Monday, January 15, 2007

Enn ein leikaragetraunin, demitt!

Nú skal spurt um ógisslega flottan leikara, sem drap sig á ólifnaði. Reykti allt að fimm pakka á dag og drakk eins og svampur - þó ekki Sveinsson.

Bræður hans og systur voru eitthvað á annan tug. Fjölskyldan, sem talaði annað tungumál en ensku, var skítblönk. Það bjargaði okkar manni svolítið að kennarinn hans ættleiddi hann.

Hann fékk aldrei Óskarsverðlaun, þó svo að við eina Óskarsverðlaunaafhendinguna rétti sigurvegarinn honum styttuna með þeim orðum að honum þætti okkar maður eiga að fá hana.

Hann var einn hæst launaði kvikmyndaleikari heims um tíma. Svo vinsæll var hann að geysivinæll rithöfundur skrifaði kvikmyndahandrit og bók samtímis, bara til að hægt væri að kvikmynda hana með okkar manni. Sonur okkar manns hafði nebblega beðið pabba sinn að leika hetju í byssubardagamynd. Bíómyndin og bókin eru bæði löngu orðin sígild. Nafn bókarinnar og myndarinnar eru fengin úr Shakespeare-leikriti.

Eitt sinn sat hann í flugvél á leið til Kaliforníu (sem ég er einmitt að fara til á morgun). Við hlið hans sat ungur bandarískur sölumaður, sem hafði áhuga á að hasla sér völl í Hollywood. Okkar maður gaf honum góð ráð og hvatti hann til dáða, sem varð til þess að ungi sölumaðurinn hætti í vinnunni og á núna tvær Óskarsstyttur til að prýða heimili sitt. Hvoruga þó fyrir leik.

Um hvern er spurt? Svariði nú.

Annars er ég jú að fara til Ameríku í morges. Jú, Kalifornía, hír æ komm, að skoða nýjustu græjur.

8 Comments:

Blogger Elvar said...

Jude Law?

6:15 PM  
Blogger Elvar said...

já og góða ferð. Kauptu fyrir mig í ameríku eitthvað ætt, sem þú kemur í skyrtuvasa en inniheldur dagskammt af hitaeiningum.
Plíss
ha?

6:17 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki er þetta Jude Law. Ég skal kaupa brennivín í Bush-landi, ellegar nammiköggul, handa okkur.

6:25 PM  
Anonymous Anonymous said...

humprey bogart, svalur eins og addi valg...

7:02 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ekki er það Hömmfrey Bógart, onei...

8:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

MAn ekki fékk Connery óskar fyrir Untouchables,ef ekki þá er það hann
Viddi bró

10:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ónei, ekki er það Connery.

10:21 PM  
Blogger Bjarni R said...

Það ku vera Richard Burton! Hafðu góðar stundir meðal Kanverja.

11:35 PM  

Post a Comment

<< Home