Wednesday, January 03, 2007

Áramótaheit

Nú sé komið að áramótaheitunum mínum. Hendi þeim hérna inn til að lesendur geti tekið til óspilltra málanna við að núa mér því um nasir ef (þegar) þau klikka.

Í alls engri sérstakri röð eru áramótaheitin þessi:

Drekka minna, reykja minna, éta minna og þá hollari mat, hreyfa mig meira, þ.e.a.s. eitthvað, æfa mig meira á gítarinn og reyna að drullast til að taka eitthvað af lögunum mínum upp svo fólk geti heyrt hvað ég er fokkings æðislegur.

Drekka minna-parturinn er þegar kominn í gang eftir að ég varð mér til skammar á síðasta fylleríi. Og því þarsíðasta. Tók alveg Stranglers á því. Hef ekki drukkið áfengi á þessu ári (fyndið að segja frá þessu eins og megaafreki á þriðja degi ársins 007), ekki reykt og meira að segja étið salat - og það sem meira er, fannst það bara svolítið gott. Ameríkan stæl-salat með beikoni og kjúklingi reyndar, en salat samt.

Svo er pælingin að jafnvel, ef maður sé í stuði, kaupa strigaskó og fara út að hlaupa. Koma blóðinu á hreyfingu og hressast. Í megnustu bjartsýnisköstunum, þegar maður missir algerlega sjónar á raunveruleikanum, sér maður fyrir sér einhvers konar líkamsrækt. Best er þó að reyna að halda löppunum á jörðinni og missa sig ekki.

Ef vel gengur verður kannski útúrhress Ingvar sem byrjar árið 008. Hver veit?

Skoðið svo þetta til að komast í gott skap.

15 Comments:

Anonymous Svenni said...

Ég skal koma með þér út að hlaupa ef að áhugi er fyrir því

4:35 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég ætlaði nú bara að hlaupa kringum Vesturbergið af og til, en þú ert hjartanlega velkominn!

4:40 PM  
Anonymous Einar Ágúst said...

Nei nú er fokið í flest öll... Ertu búinn að panta tíma hjá lækni? Vonandi er þetta ekki smitandi...sjitturinn titturinn

8:23 PM  
Anonymous jölli litlifrændi said...

Já, ég er með svipuð áramótaheit og þú...djók, mín eru spila á gítar og munnhörpu meira og kaupa mér boxleik í playstation, tíhí

11:07 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég vona að þú hafir ekki orðið þér til skammar sökum ölvunar, krakkaskrípi. Þar sem þú ert bara fjórtán vetra (fourteen year old virgin) þá rétt vona ég líka að þú sért ekki byrjaður að reykja, þó maður viti aldrei með þetta útálandilið. Svo ertu jú hættulega nálægt Selfossi...

11:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar minn, þú veist ekki hvað þú ert að fara út í með það að biðja okkur um að núa heitunum þér um nasir á árinu. Ég verð gersamlega óþolandi þar...tíhí.

Annars líst mér feikna vel á þetta og hef bullandi trú á að þér takist þetta allt og rúmlega það.

Bar8kveðjur
Orgelið

11:53 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Einhvernvegin hef ég samt gríðarlega áhyggjur af "éta"-pakkanum...

Át samt kjúklingasalta með beikoni og fullt af hollu drasli í kvöldmat í gær. Smeið það sjálfur og allt. Kerlingin sagði að það hefði verið rosagott, enda væri annað óeðlilegt, það var sirka helmingi dýrara í smíðum en piparsteik með gufusoðnu grænmeti á ristabrauði, sem er annar uppáhaldsréttur.

10:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ertu ekki aðeins komin á undan þér með því tala um hr.Ingvar Fittfjarðanes 008 þegar 007 er rétt að hefjast?
Annars er ég alveg til í að hlaupa með þér og Svenna í kringum Vesturbergið af og til á árinu, það er sjálfsagt skemmtilegt áhorfs.
Kanski getum við tekið það upp á video líka??

Bryn.

12:29 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Oj bara...

12:39 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Já... ég hét því að drekka ekki kók á árinu og hef staðið við það. Hvað varðar hreyfinguna þá er hún ekkert alltaf nauðsynleg, nauðsynlegast er að hætta ekki að borða, en breyta um mataræði og éta minna en áður - take it from me, ég er búnað missa heimilislegu bumbuna sem þú hrósaðir í fyrra, heil 16 kg á síðasta ári. En var ég spriklandi eins og fáviti? Nei.

2:54 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Nei, en samt eins og fáviti... híhíhíhíhí.

4:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það breytir því ekki að það gæti verið gaman að sjá Ingvar hlaupa í kringum Vesturbergið.
Ég er nú engin feitabolla og samt stunda ég enga skipulagða líkhamsrækt.... fyrir utan að halda á þrettán kílóa syni mínum sem er enn ekki farin að ganga, elda mat, taka úr vélinni, fara í fjósið og taka upp kartöflur einu sinni á ári.

Bryn.

10:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

"þrettán kílóa syni mínum sem er enn ekki farinn að ganga, elda mat, taka úr vélinni, fara í fjósið og taka upp kartöflur einu sinni á ári"

Helvítis harka er þetta í sveitinni. Hvað er drengurinn gamall, tæpra 2ja vetra? Og ekki farinn að taka úr vélinni og fara í fjósið!

Tíhí
Orgelið

12:03 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, hvusslax krakki er þetta eiginlega?

Ég hef reyndar séð hann, þetta er dúllustrákur.

11:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hann er nú bara eins árs rétt rúmlega greiið, gefum honum eitt ár í þetta.

Bryn.

9:01 AM  

Post a Comment

<< Home