Tuesday, December 19, 2006

Meira um Byrgis-Guðmund

Rakst á þetta og datt í hug að skella á það hlekk.

41 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Maður sem gefur sig út fyrir að vera ein hvers konar sendiboði drottins á að sjá sóma sinn í því að vera ekki að leika sér í kynlífsleikjum með brotnum einstaklingum í meðferð.
Jafnvel þótt þessir sömu einstaklingar mótmæli ekki.

Bryn.

12:18 PM  
Anonymous Hannes Trommari said...

JÁ JÁ BLA!
Ég er þeirrar skoðunnar að Kompás menn og konur séu með þessu búin að sannreyna alla sína heimildarmenn og konur í þessu máli og þess vegna sé þetta komið fram í sjónvarpi! Eins og Sigmundur Ernir talaði um þá eru þeir búnir að vera að undirbúa þetta mál í 3 mánuði og eru fyrst núna vissir um að fara með rétt mál! Og ekki koma með einhver "Sigmundur vann á DV" KRAPP Ingvar, þetta er maður með 25 ára reynslu í blaðamennsku og minnstann tíma á DV!! Þætti fólki betra að Kompás mundi liggja á þessu og koma svo með þetta á yfirborðið of seint! Ég held að sumir sem skrifa hér væru með annað hljóð í kútnum þá! OG ef þetta er almennileg meðferð sem er í boði þá ætti ekki að vera auðvelt fyrir skjólstæðinga Byrgisins að komast í tölvu umsjónarmanns, þetta er ekki grunnskóli sem er verið að reka þarna! Eins að sjá plaggið sem verður að fylla út við innritun í Byrgið, er það partur af áfengis/vímuefnameðferð að vita hvort fólk vill fá það í bossann með klemmur í geirvörtum eður ei??? ÉG HELD EKKI ! ! !
Eins sýndi það að mæta ekki í Kastljós að svara fyrir sig þegar hann var búinn að gera boð á undan sér afar einkennilega hegðun.
Hann er búinn að vera á spenanum á þjóðfélaginu ansi lengi með þessa stofnun, þetta er gott og gilt framtak en ég væri til í að sjá tölur yfir það frá stofnun hversu margir eru gjörsamlega þurrir í dag, ekki fólk sem kemur aftur og aftur eins og skrípaparið sem er í Kompás as well!
EN þessi þáttur Kompás átti fullkomlega rétt á sér eins og hvaða fréttaskýring sem er! Næst vil ég að þeir fari í saumana á einstaka ráðuneytum í þessu landi, þar held ég að sé margt gruggugt á seyði!
TAKK!

3:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er alveg rétt hjá þér Bryn. En dómsmál á ekki að útkljá í sjónvarpi. Kompásmenn eru ekki sendiboðar réttlætisins. Ekki frekar en þú og ég.

ES

3:51 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Vá, hvað ég er sammála síðasta ræðumanni!!!
Þetta minnir bara á ákveðið DV mál þar sem Dabbamenn sáu sér leik á borði með að sýna mynd af meintum kynferðisglæpamanni á forsíðunni!!!!
Við vitum flest hvernig það endaði.....

4:12 PM  
Anonymous Hannes Trommari said...

En á ekki að virða fórnarlömbin og gefa sér það að þau séu ekki að ljúga, Kompás menn segjast vera með sannanir og btw þessi video fæll var nú soldið meira en einhver ljósmynd í DV, það fór ekki á milli mála hver ræðumaðurinn var í þeim skilaboðum! Eins og kom fram í viðtali við félagsmálaráðherra þá er búið að vera að rannsaka starfsemi Byrgisins og forstöðumann þess því það er búið að gruna ýmislegt ansi lengi, ég er ekkert að segja að ég sé fylgjandi fréttaflutningi eins og DV var þekkt fyrir en þessi umfjöllun er greinilega full heimilda og búið að skoða flest mál ofan í kjöl, annars væru þau ekki birt! Ég er kannski auðtrúa en ég trúi ekki að fréttaflutningur sem er búið að undirbúa í 3 mánuði sé svo uppspuni!

5:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jú. Virða öll fórnarlömb - þ.m.t. börn Guðmundar.

