Monday, December 11, 2006

Skítugir sokkar og rauðvínslegnar buxur

Hæ.

Hvað segiði gott? Ég er hress sem slíkur. Var að spila á Celtic Cross um helgina með honum Binna mínum. Skrapp svo niður á Arabar (Amsterdam) eftir gjugg á sunnudagsmorguninn og gestaði með Buffinu, sem er ávallt hreinn unaður. Sá þar einfættan mann, áfengisdauðan á stól með gerfilöppina liggjandi uppi á nærliggjandi borði. Sem sagt, ekki föst á hann, heldur bara liggjandi sem slík. Vissulega sárvorkenndi ég manninum að vera mínus ein löpp, eitthvað sem ég myndi ekki vilja lenda í, en fannst þetta samt líka svolítið skondið. Hitti fullt af skemmtilegu fólki, sem og bjartsýnu. Bjartsýnasta fólkið voru Ellen og Bengta, sem reyndu að fá mig til að dansa. Slíkt geri ég einfaldlega ekki.

Eníhjú, jólahlaðborð Tónabúðarinnar í gær og át ég á mig gat. Drakk samt varlega og sparlega. Át ógeðslega mikið af reyktu kjöti og prumpa sinnepsgasi.

Jólaglögg Exton í kvöld... á ég að fara? Frítt brennivín og skemmtilegt fólk, en á móti kemur að stundum er frítt áfengi dýru verði keypt og oft er gott að sitja heima og horfa á Law and Order.

Djamm eður ei, þar er efinn...

13 Comments:

Blogger Gauti said...

bara vera heima . . hitt endar bara í vitleysu og vinnandi fjölskyldumenn meiga ekkert við því á mánudegi . . né þriðjudegi . . en miðvikudagar eru ok

8:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Buffid að spila á Amster... hmm??? Það er nú einhver vitleysa... var þetta ekki bara BuffPolice eða eitthvað svoleiðis.

-Stibez

8:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Einfætti maðurinn var náttúrulega bara snilldin ein.. ekki það fallegasta sem ég hef gert um ævina, að flissa þessi ósköp af greyið manninum,en bara réð ekki við það..og brandara syrpan frá þér hjálpaði svo sannarlega til við allt flissið ;)

Bengtan

10:33 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, Stefán, þetta var Buffpólís - biðst vélmyrðingar. Þeim til halds, trausts og hávaða var Ingómaðurinn Töfri.

9:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Afsakið en getur einhver sagt utanbæjarsveitagríslingnum hvað BuffPolice er?
Og hvað löppin var að hanga með þessari fyllibittu á bar dauðans?
Af hverju dreif hún sig ekki heim?
Og hvaðan fær fjölskyldumaðurinn Ingvar alla þessa orku!!!!!?
Æ wrilí vona nó! Á í svo miklu basli sjálf með að koma mér út úr húsi.

Kv, Bryn

11:20 AM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég vænti þess að þessi ágæti maður hafi verið að fá sér í tánna.

11:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

kanski var hann að fá sér á milli lappanna

11:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er gott að vera bjartsýnn :D

Það er ekki gott að vera dauður á Amster með gervilöppina sína uppá borði :/

Stefni að því að gera það aldrei!

Sprellen

12:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

BuffPolice eru Pétur, Jónbi og Bergur ásamt hverjum sem er laus.

Ég veit ekki af hverju maðurinn eifætti dreif sig ekki heim, hann bara sat út í horni með krosslagðan fótinn og svaf.

12:22 PM  
Blogger Gauti said...

"krosslagðann fótinn" . . . LOL :D

Annars er betra að útskýra Buffpolice svona:
meðlimir úr Brainpolice og Buff = Buffpolice.
Ekki allir sem vita að Jónbi er trommarinn í Brainpolice sko.

Jónbi Haukson var hinsvegar bóndakarakterinn í radíusflugunum . . man einhver eftir því/þeim ?

12:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

já þessar sem enduðu yfirleitt á 'kysstu mig' eða eitthvað slíkt.

Bryn.

12:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eftir höfðinu dansa limirnir.

Bryn

12:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Yes, the penises dance after the head, you know...

1:40 PM  

Post a Comment

<< Home