Monday, December 18, 2006

Perri eða fórnarlamb?

Sláandi fréttir af Guðmundi í Byrginu, þ.e.a.s. ef fréttir skal kalla. Veit ei hvort rétt er eður ei, en má benda á nokkur atriði:

1. Það er lítið mála að senda dónalega tölvupósta í annars manns nafni ef maður kemst í annars manns tölvu. Eins lítið mál að senda dónó sms ef maður kemst í annars manns síma. Ekki laust við að maður hafi gert slíkt sjálfur einu sinni eða tvisvar hér í den.

2. Sú sem sér um fréttina (ásamt öðrum reyndar) er Lára Ómarsdóttir, dóttir Ómars Þorfinns Ragnarssonar. Sú, líkt og faðir hennar, er ekki hlutlaus í fréttaflutningi eins og talað er um hér.

3. Góður maður sagði eitt sinn að skoðanir væru aldrei merkilegri en þeir sem skrifuðu undir þær. Mætti kannski líka segja þetta um fréttir. Ég hef engan séð ásaka forstöðumann Byrgisins um pervertisma nema í skjóli nafnleyndar.

Datt í hug að henda þessu inn að gamni. Hef reyndar ekki séð allar fréttirnar af málinu - kannski er kallinn urrandi perri, kannski fórnarlamb rógburðar og tölvufalsana af svívirðilegu gerðinni. Hve veit? Ekki ég. Hef þó heyrt fleiri góða hluti en slæma um karlinn.

Hvað um það, nú er klukkan orðin miðnætti, kominn tími til að fara að sofa og síðast en ekki síst - kominn nítjándi desember og Fúsi Óttars hljóðfærasali og trommuálfur og Ingimundur Óskarsson bassastrumpur eiga báðir afmaul (afmæli í feirtölu fyrir málhalta) í dag! VEI! Hann á ammaulídag, hann á ammaulídag, hann á ammaul alveg báðir, hann á ammaulídag.

Þeir lengi lifi, rétt eins og Gunnar Kveðst, sem átti ammæli í gær. Hann er sko fínn kall, Guðfræðimenntaður og allt - enda perri.

Lag dagsins er Pervert með Buff. Enginn linkur á það, kaupið bara diskinn, eymingjarnir ykkar - nú, eða biðjið um hann í jólagjöf frá Jólasveininum.

Jólalag dagsins er Ég sá mömmu kyssa Jón og Sveins. Þess vegna "kemur" Jólasveinninn í kvöld.

11 Comments:

Anonymous þórey Inga sjokkeraða said...

Sá óvart smá af þessum Kompás þætti og fannst það ógeðslegt!!! Ég held ég eigi ekki eftir að jafna mig í bráð af þessum subbuskap sem var akkúrat verið að sýna er ég skipti í sakleysi mínu yfir á Stöð 2!!!

Oj ykkur Kompásmenn!!!

Eru þeir jafnvel alveg 100% vissir um að þetta hafi verið réttur maður sem var þarna að bera á sér sprellann í beinni???
Ojbarasta, hvað er að fólki????

Mér fannst soldið spes af Kompás að vera að sýna þetta myndskeið, algjört ógeð!!!!

Var ég annars búin að segja ojbarasta og ógeð nógu oft??

7:58 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér fannst nú Ernirinn koma ágætlega fyrir sig orði í Kastljósinu í gærkveldi þegar hann var að svara fyrir þessa fréttamennsku og sé þetta satt á að draga það framm í dagsljósið af hverju ætti Guðmundur að njóta einhverrar friðhelgi frekar en aðrir.
Umræddur Guðmundur mætti ekki í Kastljósið þrátt fyrir að hafa boðað sig í spjall á móti Sigmundi Erni....hvernig á maður að túlka það??? Gugnaði hann??? Fór hann í fílu??? Hann sagðist ætla að koma og svara Sigmundi?? Kanski datt hann bara í það??

Bryn.

8:35 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ef hann er saklaus af því sem sagt er um hann myndi ég skilja það vel að hann dytti í það. Þetta eru grafalvarlegar ásakanir og geta - jafnvel þó sakleysi sannist - eyðilagt mannorð Byrgis-Gvendar.
Kannski hefur Byrgiskallinn bara í hyggju að láta lögguna um máslið í stað þess að röfla í fjölmiðlum á móti þeim sem dreifa nafnlausum róg á hendur honum. Gleymum ei að Sigmundur vann á DV hér í eina tíð.

10:49 AM  
Anonymous Einar Maack said...

Já... ekki bara ByrgisGvendar, mér skilst að Guðmundur Týr - Mummi í Mótorsmiðjunni hafi þurft að útskýra í sífellu í gær að hann væri ekki Gvendur í Byrginu heldur Mummi í Mótorsm.

Það sem mér þykir mest dúbíous í þessu máli er hví þessar ágætu konur kæra hann ekki einfaldlega fyrir nauðgun/misbeitingu, þar sem þær eru augljóslega veikar fyrir meðan á þessu stendur, og ekki færar um að veita sér björg - vegna skynvillu eiturlyfja og trúarbragðasulls. Önnur spurning er hví Landlæknisembættið athugar ekki hvort 'afeitrun' fari fram í Byrginu - án umdæmis til þess.

Eins þykir mér eiginlega ekki vera mitt mál hvort þessi gæji stundi BDSM. Hef gert það sjálfur og sé ekkert að því svo lengi sem allir eru samþykkir. Hinsvegar ætti að athuga þetta með kynferðisnauðungina.

11:15 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Mér finnst nokkuð augljóst að þetta er réttur maður sem er bera bibbaling, þar sem það sést framan í hann í upptökunni. Nema einhverjir algjörir snillingar hafi falsað þetta, en mér finnst það ekki mjög líklegt.

11:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni það er hægt að skoða þennann Kompásþátt á vísir.is og sjá kaddlinn og hann er svo mikill tvífari sinn að það er vibb.

Bryn.

12:10 PM  
Anonymous Kiddi said...

og svo það að hann ásakar Kompás um að bjóða fólki dóp fyrir að koma með ásakanir á sig... það er málflutningur sem dæmir sig sjálfan og hljómar eins og tilbúningur drukknandi manns..

1:03 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Ég reyndar skipti svo hratt um stöð að mér tókst ekki að sjá framan í kaddlinn, bara vin hans!!!

4:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar hvað skiptir það máli að Sigmundur hafi unnið á DV??
Ég get ekki séð að það skipti máli en má lesa á milli lína hjá þér að útaf því sé þessi frétt ekki rétt.

4:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kompás hefur viðurkennt fúslega að hafa borgað fyrir viðtöl. Ekki veit ég þó til þess að það hafi verið borgað með ólyfjan, en hinsvegar er óreglu og útigangsfólki illa treystandi til að tjá sig fyrir fé. Sækir að manni sá grunur að það fólk segi bara akkúrat það sem fréttamaðurinn vill heyra, svo hann komi nú örugglega aftur og borgi meira.

3:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

....ári síðar!

Athylisvert að lesa þetta blogg ári síðar, þegar fáir eru eftir sem efast um að fréttin var réttmæt.

7:21 PM  

Post a Comment

<< Home