ES

5:31 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

En sé málið svona ljótt og ógeðfellt er þeim mun meiri ástæða til að fara með það beint í lögguna, ekki í sjónvarpið.

Það á að sjálfsögðu að rannsaka málið, en lögreglurannsókn á ekki að fara fram á sjónvarpsskjám landsmanna, né heldur í fjölmiðlum almennt (svona eins og Bauxmálið).

Fjarvera Byrgis-Gvendar frá Kastljósi sannar ekkert, ekki myndi ég vilja mæta manni sem segði svona um mig, ef ég væri saklaus. Ætti eflaust erfitt með að hafa á mér hemil.

Vil þó ítreka að ég hef ekki séð allar þessar fréttir og veit ekkert um sekt eða sakleysi mannsins, en mér finnst fréttaflutningurinn ákaflega dularfullur.

Og, varðandi Sigmund og hans 25 ár - Eiríkur Jóns var líka búinn að vera fjölmiðlamaður í 25 ár, minnst hjá DV, þegar hann skeit upp á þak.

5:34 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Það var laglegt ES!!!

Ég held líka að Kompás sé ekki rétti staðurinn til að útkljá þetta mál, eða koma því á framfæri!!!

Og mér er það ljóst að þetta er ekki mynd í DV, en samt sem áður er sjónvarpið fjölmiðill, eins og DV. Það er bara ekkert alveg við hæfi að vera að sýna þennan óhróður kl. hálfellevu á sunnudagskvöldi, og ekki allir unglingar farnir til rekkju!!!
Svo var líka víst sýnt úr þessu í fréttum!!

Er Kompás kannski að stefna að því að verða sjónvarpsþátturinn DV????
Hvað verður þá um okkur?
Allir skotnir í kaf án dóms og laga????
Sekur uns sakleysi er sannað???????
Krossfestur fyrst, og spurður svo!!!!!

5:48 PM  
Anonymous Hannes Trommari said...

Hvernig er hægt að verja mann sem segir sæði sitt hafa lækningarmátt og lætur hálfuppdópað lið öskra að hann sé frelsarinn!! Það eitt er nóg fyrir mig! Sigmundur Ernir starfaði á DV áður en það var kallað sorprit. Eina sem ég er að segja er: ef maðurinn er sekur þa á þátturinn rétt á sér, ef ekki þá eiga þeir sem hlut eiga að fara í steininn! EN verður maður ekki að trúa þeim fyrir því að eiga óyggjandi sannanir sem eru á leið til lögreglu, eins og þeir segja?? Þessi maður er fyrir mér það sama og Gunnar í krossinum: Hyski!

8:50 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta fólk sem kemur framm í Kompás virðist vera hrætt við að koma framm undir nafni af því að það er hrætt við 'drottnarann' Guðmund. Þessir einstaklingar eru fyrrum fíklar og brotnar sálir sem eiga erfitt með að stofna til kærumáls einir og sér og svona fólki er hægt að hóta líkt og dópsali hótar fjölskyldu dópistans með handrukkun.
Þetta er sjúkur heimur og ég sé bara ekkert að því að fréttaflytjendur aðstoði þetta sama fólk við að koma framm réttlæti svo að fleiri verði ekki fyrir barðinu á því sjúklega atferli sem virðist hafa átt sér stað þarna.

Það er allt of mikið um þegandahátt í þessu þjóðfélagi sem verður til þess að mörg svona ógeðfeld feimnismál koma aldrei upp á yfirborðið.
Verum því ekki að drepa sendiboðann reynum að komast að rót vandans og laga hann.

ES þú þarft ekki að segja mér að þú trúir því virkilega að Guðmundur sé einhver erki engill og þetta geti ekki mögulega hafa átt sér stað. Spáðu líka aðeins í það ef fórnarlömbin væru þér nákomin......værirðu þá að grenja yfir því að þetta hefði komið í fréttirnar áður en það væri búið að dæma í því???

Brynhildur.

8:30 AM  
Anonymous Anonymous said...

VIð erum efnislega sammála Hannes. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð - þannig að þátturinn á ekki rétt á sér. Og nei. Þú ert ekki nauðbeygður til að trúa neinum.

