Saturday, January 27, 2007

Kalifornía, part 2

Nú, jæja, þegar NAMM-hljóðfærasýningunni lauk á sunnudaginn stukkum við Haukur upp í rútu, eða öllu heldur langferðabíl, og brunuðum ásamt fleirum til San Diego. Þar fórum við í partý, öllu heldur veislu, í boði Taylor gítara. Átum á oss gat og spjölluðum við allskonar fólk. Svo fór mánudagurinn í skoðunarferð um Taylor-verksmiðjuna, hvar stofnendurnir sögðu okkur sitthvað um sögu kompanísins og sýndu okkur nýjustu græjur. Kom mér skemmtilega á óvart hvað Bob Taylor, einn stofnendanna og prímusmótor Taylor, er sniðugur kall. Til dæmis þróuðu þeir lofthreinsibúnað til að koma í veg fyrir að lakkið, sem gítararnir eru sprautaðir með, berist út í andrúmsloftið. Núna eru fleiri fyrirtæki farin að nota sama búnað, til dæmis Toyota og fleiri stórfyrirtæki. Svo er hann Bob bara einkar lítillátur og indæll kall, svona að mér sýnist - fyrir utan hvað hann smíðar viðurstyggilega góða gítara. Byrjaði við þriðja mann í einhverjum bílskúr, smíðaði sárafáa gítara á ári, skítblankur. Núna er þetta stórfyrirtæki, en hann er sjálfur með eitt herbergi í húsinu hvar hann og vinir hans smíða fáeina gítara á viku undir nafninu R. Taylor - þeir kosta meira. Gaman að því.
Áður en við Haukur fórum aftur til L.A. fengum við brasilískan skiptinema á reiðhjóli með aftursæti til að skutla okkur eilítið um borgina og sáum t.d. tvíburaturna, sem ég er handviss um að eru turnarnir sem Tom Cruise, öðru nafni Messías, stökk á milli í Mission Impossible þrjú - en mér fannst hún nú síst þeirra þriggja.
Svo fengum við bíl með sjóför til að skutla okkur upp til L.A., hvar við fórum snemma í hátt. Lögðum svo af stað eldsnemma á miðvikudaxmorgun frá L.A. til Phoenix, þaðan til Boston og svo ósofnir, illa lyktandi og eldhressir til Klakans.

Frasar ferðarinnar;

"Ha? Tólf tegundir?"

"Engan hef ég nú heyrt segja það!"

"Leiðinlegur, maður!"

"Hvar er Bob Dylan?"

Vonbrigði ferðarinnar;

Missa af Eddie Van Halen. Hann var að kynna einhvern signature gítar frá Charvel, sem er ÞRIÐJA fyrirtækið sem framleiðir fyrir hann sérstaklega, örugglega sístur þeirra þriggja. Mætti klæddur, lyktandi og bullandi eins og róni og varð sér víst allverulega til skammar. Kveikti sér svo bara í sígó á sviðinu, en eins og allir vita eru reykingar vægast sagt illa séðar í opinberum byggingum á stór Los Angeles-svæðinnu. Svona sem dæmi um hversu mjög hann er búinn að missa það er Van Halen búinn að bóka túr með engan söngvara enn og sextán vetra gamlan son sinn sem bassaleikara. Sammy og Michel Anthony úr Van Halen eru hinsvegar í fínum fíling bara að spila saman á klúbbum um USA og finnst gaman.

Svo var líka fúlt að komast ekki í sleik við John Taylor. Það hefði verið stuð.

Ekki orð um það meir!

17 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta var semsagt bara leiðindavinnuferð. Velkominn samt heim, bróðurómynd.
Og...þar sem ég hitti líka frægt tónlistarfólk í kvöld, þá sá ég Jónsa, Eirík, Heru og síðast en ekki síst, Pétur "the wizard" ekki of oz heldur kannski frekar of dubliners, en hann virðist aðallukkudýrið í ár. Ef hann breimar með er lagið komið í úrslit, tala nú ekki um ef hann dansar með! Við feðgarnir fórum semsagt á júróvísjónkvöld í Héðinshúsinu. Segðu svo að maður fylgist ekki með því sem er að gerast í bransanum. Heilbrigt og hresst íslenskt tónlistarfólk, ekki útbrunnir kanar...
AV

11:26 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

Ekki charvel held ég - heldur Fender.

