Sunday, December 17, 2006

Maður ársins

Ég var valinn maður ársins af Time! Jibbí! Kom mér reyndar ekki svo á óvart þegar ég heyrði þetta í fréttunum í útvarpinu í morgun, þar sem ég hef löngum verið meðvitaður um eigið ágæti. En ég vil þakka Time fyrir skarpskyggni sína og smekkvísi. Eðaltímarit greinilega.

Má samt taka það fram að á fjórða áratug síðustu aldar var Adolf nokkur Hitler (ekki rugla honum saman við Adolf Rickenbacker) valinn maður ársins af sama blaði.

Hvað um það, ég er í fíling og er hress. Eitt spilerí eftir fram að jólum, nóg til af hangiketi, búinn að kaupa eitthvað af gjöfum, blablablabla.

Lag dagsins er fyrsta jólalagið hér á þessari bloggsíðu. Kíkið hér.

Nánar síðar.

6 Comments:

Blogger Óskar þór said...

Þú ert uppáhalds jólasveinninn minn

6:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Og þú minn.

10:35 AM  
Anonymous Kiddi said...

Ingvar.. þú ert svo vel máli farinn og yfirleitt með allt öðruvísi skoðanir á öllu heldur en ég. Það er gaman.

Allavega, væri gaman að fá þitt sjónarhorn á umræðum um Kompásþáttinn ógurlega.

Annaðhvort á þínu eigins bloggi eða svo máttu taka þátt í umræðum hjá mér..

Kominn í jólaskapið annars?

3:29 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hreinlega sá ekki Kompásþáttinn ógurlega og kann því illa við að tjá mig um innihlad hans, þrátt fyrir að hafa heyrt ófagrar lýsingar á því sem fram fór þar. Tek því varlega því almúginn er auðblekktur.

Sé það rétt (sem ég veit engan veginn) að Yfirstrumpur þar á bæ sé pervert par exellans er það þó ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerist í söfnuðum, klíkum eða stjórnmálaflokkum. Ekki einu sinni nýlunda hérlendis, sjá barnaperrann í Vatnaskógi hér um árið. Clinton og J. Edgar Hoover í útlandinu, auk óhemju magns kaþólskra presta í Ameríku og Votta Jehóva í Svíþjóð.

Í þessu máli, ólíkt sumum öðrum, kýs ég að kynna mér málið vel áður en ég mynda mér skoðun eða tjái mig um það, því saklaus unz sekt er o.s.frv.

Sjálfur er ég þó nokkuð normal í þessum efnum. Núna.

4:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Núna? Tíhí.

Jóla-Orgelið.

4:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú hefur aldrei verið eðlilegur dúlli minn:)

7:22 PM  

Post a Comment

<< Home