Sunday, December 31, 2006

Völvuspá Sveins!!!

Sökum ekki einnar einustu áskorunar birtist hér VÖLVUSPÁ!!!

Árið 2007 mun þjóðin fagna, og það strax í ársbyrjun, aftöku Saddams Hússeins með flugeldsýningum, brennum og partýum í hverjum kofa. Mun gleðin standa fram á morgun.

Ingvar Valgeirsson mun verða ráðinn sem fimmti meðlimur Nælon til að peppa upp á kynþokka sveitarinnar.

Í ljós kemur strax á Þorranum að skalli Steingríms Joð er ekki ekta og munu Vinstri Grænir missa talsverðar vinsældir (eða eins og Sigmundir Ernir kallar það "gjalda afhroð") í kjölfarið.

Þátturinn Rockstar:Doors mun njóta gríðarlegra vinsælda hérlendir sem úti vegna þáttöku tveggja landa vorra; Geirs Ólafs og Friðriks Þórs Friðrikssonar. Völvan sér ekki fyrir hver úrslitin verða vegna þeirra óvissuþátta sem íslenskt sím-og netkerfi valda.

Miklar breytingar verða í íslenskri pólítík á vormánuðum. Völvan sér fyrir þingmannaskipti og breytingar í ríkisstjórn í sirka maí. Ekki er vitað hvers vegna, en þetta er alveg satt, sanniði bara til!

Íþróttamaður ársins lætur lífið er hann verður undir verðlaunabikarnum.

Sökum hræðslu við reiði múslimasamfélagsins verður áfengi og svínakjöt bannað og jól og páskar lögð niður. Ramadan verður tekin upp, skömmu áður en við ráðumst inn í Færeyjar.

Sylvía Nótt verður kjörin formaður Samfylkingarinnar með yfirburðum. Kristján Hreinsson gersamlega klikkast.

Hætti ég þá þessu bévítans bulli og segi bara

GLEÐILEGT ÁR

og takk fyrir rifrildin á árinu sem er að líða.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Engin gleðileg tár sem falla af hvörfum mínum vegna morðsins á Saddam.
Gleðileg tár samt, fyrir þig og aðra blámenn, svona fram í mai.
Arnar

6:04 PM  
Blogger Gauti said...

Gleðilegt ár og takk fyrir gamla Ingvar minn . . megirðu bulla meira á þessu ári en hinum á undan :)

4:16 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Arnljótur minn, tárfellingar vegna ógæfu vinstri manna verða meiri eftir kosningar. Þá er nefnilega hætta á að Skallagrímur komist í stjórn, og þar sem hann hefur engar raunhæfar hugmyndir varðandi stjórnun landsins kemur hann til með að klúðra öllu á sama hátt og hann gerði síðast þegar hann komst í ríkisstjórn með tilheyrandi skattahækkunum og viðbjóði. Þá var minna gaman að lifa en í dag. En höfum ekki of miklar áhyggjur, sú stjórn springur væntanlega fljótlega, enda hefur engin vinstri stjórn getað setið heilt kjörtímabil. Ekki satt? Svo sást nú í Kryddsíldinni allglögglega að stjórnarandstöðubandalagið er nú ekki alveg skothelt.

Gauti - takk sömuleiðis.

5:18 PM  
Anonymous Svenni said...

Gleðilegt nýtt á og þakka ég þér fyrir það gamla

6:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að þetta með íþróttamann ársin eigi eftir að rætast hjá þér kæra völva, þessi bikar er fáránlega mikið ferlíki.

Bryn.

Gleðilegt ár enskan mín.

9:10 AM  

Post a Comment

<< Home