1:48 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Mér fannst nú MI 2 alveg áberandi verst. Eitt skemmtileg og 3 líka. Fannst Woo-syndromið ekki að virka. En hey, mér finnst Broken Arrow líka ekki góð heldur. Svona er þatta bara en ekki taka mark á mér sem get alltaf horft á Roland Emmerich myndirnar aftur og aftur.

7:09 AM  
Blogger Elvar Geir said...

hú kers, bakkraddastelpan í bláa kjólnum var í of litlum kjól og naflin var áberandi djúpur

11:15 AM  
Anonymous jölli litlifrændi said...

Hahaha, ég tók eftir því...

Talandi um áberandi... Þá skína alveg leiðindin úr MI 2....

-WC

2:08 PM  
Anonymous Sævar said...

Jú Charvel held ég - http://www.charvel.com/

Fender eru ekkert að vinna með rónum. Núna. Yngvie Malmsteen er hættur að drekka.

10:20 PM  
Anonymous jón Kjartan said...

I stand corrected.

10:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Fender á Charvel. Skemmtilegt, því EVH sagðist fyrir um fimmtán árum aldrei ætla að vinna með Fender.

12:07 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Annars - Sævar, ertu Sævar hinn rauði ellegar Sævar hljóðmaður?

12:08 AM  
Anonymous Jón Kjartan said...

Hah! Djöfull hefði ég nú bara rétt fyrir mér! Charvel var í fyrra - nú fender, eða ef ég skil rétt; sér EVH vörumerki frá Fender. Sjá hér: http://namm.harmony-central.com/WNAMM07/Content/Fender/PR/EVH.html

10:39 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skrýtið - þá séu fender að gera EVH-gítara undir bæði Fender og Charvel-merkjunum. Jafnvel fyndnara er setning úr greininni sem þú bendir á "Eddie Van Halen has continuously evolved. His playing is as amazing now as ever, but his devotion to artistry, musicianship and songcraft has grown and matured all along the way." Skemmtileg setning í ljósi þess að hann hefur ekki gefið út neitt í tæpan áratug, ekki spilað opinberlega í þrjú ár (ef frá er talin þessi kynning) og virðist almennt vera að klúðra þessu og safna óvinum meðal tónlistarmanna. Breytir ekki því samt að hann var alveg æði fram til rúmlega ´90.

11:17 AM  
Blogger Gauti said...

Alveg magnað hvað þessi EVH gítar er samt ógeðslega ljótur . . það er eins og hann hafi verið í eigu unglings með engan smekk eða virðingu fyrir hljóðfærinu . . vantar í hann pickup og hvaðeina . .
Ég hef annars aldrei skilið menn sem vilja kaupa "tilbúið notaða" gítara fyrir meiri pening en nýja.

3:58 PM  
Anonymous Jón Kjartan Ingólfsson said...

Nei Gauti - ég skil þetta ekki heldur. Að menn séu til í að borga extra fyrir að einhver skemmi hljóðfærið áður en þeir fá það í hendur. Og þessi gítar er jú endurgerð gítars sem var í eigu unglings. EVH smeið sitt skrímsl um tvítugt. En for helvede ljótt.

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekkert .....ég er ekki unglingur og á ekki gítar...... en ég les Ingvar.....og ég er súúúúr.

Bryn.

8:41 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ef þú ert súr, vertu þá sætur. Svo söng Olga Guðrún hér í eina tíð og það á við enn.

Best er að vera súrsætur.

2:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Má taka fram að mér finnst EVH-gítarinn næstum því jafnheimskulegur og Keith Moon-trommusettið. Tvær 20" bassatrommur og urmull af 13" pákum. Bara jafnheimskulegt og Geir Ólafs!

2:27 PM  
Anonymous Anonymous said...

mmmmm eniga meniga ....jó nigga......allir röfl´um penigga sonur minn hlustar alltaf á það í bílnum Olga Guðrún fellur honum vel í geð.

Bryn.
P.S. Gott að það eru til gítarar og arabar sem og aðrir barir.

6:21 PM  

Post a Comment

<< Home