ES

8:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

En Gummi litli er ekki einn í þessu.
Ríkið treystir honum til að vera hr Uber meðferðarheimilis án nokkurrar menntunar. Það eina sem hann hefur er að hann þekkir heim fíkilsins af eigin raun..........HVAÐ ER ÞAÐ????
Ég myndi ekki treysta gömlum fíkli fyrir barninu mínu, ég mundi ekki einu sinni treysta honum fyrir þúsundkaddlinum mínum ef út í það væri farið.
Fyrrum landlæknir sagði í einum Kompás þætti í haust að fíklar sem væru að koma úr harðri neyslu yrðu aldrei heilir, jafnvel þótt þeir væru þurrir í tíu ár eða meira.
Hann sagði að það yrði ákveðin þroskastöðnun í heila þessara einstaklinga og þeir yrðu alltaf eins gamlir í þroska og þeir voru þegar þeir byrjuðu neysluna.
Einnig gæti ákveðið brengl átt sér stað í heila þeirra sem orsakar alls kyns krísur síðar á æfinni.
Guðmundur er einn af þessu fólki og bara það eitt á að vera nóg til að hann eigi ekki að hafa þennan starfstitil.

Einnig er til nokkuð sem fíklar og alkahólistar þekkja vel og það er fíknin sem kemur í staðinn.
Ég þekki stóreykingamenn sem fara að hlaupa marþon í stórum stíl eftir að þeir hætta að reykja bara til að hafa einhverja fíkn.
Ég hef einnig þekkt til alka sem varð átsjúkur eftir þurkun.
Af hverju ætti Gummi þá ekki að geta orðið kynlífsfíkill eftir neyslustopp??? Ja nema hann hafi alltaf verið það??

Brynhildur.

9:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Burtséð frá þessum þætti þá er ég sammála þér Brynhildur. Mikið er skemmtilegt fólk á þessari síðu.

ES.

9:48 AM  
Anonymous Hannes Trommari said...

Jú, þetta er skemmtilegt. EN hver er ES? Einhver sem ég þekki?

10:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ástæðan fyrir því að honum er treyst er sú að hann hefur náð árangri. Ég þekki fólk og það fleiri en einn sem væri ofur einfaldlega steindautt ef ekki væri fyrir þennan kall. Að vísu geta menn, eftir áralangt gott starf breyst í skíthæla (sjá Eirík Jóns, eitt sinn úrvals blaðamann).

Svo finnst mér skrýtið að fólk vilji ekki koma fram undir nafni því það sé hrætt við Guðmund, en sýna samt dónó-bíó-sms sem þau segjast hafa fengið hjá honum - kallinn hlýtur að vita hverjum hann sendi skilaboðin (hafi hann gert það á annað borð) og því nafnleyndin gagnvart honum farin fyrir bí.

Ég ítreka, þar sem ég þekki hvorki haus né sporð né geirvörtuklemmu á manninum veit ég ekkert um sekt hans né sakleysi. Mér finnst bara fréttaflutningurinn ógeðfelldur og fyrir neðan allar hellur. Sé hann sekur átti þessi gögn Kompássmanna að fara til löggunnar ambúlant og láta þá um málið. Ef hann er saklaus verður aldrei hægt að bæta fyrir þann skaða sem umfjöllunin hefur valdið honum, konu hans og börnum. Og talandi um konuna hans, hún stendur víst með honum og kveður bibbalinginn á dónaskilaboðunum ekki hans. Ef hún hefði kannast við hann mætti reikna með að hún væri rokin á brott með börnin, bílinn og sólstólana.

Rétt að taka fram að sökum jólavinnutarnar hef ég svo til ekkert getað fylgst með málinu, hef t.d. ekki heyrt svör og mótrök Guðmundar.

10:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nei. Þekki engan hérna. Algjör boðflenna. Kann ekki við það sjálf. Ætla að þegja héðan af.

ES

11:33 AM  
Anonymous þórey Inga said...

Ég sá viðtalið við Guðmund í Kastljósinu í gær!
Konu hans og barna vegna vona ég að hann sé ekki að ljúga!!!!
Finnst sumum allt í lagi að þetta mál fari fram undir smásjá hins almenna borgara?
Eða er ekki sanngjarnara að fólk fái að svara fyrir sig áður en það er skotið í fótinn og skorið undan því????

