Sunday, December 03, 2006

Sunnudagskjaftæði

Var að koma úr Húsasmiðjunni, hvar hálf þjóðin var að kaupa jóladrasl. Agalega leiðinlegt. Jólaundirbúningur er bara hreinlega eitt það leiðinlegasta sem ég veit, nema hvað mér finnst svaðastuð að kaupa jólagjafir handa mínum nánustu (mínum nánösum).

Hvað um það, drulluþreyttur eftir þriggja kvölda spilerí. Trúbb á fimmtudaginn og Swiss á efri hæð Dubliner í gær og fyrradag. Ansi hreint pakkað og mikið um gesti og að öðrum ólöstuðum var mest gaman þegar Magni kom með Dilönu, vinkonu sína og þau spiluðu og sungu með oss í miklu meira en klukkutíma. Staðurinn auðvitað stappfylltist og röðin náði, að sögn dyravarða, út að Einari Ben. Dyraverðirnir sögðu mér svo líka að Toby hinn ástralski hefði mætt, en hreinlega ekki komist upp á efri hæð sökum mannmergðar. En mikið svakalega var gaman að þessu og vil ég þakka Magna kærlega fyrir innlitið.

Eitt finnst mér þó agalegt - sökum einhverra reglna um hávaðamengun er nú bannað að hafa gluggana á Dubliner opna, sem stuðlar að gríðarlegri köfnunartilfinningu starfsfóks og pottþett talsvert aukinni hættu á lungnakrabba. Lagast þó örugglega eitthvað þegar reykingar verða bannaðar á sæsta ári, en ég held ég kafni pottþétt áður.

Ekki meira að sinni, veriði sæl og snæðiði snæri.

12 Comments:

Blogger Jon Kjartan said...

Þetta gerir endanlega útslagið með það að Dubliner er nú endanlega óhæfur til íveru af heilbrigðisástæðum - svona þangað til þeir banna reykingar. Sem þeir, fjandinn hafi það, verði að gera! Það er enginn loftræsting og bannað að opna glugga! Segir sig bara nokkuð sjálft að þetta getur ekki gengið.

1:20 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Já, ég held ég hafi aldrei komið inn á verr loftræstan stað en Dubliner. Og þetta var á meðan það mátti enn opna glugga. Nú get ég ímyndað mér að þetta sé ansi banvænt.

8:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu hvern er verið að vernda með þessu gluggalokskjaftæði????
Er ekki mikilvægara að geta andað en einhver smá hávaðamengun??
Hvað tegund fólks er það sem á íbúð nálægt flestum skemmtistöðum borgarinnar??
Ekki myndi ég kaupa þar ef ég ætlaði að fara sofa klukkan tíu á kvöldin með börnunum átta???

Bryn.

9:41 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, mér finnst þetta skrýtið. Svo, þar sem ég held að húsið sé friðað, má væntanlega ekki einu sinni taka glugga úr og setja loftræstistokk (eða hvað það heitir) í staðinn.
Mér finnst jú skrýtið að reyna að kæfa hinn almenna bargest til þess að íbúar í næstu húsum (sem einmitt eru ekki til staðar, það eru engin íbúðarhús í næsta nágrenni) geti sofið.
Hinsvegar þekki ég ekki reglurnar alveg, veit bara hvað dyraverðirnir hafa sagt mér.

Betra er rokk en köfnun. Ætti að vita það, fékk noðg af hvoru tveggja um helgina.

10:52 AM  
Anonymous Anonymous said...

Verðum við ekki að skrifa einhverjum og fá þetta á hreint?
Þó ekki nema bara til að vera viss um að staðarhaldarar séu ekki að reyna fyrir sér með Belzen búðir II.

Bryn.

11:28 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég kem til með að spyrja Hönnu, rextraraðila Dubliner, út í málið á vikulegum fimmtudagsfundi okkar í vikunni. Vona að þetta sé einhver misskilningur, því þetta er jú ótækt - en þó ekki við hana að sakast, sé þetta rétt. Hún Hanna er nefnilega ágætiskerla og ekkert út á hana að setja.

11:42 AM  
Blogger Gauti said...

Svo er líka bara tímaspursmál hvenær efri hæðin fer í hausinn á fólkinu á þeirri neðri sökum stuðs á þeirri fyrrnefndu . . þetta hús var byggt fyrir alltof löngu og ekki með þetta hoppandi stuð í huga . . enda sést það á bitanum í loftinu á fyrstu hæð.

4:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, dyraverðir höfðu orð á þessu á föstudagskvöldið - hæðin dúaði allsvakalega og annar hátalarastandurinn hefði farið á hliðina, hefði ekki verið fyrir einhvern góðan mann sem greip boxið og ýtti til baka.
Eitt sinn fór kona nokkur í gegn um gólfið með löppina - það er svo langt síðan að það hlýtur að fara að gerast aftur. Ég bíð spenntur.

Eníhjú, það er samt oft á tíðum ógeðslega gaman að spila þarna.

4:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

jólin eru bara leiðindi nema að ég hlakka til að sjá í hvernig stuði þú hefur verið þegar þú keyptir handa mér jólagjöf.
Hún má vera bæði flott og dýr.
Til hamingju með tónleikana superingvar rokkstar. Skildist reyndar á tónleikagesti að það hebbði verið stöð.
Mér skilst að einhverjum hefði líkað svo vel við pælingu mína að taka jólum með stóískri ró, éta bara hangikjöt og makkíntoss og drekka rauðvín, öl og gin og horfa á Alien seríuna að ég fæ væntanlega ekki að vera einn við þessa iðju, einhver pakk-ur að norðan ætlar söður.
kveðja, stoltur deltagere í forvali VG.

5:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, mest væri nú gaman ef þið kæmuð bara heim til mín í mat á aðfangadaxkvöld. Gætum haft rjúpur og annað ket í bland, rauðvín og landa, hass og tréspírítus.

7:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það væri nú aldeilis jólaljósastemning. Hins vegar átt þú ekki rjúpur, bara við.
Sem þýðir að þú verður bara að drekka þinn tréspírítuss með þínum svínahamborgara....
Og þú verður ekki að horfa á Alien seríuna því þú ætlar að lána mér Alien og Aliens því ég á bara no 3 og 4.
Þú getur bara horft á "þegar trölli stal jólunum" með þinni famílíu, væni.
En við heyrumst og ég vona að þú hafir það sem þægilegast, herra supernóa.
Arnar

10:46 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert bæði kommi og hommi.

2:17 AM  

Post a Comment

<< Home