Góða skemmtun!

Bryn.
P.S. Stal þessu af veraldarvefnum

1:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

vildi bara segja eitt enn,

Judddujuddduu lukkkununnnnn

Bryn.

1:50 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, Brynka, þú færð líka mjöð við mætingu.

2:02 PM  
Blogger Gauti said...

talandi um geðheilsu og að gera grín í "teikavei" sjoppum . . ég var eitt sinn staddur með Orra nokkrum í "Fernunni" í Bonnganesi. Orri þessi er mikið fyrir það að gera grín í ungum afgreiðslustúlkum og í þetta sinn horfði grafalvarlegur á afgreiðslustelpuna og sagði: "eina Hrútasamloku, diet Appelsín og gulan Opal" (ekkert af þessu í framleiðslu "at the time" og Hrútasamloka aldrei verið til)
. . það kætti mitt geð allavega mikið að horfa stúlkuna þramma af stað að leita að þessu og koma svo aftur stuttu seinna eldrauða í framan :)

10:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það var líka vinsælt að biðja um einn Camel með dýfu og rís hér í eina tíð. Missti svolítið marks þegar sjoppustelpan kom með umrædda vöru og rukkaði Villa vin minn (sem ekki reykti) um sígóið, dýfuna og rísið, svo hann hafði ekki efni á pylsu og kók, sem var upphaflega markmiðið með sjoppuferðinni. Mikið hlegið þá.

2:04 PM  

Post a Comment

<< Home