Ég vil nú taka fram að ég þekki þennan Guðmund ekki neitt, en svo virðist í fljótu bragði sem saga Kompásmanna sé ekki alveg skotheld!!!
Kannski er Guðmundur búinn að ná til þeirra eða eitthvað, en eftir því sem ég best veit eru tvö "vitni" búin að draga sinn "vitnisburð" til baka og segja hann uppspuna frá rótum!!!
Að þau hafi bara viljað segja hvað sem er til að fá pening og læknadóp....

Eins og ég sagði, að ef þessi maður er sekur, þá á hann ekkert annað en fangelsi og súrsaða hrútspunga skilið, en ef hann er saklaus, þá er það bara þannig og hvað segjum við þá???
Æ, en leiðinlegt, ég er búin að skíta yfir mann sem ég þekki ekki rassgat, og best að fara að finna einhvern annan til að gera hið sama við!!!!
DV fokking syndromið!!!
Kompás=DV!!!

Ég vil einnig benda á það sem Magnús sagði er hann var spurður út í það að Kompásmenn greiddu fyrir að fá sögur sínar. Hann viðurkenndi að þeir hefðu borgað fyrir upplýsingar, en ekki að þeir hefðu borgað til að láta fólk ljúga!
Svo segir hann sirka: "uh nú er verið að sverta mannorð stöðvarinnar"
Hvað er hann annað að gera en að sverta mannorð með þessum fréttaflutningi sínum, sem á heima fyrir dómstólum, frekar en í sjónvarpinu!!
Mér finnst bara að allir eigi rétt á sanngjarnri meðferð!!

Myndi fólk í rauninni vilja að öll mál um nauðganir og slíkt ofbeldi væru konfronteruð í fjölmiðlum, í fréttum kl 20???
Viljum við vita um ALLAN sorann og skilja ekkert eftir??
Viljum við eyðileggja líf fólks áður en við vitum hvað er rétt og hvað er rangt í málinu??
Eigum við ekki bara að leggja niður lögregluna og dómstóla og fá hina alvitru og kláru Kompásmenn til að skera úr um það fyrir okkur hver er sekur og hver er saklaus!!!

12:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Burt séð frá þessu öllu verður að setja nýtt net í kringum meðferðar heimili landsins.
Það er spilling í öllum stéttum þjóðfélagsins og af hverju ætti Gummi ekki að geta stungið undan eins og Árni Jónsen?
Það eru kúkalabbar alls staðar og ég passa mig bara á því að treysta engum í heiminum fullkomlega nema kanski mömmu ef það væri einhver.

Aðvitað verður sannleikurinn að koma í ljós í þessu máli og ég trúi að hann eigi eftir að gera það. En þangað til á maðurinn að víkja úr starfi. það er ekki frekar nóg fyrir hann að koma framm í sjónvarpi og segja ég gerði það ekki!!! Frekar en það er nóg sönnun á manninn að birta fréttina.

P.S. E.S. Fólk með skoðanir hlítur að vera velkomið á síðuna hans Ingvars, það hristir upp í umræðunni að fá sem fjölbreyttasta sýn á málið þótt enginn sé endilega alveg sammála.
Bloggsíðan hans Ingvars er því eins og hjónaband fyrir mér.

kv,Brynhildur.

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kompásmenn hafa sett út beitu fyrir næstu kostningaloforð.
Hvernig væri að fara að reyna að bjarga æsku þessa lands sem siglir hraðbyr í sjó harðrar neyslu og allan viðbjóðin sem því GREINILEGA fylgir, hvort heldur sem það nær að þurkast yður ei.
Forvarnir og aftur forvarnir eru svarið og koma svo með eitthvað alvöru núna koma svo!!

Brynhildur.
P.S. Kanski langar Þóreyju í meðferð hjá Gumma litla??

2:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Má til með að bæta við: Mér heyrist Þórey Inga vera í fullkomnu jafnvægi. Engin meðferð nauðsynleg.

ES

5:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef aldrei séð svona mörg komment út af svona stuttri blogggrein.

En jú, ef Guðmundur er sekur má tjarga hann, fiðra og fleyja fram af björgum. Sú refsing er hinsvegar langt frá því nægileg til handa Kompássmönnum komi í ljós að þeir hafi hreinlega slátrað mannorði sakleysingja.

