Wednesday, December 06, 2006

Tielman-bræðurnir

Pjetur heitir maður og er Stefánsson (já, Pjetur, ekki Pétur) - sá hinn sami og samdi lagið Ung og rík. Skrýtinn og skemmtilegur karl.

Hann kom í verzlunina áðan og benti mér á þetta.

Alger schnilld, annar gítarinn tjúnaður langt niður (eitthvað sem þekkist ekki fyrr en löngu eftir að þetta var tekið upp) og stælarnir áratugum of snemma. Þessir rokkarar voru langt á undan sinni framtíð, beint úr indónesíska fátækrahverfinu í Haag. Þetta er nýtt uppáhaldsband hjá mér.

Njótið.

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

var að lesa aftur i timann hjá þér og man nu ekki betur en við hefðum verið hálf og heil fullir á fimmtudagskvöldið, þannig að þú spilaðir bara fös og laug, og þvílík kvöld

Viddi litli

6:52 PM  
Blogger Gauti said...

sjifft hvað þetta er töff . . einhver "langa sela og skuggana" fílingur í þessu samt . . eða þeir hafa verið smitaðir af þessu semsagt

8:06 PM  
Blogger Gauti said...

en var það ekki annars "ung, gröð og rík (með fullt af seðlum)" ?

svo var annað lag líka :
16 ára/ með loðinn nára . .
full í baði/ fiskispaði !

8:14 PM  
Anonymous Sævar said...

Gauti þú ert að rugla saman, ung gröð og rík Pjetur Stefáns og full í baði fiskispaði var Oxmá.

8:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

The Tielman Brothers yndislega gamlatímalegir í holdum með brjálæðislega mikla lífsorku og stuð í æðum, þetta er bara gargandi sgnillld!
Frábært þegar trommarinn slær á gítarinn og fer svo hamförum í restina.


Oxmá var með 13 ára hálfbera stúlkukind í myndbandinu með þessu full í baði lagi, ógleymanlegt!
Álíka einmitt ógleymanlegt og Ung gröð og rík lagið.

Bryn.

8:53 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Lagið hét samt bara Ung og rík - þeir höfðu vit á að sleppa "gröð"-partinum í titli lagsins, þó svo það hafi verið í textanum.
Má til gamans geta þess að hinn höfundur lagsins er Halldór Bragason, best þekktur sem Dóri í Vinum Dóra.

Viddi - þetta er rétt, ég spilaði ekkert fimmtudagagskvöldið. Man það núna. Það var samt gaman.

10:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

é á ammli í da,
é á ammli í da,
é á ammli núúúúna!
é á ammli í da.

é 29ár í da,
é 29ár í da,
é 29ára núúúnaaa!
é 29ár í dag.

Bryn.
P.S. í dag eru 26 ár síðan Lennon var skotin.

11:32 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Hei, til hamingju Bryn. :)

12:02 PM  

Post a Comment

<< Home