Friday, January 05, 2007

Bíógetraun og bleble

Komiði sæl. Mikið varð ég nú glaður að sjá þetta. Það minnkaði móralinn vegna síðasta fyllerís. By the way, ef einhver rekst á sjálfsvirðingu mína, góðfúslega komið henni til skila. Sást síðast á Hótel Íslandi 30.12.06.

Annars er kominn tími á bíógetraun og spurt er um leikara.

Hann hefur leikið skæðan óvin frægrar persónu úr bíóheiminum, sem og óvin frægrar teiknimyndasögupersónu í sjónvarpsþáttum. Svo átti hann að leika sjálfur eina teiknimyndapersónu í sjónvarpsþáttum, en var látinn fara á síðustu stundu.

Hann er ákaflega trúaður maður, kristinn, og er það honum mikið hjartans mál.

Hann hefur vakið athygli fyrir útlit sitt, sem er allsérstakt.

Hann hefur leikið á móti Clint Eastwood.

Hann hóf ferilinn í sjónvarpi upp úr 1960, en hefur lítið leikið síðustu ár vegna veikinda.

Hver er kallinn?

Þessi var nú skítlétt...

Vil benda á að skyldumæting er á Dubliner í kvöld, sem og annað kvöld, hvar við í Swiss munum rokka úr okkur miltað. Góðir gestir væntanlegir og velkomnir í hvívetna.

Skoðið svo niðurlag þessarar bloggfærzlu hjá einhverjum manni, mér ókunnugum. Síðasta málsgreinin er fyndin.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta er batman

3:10 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Nei, þetta getur ekki verið Adam West. Hann er með teiknimyndapersónu - meira að segja sjálfan sig - í Family Guy.

Mér dettur helst í hug að þetta sé Gene Hackman.

1:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er að sjálfsögðu Heeeemmi Gunn!

Bryn.

1:14 PM  
Blogger Bjarni R said...

Richard Kiel!

1:21 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bjarni Randver klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er að sjálfsögðu enginn annar en Richard Kiel, betur þekktur sem Jaws í Spy who loved me og Moonraker.
Hann lék líka vondan kall í Phantom-þáttunum í sjónvarpinu í denn og átti að leika Hulk.

Vel gert, Bjarni, og áttu inni hjá mér öl í verðlaun!

6:26 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Ókey, meikar meira sens. Gene Hackman ekkert sérstaklega sérstakur í útliti. En hann er samt víst hættur að leika. Og hefur leikið skæðan óvin og á móti Eastwood.

2:49 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vissuði að Gene Hackman ætlaði að leika Hannibal Lecter? Hann keypti meira að segja kvikmyndaréttinn að Silence of the Lambs (Hangiket heldur kjafti) með aðalhlutverk og leikstjórn í huga. Hætti svo við. Restin er sagnfræði.

Annars er minn uppáhalds-Hackman presturinn í Poseidon Adventure.

12:38 PM  

Post a Comment

<< Home