Og Brynhildur, það fyrsta sem Guðmundur gerði eftir að þetta kom upp var að láta af störfum í snarhasti.

5:11 PM  
Anonymous Einar Maack said...

Ég er að spá í að stofna meðferðarheimili fyrir stúlkur á aldrinum 18-30 ára, í kjörþyngd og vel útlítandi.

Sex, drugs (hey, ef Gvendarbrundar hafa lækningamátt hefur MJ það líka) and Rock n Roll!!!

6:24 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Ég þakka ES fyrir þessi góðu orð í minn garð!!!

Held að meðferðar sé ekki þörf, nema kannski við veikleika mínum fyrir Snickers!!!
En ég held að það sé samt meira svona líkamsræktarmeðferðarmál!!

6:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hevítans! Og ég sem ætlaði að reyna að æsa Þóreyju upp í að skrifa meira til að andmæla mér hún er soddan ágætis penni eins og margir sem kíkja hér inn.
Tek það framm að ég meinti ekkert illt með þessu er bara að kridda og reyna að espa liðið upp :o)

Og afsakið Ingvar minn litli og geðþekki trúbaþor, þarna hef ég misst aðeins úr.
Það var þá ágætt að hann vék úr starfi til að hægt sé að vinda sér í að ransaka þetta mál.
Hlakka mikið til að vita endinn á þessu máli.
þá getum við öll farið að rökræða um hvað á að gera við þá sem sekir verða.

P.S. Faðm til allra hérna inni fyrir að láta málið sig varða.
Brynhildur sveitajúði.

8:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Heeeii! huxið ykkur ef fréttin hefði aldrei farið í loftið þá væru öll þessi comment ekki til..........pælum aðeins í því...........thíhíhí.

Brynsúra (náskilt hundasúru, tröllasúru og þvottasnúru)

8:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

ingvar hver segir að maðurinn á ísafirði hafi verið saklaus.
heldur þú að heimidarmenn dv sem voru að mig minnir 6 hafi verið að ljúa??
heldur þú að fólki sem eru heimildarmenn kompás séu að ljúa??

það er óábyrgt að tala svona um fólki sem vann að þessum þætti og þér hinu fólkinu sem heldur þessu fram til skammar að halda því fram að kompás sé að plata. hversvegna ættu þeir að vera að því??
eru vonda fréttir ekki fréttir??

1:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert það fer að líða að jólasteik svo ekki sé minnst á hinn árlega jólasleik.

mmmmmm við hvern ætlið þið í jólasleik?

Bryn.

9:01 AM  
Anonymous þórey Inga said...

Það er enginn að halda því fram að þeir séu að ljúga, reyndu nú að lesa það sem búið er verið að skrifa anonymus komment kl 1.50 am!!!!

Ef að þetta eru rök þín þá getum við alveg eins notað þau um hann Guðmund!!!

Það er verið að líta á málið frá öllum hliðum og allir hafa rétt á sinni skoðun, eins og þú!!!!

Fólk er kannski líka að pæla í því hvort að rétt sé að koma þessu máli á framfæri í Kompás frekar en að fara beint til lögreglu!!

Dæmið um manninn í DV var notað til að sýna hvaða áhrif slík umfjöllun getur haft á fólk, og já auðvitað er þetta mest extreme dæmið, en Kompásmenn eru þekktir fyrir allt annað en "hinn gullna meðalveg" og því við hæfi að nota slíkt dæmi!!
Eru þessi heimildarmenn dómarar á það hver er sekur og saklaus????
Var búið að dæma manninn fyrir dómstólum?
Það er nefninlega ekki okkar, Kompásmanna eða DV-manna að skera úr um hver er sekur eða saklaus, heldur dómstólanna á Íslandi!!!

Þetta réttarkerfi ásamt lögreglu verndar okkur, hinn almenna borgara, og saman þurfa þau að fá að komast að niðurstöðu um þetta mál, án utanaðkomandi aðstoðar

Undirrituð vill benda á það að hún er hlutlaus í þessu máli!!!

9:48 AM  
Anonymous þórey Inga said...

