Monday, December 04, 2006

Síminn hans Guffa

inniheldur myndavél. Með henni náði hann þessari mynd.

Annars er ég að horfa á, einhverra óskiljanlegra hluta vegna, sjónvarpsmynd á Stöð 2. Hún heitir eitthvað eins og "Gröf Tútankamons konungs" og er held ég hreinlega versta Indiana Jones-kópía sem ég hef séð - og hef ég nú séð ýmislegt. Verri en "King Salomons Mines" með Richard Chamberlain og Sharon Stone, jafnvel mun verri en "Librarian" með Noah Wyle og Kyle Makklakklan.

Svo vond er myndin að tær unaður er á að horfa, enda er hinn rómaði Casper Van Diem í aðalhluttverki. Malcolm McDowell er vondi kallinn eins og venjulega. Hann hlýtur að vera með versta umboðsmann bíósögunnar, frábær leikari sem leikur undantekningarlítið í sorpi.

14 Comments:

Anonymous Nesi Rokk said...

Ég hélt að Malcolm McDowell væri lélegasti umboðsmaður sögunnar?? Annars horfði ég á Criminal Minds á RUV í gær með hinum stórkostlega Mandy Patinkin, ég skemmti mér! þó ekki með Guggu og Friðriki Marra.

9:37 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

McDowell eða McLaren - hver er munurinn?

Annars man ég eftir Mandy, hann lék píanistann í Dick Tracy-myndinni. 88 keys var hann kallaður sökum atvinnu sinnar.

Jú, hann Friðrik ómar um allt.

10:11 AM  
Blogger Elvar said...

http://vg.is/default.asp?page_id=6177


koma svo Ingvar

2:32 PM  
Anonymous Kiddi said...

ég sé enga mynd.. fæ bara eitthvað stafarugl.

2:36 PM  
Blogger Gauti said...

Það er bara af því þú átt "makka" Kiddi minn . . fín mynd af henni Dilönu þarna.

2:56 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Þessi síðasta setning hljómar eins og MacDowell sé með blæti fyrir sorpi.

Verður þó að viðurkennast að 'Original Gangster' er ógurlega góð...

3:20 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Einar - þú ert að meina Gangster #1. Frábær ræma - en ég er jú farinn að halda að Malcolm sé með bíóruslsblæti.

En, Kiddi, fyrst þú sérð ekkert, þá er þetta mynd af Dílönu standandi uppi á grindverkinu fyrir framan sviðið á efri hæð Döbbans. Sultufínt móment.

Elvar - fyrr bora ég í hnéskeljar mínar en að fylla þetta út. Takk fyrir það.

5:07 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Jú, mikið rétt. Hin var einhver blaxploitation mynd sem ég sá einhverntíman...

5:27 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Flokkast það ekki undir "post-blaxploitation"? Síðblökkustefna...

Sá OG aldrei. Var eitthvað varið í hana?

6:26 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Svona álíka mikið og að horfa á málningu þorna.

Sem þó er skemmtilegt með réttum efnum.

11:49 AM  
Anonymous þórey Inga said...

Ekki það að ég sé eitthvað smámunasöm, en heitir hann ekki Dien??
Horfði einnig á þessa stórkostlegu mynd ( báða hlutana nota bene). Það var líka svo gaman í hasaratriðunum þegar allt fór í slow-motion, svona til að gera þetta meira spennandi!!!
Hann var nú ágætur í Starship Troopers og er einmitt von á mynd númer 3 í þeirri seríu!!!
Ég er samt alveg sammála þér með það að hann hljóti að vera með ömurlegan umba!!!
Hann er svo sætur að hann ætti nú að vera fá eitthvað meira bitastætt!!!
Kannski vill hann bara setja mark sitt á Hallmark!!!

12:37 PM  
Blogger Gauti said...

Hann er einmitt giftur prinsessu þessi Casper von Dien og gerði um það veruleikaþáttaröðina "married to a princess" !

vont vont vont

en jú Starship troopers var fín !
hún er ofarlega á sunnudagaþynnkuglápslistanum

8:20 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Ég sé, frekar en Kiddi, ekki rassgat. Og ári finnst mér það lélegt að síða hjá Vodafone sé það illa af guði gerð að maður þurfi að vera með ákeðna tegund af tölvu eða stýrikerfi til að sjá hana. Menn rekast ekki mikið á síður sem er bara hægt að skoða á Makka...

9:55 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vodafone-síðan er mjög örugglega ekki af Guði gerð.

Jú, hún er ill í MAkka, en ég er samt skotnari í Vodafone en Símanum.
Áfram Vodafone.

11:00 AM  

Post a Comment

<< Home