Tuesday, January 16, 2007

Bjarni rúlar!

Ég taldi mig hafa sett upp öflugustu getraun mína frá upphafi, en Bjarni Randver saug hana í aðra nösina og fór létt með.

Sá sem spurt var um er Richard Burton, réttu nafni Richard Walter Jenkins Jr. Hann ólst upp á fátæku heimili í Pontrhydyfen-þorpinu í Wales, hvar welska var töluð.

Hann fékk aldrei Óskar, en 1970 var hann tilnefndur. John Wayne fékk styttuna, en rétti Burton hana með þeim orðum að hann ætti hana frekar skilda.

Eftir að sonur hans lýsti löngun sinni til að sjá pabba gamla leika byssuhetju var sjálfur Alistair MacLean fenginn til að skrifa Arnarborgina, Where Eagles dare, sérstaklega til þess að Burton gæti leikið Schaefer. Hann skrifaði bíóhandritið og bókina samtímis, en þetta var hans fyrsta kvikmyndahandrit, en þó langt frá því það síðasta. Titillinn var fenginn úr Ríkharði þriðja: "The world is grown so bad, that wrens make prey where eagles dare not perch". Grínið var að sjálfsögðu Richard III - Richard Burton. Skiljiði?

Ungi sölumaðurinn sem hann hitti í flugvél á leiðinni til Kaliforníu - Kevin Kostner.

En að öðru - ein af mínum uppáhaldsbíómyndum er Sunset Boulevard. Í dag eru einmitt 56 ár síðan hún fékk Golden Globe-verðlaunin, þau fyrstu sem veitt voru.
Við þá götu verð ég vonandi eftir tæpa tvo sólarhringa. Ætli húsið í myndinni standi enn - og ætli William Holden sé ennþá feis dán í sundlauginni?

6 Comments:

Anonymous elzti vinur þinn said...

Been there, done that ;o)

Mundu bara að kaupa fyrir mig:

1 stk. afturgafl á 1973 Firebird
1 stk. afturstuðara á samskonar ökutæki

Smellir þessu bara í handfarangur...

-j

PS. ekki fara á vaxmyndasafnið á Hollywood Boulevard. Það sökkar!

8:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

ein pæling hérna...lagið lúftgítar er textin ekki para um mann sem er að leika sér með sinn tippaling?

..Eg togann og teyji ég beyglann og beyji hann er minn minn minn?

nei bara smá bæling sonnnna
kv, Brynzl.

9:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

smá stafavíxl þarna p-ið í para víxlast við b-ið í bæling og þá jafnast þetta út....ég er svolítið þroskaheft ekki mikið samt en aðeins.

kv,Bryn.

8:38 AM  
Blogger Gauti said...

mætti halda það . . en það þarf samt ansi mikið sjúkann mann til að beygla og beygja sinns eigins typpaling . . ég held að þetta sé bara um lúftgítarspil sko ;)

9:08 AM  
Blogger Gauti said...

. . en nú þarf hann Ingvar að fara að mæta og segja ferðasögu !

9:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sé hann búin í Baunalandi?

11:59 AM  

Post a Comment

<< Home