PS. Tveir heimildamanna Kompáss hafa viðurkennt, í samtali við rúv, að þeir hafi logið til að fá pening og læknadóp!!

9:50 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil benda riturum á að sýna þá lágmarksfokkingskurteisi að undirrita skrif sín. Svo er líka talin almenn kurteisi að leggja mér ekki orð í munn. Ég hef aldrei sagt Kompásmenn ljúga. Ég var að biðja fólk um að taka þessum fréttum með fyrirvara.

Sýnist sem svo að full ástæða hafi verið til þess.

10:15 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já og eitt - Brynhildur frábæra - þú skrifaðir "ég myndi ekki treysta gömlum fíkli fyrir barninu mínu" - hvað með Mumma í Mótorsmiðjunni, sem hefur hjálpað hellingi af unglingum?

10:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

eða þórarin tirfingsson

10:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæll Ingvar. Skrifa ekki allir út frá eigin reynslu? Ég þekki engan sem hefur komið heill úr meðferð. Þekki dæmi þess að önnur fíkn hafi komið í staðinn og aðrir hafa hreinlega dáið. Kannski var það bara óheppni. Ég vona svo sannarlega að meðferð gagnist einhverjum.

Elín S.

10:37 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég held að það sé heldur aldrei ætlunin að fólk læknist af sjúkdómnum alkóhólisma í meðferð, frekar að það reyni að halda honum niðri, oft með því að skipta um fíkn. Sumir fara í líkamsrækt eða út að hlaupa, aðrir í fóbbolt o.s.frv. Flestir AA-menn sem ég þekki keppa reyndar mest í keðjureykingum og kaffikappdrykkju.

Varðandi að fólk deyji í meðferð, þá hefur fólk líka dáið í strætó, kirkju, Kringlunni, hjá sálfræðingi og á Rolling Stones-tónleikum.

11:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Nei Ingvar elskan mín ég mundi alls ekki byðja Mumma í mótor eða Þórarinn Tyrfings að passa barnið mitt, þrátt fyrir að þeir séu að reyna að halda erfiðasta djöflinum sem hægt er að draga í skefjum.
Það þýðir samt ekki það að ég sé ekki að fíla mennina sem slíka eða það sem þeir gera, langar bara ekki að lána þeim barnið mitt.

Get látið fyljga að ég þekki eitt barna herra Tyrfingssonar af eigin raun og það er mjög fyndinn en brenglaður kandídat sem unnið hefur á SHA, búin að fara í nokkrar meðferðir og borðar prins póló upp í rúmi hjá sjúklingum og klípur í rassa starfsmanna. Ekki kanski vondur maður og alls ekki leiðinlegur en nei ekki einn af þeim sem ég myndi lána barnið mitt heldur þó hann eigi reyndar nokkur sjálfur.

Brynhula.

11:42 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

kæri hannes trommari
það er ekkert sem réttlætir að þú kallir gunnar í krossinum og guðmund hyski.
byrgið bjargaði lífi mínu og frændi minn á krossgötum það sama að þakka. þessir menn hafa bjargað fjölmörgum mannslífum og örugglega einhverjum sem þú þekkir sjálfur.

Hvað hefur þú gert?

skúli.

1:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nei nei. Dó enginn í meðferð mér vitandi. Eftir hana. Í mínum huga er meðferð jafn áhrifarík og hrukkukrem. En það er alltaf von.

Elín.

1:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Elín, þar held ég að nokkur þúsund Íslendingar séu þér ósammála og tali af meiri reynslu.

6:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert væntanlega að vísa í þessa sem þamba fleiri lítra af kaffi á dag? Það er einmitt þessi ofvirkni sem grípur þessa óvirku. Hún kemur misskemmtilega út.

Elín.

7:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þegar mamma kom úr meðferð hélt hún bara áfram að vera jafn yndisleg og hún var og pabbi hélt bara áfram að mála.

Þórey þú skrifar vel.

skemmtileg lesning.. hef ekki tíma um þessar mundir í að hafa skoðun ..
....jólin...
-Stefán Örn

7:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get vottað að Stebbi á yndislega mömmu og mjög flinkann og skemmtilegan pabba :o)
Yndislegt fólk alveg hreint.

Kv,Brynhildur.

3:28 PM  

Post a Comment

<< Home