Friday, December 15, 2006

Sprellar á lofti

Lék og söng með Stebba litla Stuð í gær. Einkar gaman, sérstaklega af því að Eysteinn í Syntax Error mætti á svæðið með hristur og gjöll og lék með oss af miklum móð. Siðrekur glæpón mætti á svæðið og héldum við til veislu á ónefndum stað eftir gigg. Þar var margt um manninn og hápunkturinn var eflaust þegar landsfrægur grínisti steig á stokk og sveiflaði sprellanum framan í fólk. Gersamlega unpayable.

Ekkert spil um helgina, svo legið verður í víddjói og verzalaðar jólagjafir. Í þessum skrifuðu orðum er Sveppur hinn eldri að kveikja á Lock, Stock o.s.frv.

Jibbíkóla.

Lag dagsins er Drumbone með Blue man group.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvaða landsfrægi grínari var það?

Bryn forvitna.

7:08 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bannað að segja. Enginn úr Radíus, samt.

2:21 PM  
Anonymous Haukurinn said...

"Eysteinn í Syntax Error" ??? Hvað í ósköpunum á það bull að þýða? Syntax Error var stofnuð fyrir 23 árum síðar í innbænum á Akureyri, og leið undir lok fyrir 22 árum síðan í innbænum á Akureyri, og það var aldrei neinn Eysteinn í bandinu.

8:35 PM  

Post a Comment

<< Home