Thursday, January 25, 2007

Kominn heim í heiðardalinn

Var að skríða heim frá Ameríkunni, eftir að hafa eytt nokkrum dögum í L.A. og svo nokkrum í San Diego, sem þýðir einmitt hvalsköp. Skoðaði nýjustu græjur og skrifa nánari skýrslu í kvöld. Nú er ég farinn að sofa, enda ekki búinn að gera mikið af því síðustu vikuna.

Hér eru samt linkar á græjur sem eru verulega sexí. Vox-magnarinn til dæmis olli hreinlega standpínu á við það sem best gerðist í gagnfræðaskóla. Svo var annar Vox, ekki mikið síðri. Hann má skoða hér.

Meira síðar, góða nótt.

5 Comments:

Blogger Gauti said...

velkominn heim . . og gerðu þig reddí í aðra ferð . . verulega sexy þessi Vox-magnari bytheway

4:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

Velkominn heim. Flottir magnarar mar! Nú er að æfa sig, verða frægur, og fá sér svo Vox...

Il doctore

4:56 PM  
Anonymous Anonymous said...

Velkominn heim. Gott að "sjá" þig aftur. :)

Orgelið

7:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég legg til að þú geymir magnarana í plasti.

7:33 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Þessi Vox er ætlaður mér.

3:30 PM  

Post a Comment

<< Home