Wednesday, January 31, 2007

Getraun enn eina ferðina

Nú, jæja. Til að byrja með má benda á að þar sem allir hlekkirnir eru óskiljanlegir hér til hliðar skulið þið bara skoða þá alla. Takk fyrir.

Eníhjú, leikaragetraun. Samt varla, sökum þess að umræddur leikari lék bara í tveimur myndum (auk smáhlutverks í sjónvarpsmynd) og fór svo að gera eitthvað allt annað. Hann var sumsé staddur á bar þegar honum var boðið hlutverk í bíómynd. Hann þáði það og vakti gríðarlega athygli um víða veröld og má segja að hann hafi slegið í gegn. Hann lék tveimur árum seinna þetta aukahlutverk í sjónvarpsmynd og svo voru honum boðnir litlir milljón dollarar fyrir að leika geimveru í bíó. Hann þáði það, lék geimveruna, hirti gróðann og síðan hefur hann ekki nennt að leika neitt, enda á hann nóg af peningum og fæst bara við ráðgjöf og hönnun.

Hann heitir Alfred og pabbi hans er frá Afríku.

Hver er maðurinn?

4 Comments:

Anonymous Kiddi said...

þessi var nú svo afskaplega auðveld að ég skammast mín eiginlega fyrir að svara þessu.

Jaye Davidson er maðurinn/konan.

1:02 AM  
Anonymous Svenni said...

huh???? ég er alveg mát sko búinn að skoða allt en skjótum á Alfred Molina þó svo að hann hafi leikið í nokkrum myndum bara skjóta eikkað í loftið....

1:19 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Kiddi tók þetta alveg. Jaye Davidson er jú maðurinn. Hann heitir réttu nafni Alfred eitthvað, pabbi hans er frá Ghana og hann lítur út eins og stelpa.

Hann lék áberandi hlutverk í Crying Game og geimveruna/sólguðinn Ra í Stargate. Fór svo að vinna við fatahönnun og tískuráðgjöf, enda snælduöfugur.

Til lukku, Kiddi.

10:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

hélt að þetta hfði verið andrés önd dammmn

11:44 PM  

Post a Comment

<< Home