Monday, January 01, 2007

Skaupið...

var fargings æðislegt.

Öfgahægriskaupið er líka fínt.

18 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þeim sem komnir eru á og yfir miðjan aldur fannst skaupið fargíng ömurlegt, enda þolir þessi aldurshópur ekki jón gnarr. Yngri hópnum fannst það - að mörgu leyti - fínt.
Sjálfur er ég að nálgast miðjan aldur, enda ætla ég að verða ríflega tíræður, og margt var fyndið, margt var minna fyndið.
En ég er verí verí ánægður að spaugstofan fékk ekki að leika lausum hala um áramótin eins og undanfarna áratugi.
Þetta Heimdellingarbull var sumt fyndið, annað ekki.
Svona svolítið "hátt hreykir heimskur sér" dæmi. Svo nennti ég satt að segja ekki að lesa það allt því þetta var svo helvíti langt og þá er það löngu búið að missa marks...
...og lýk ég þessari klausu.
Arnar

1:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

http://hux.blog.is/blog/hux/?nc=1#entry-96004
Sá þetta blog hans Péturs á mbl.is og þar eru komment um áramótaskaupið.
Man þegar Siggi Sigurjóns stýrði því fyrir löngu og var spurður hvort hann væri kvíðinn..
Hann sagði að ef fólki fyndist skaupið lélegt myndi vera skrifað um hvað það væri lélegt alveg fram í mai. Og ef fólki þætti það gott yrði skrifað um hvað það væri lélegt alveg fram í mai.....
AV

1:30 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Mér fannst allflest í skaupinu mjög fyndið og sterkur leikur að fá Hugleik með í hópinn.

Ég dáist að öllu skaupgerða-fólki því það þarf örugglega sterk bein í að þola gagnrýnina í kjölfarið. Fyndið líka og dæmigert fyrir litla þjóðartetrið okkar að hafa alltaf svona sterka skoðun á árlegum gamanþætti. Það er svo erfitt að alhæfa "gott" eða "vont" skaup því það er ekki hægt að gera skaup sem þrjár eða fjórar kynslóðir hlæja að í einu eða sem höfðar til alls mögulegs húmors.

Ég er sammála því að láta ekki Spaugstofuna sjá um það en þeim mun skemmtilegra að láta einstaka liðsmenn þeirra leika þá stjórnmálamenn sem þeir leika best.

2:14 PM  
Blogger Gauti said...

Eldri hópurinn skilur ekki Jón Gnarr, tekur hann bara alvarlega og það einmitt gerir hann bara enn fyndnari . . Jón Gnarr er Andy Kaufman íslands.

Ég hló helling að þessu skaupi . . man ekki eftir að hafa hlegið almennilega að skaupinu í mörg ár.
Meira svona !

4:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

eh, hm, ..., átti þetta að vera skaup?

12:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég held að félagar í Anonýmusafélagi Íslands hafi það fyrir reglu að vera stuttorðir - en ekki endilega alltaf gagnorðir.

Orgelið

1:47 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, og í síðasta tilfelli húmorslausir.

1:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já já, kannski var skaupið fyndið, en mér fannst Opinberun Hannesar fyndnari...

10:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, er ekki bara kominn tími á þetta ríkisgrín?

10:23 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það þykir kurteisi að kynna sig.

10:53 PM  
Anonymous Anonymous said...

hei förum í leikinn hver er maðurinn og reynum að geta hver anonymousin er að þessu sinni.

Ég giska á dónalegan ungling með greind á bilinu 60-80 , það þrengir kanski ekki mikið hringinn því það eru all margir af þessari sort á Íslandi í dag.
Til að þrengja þetta frekar giska ég á að hann sé karlkyns að þessu sinni.
Hvað segirðu Anony er ég nærri lagi?

Brynhildur.

12:01 PM  
Anonymous Anonymous said...

Honum fannst Opinberun Hannesar fyndin svo að þetta hlýtur að vera hægrimaður....

Hvað segirðu, Ano?

Orgelið

2:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er með í leiknum.

Mér sýnist að greiningin til þessa sé algerlega á villugötum. Ég held að þetta geti ekki verið einn maður heldur a.m.k. tveir.

Sá sem segir að kominn sé tími á þetta ríkisgrín er trúlega hægri maður.

Sá sem segir að sér hafi þótt opinberun Hannesar fyndnari virðist reyna að gera lítið úr skaupinu með því að segja það lélegra en pólitískur grínþáttur sem almennt var talinn ófyndinn -- sá er trúlega vinstri maður.

Ég held að það sé rétt að hér sé/séu unglingar/unglingar á ferð. En í ljósi þess að hann/þeir getur/geta barið saman óbrengluðum setningum, þröngt skilgreint, þá sýnist mér augljóst að greindin sé yfir meðallagi (þetta byggi ég á reynslu minni af kennslu).

Viðkomandi er/eru ekki húmorslaus/húmorslausir heldur hefur/hafa eins konar Jóns Gnarr raunveruleikahúmor af því tagi sem réð ríkjum í skaupinu, sem aftur styður að um sé að ræða ungling/unglinga.

Der gute Doktor

8:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

En ef hann/þeir hafa húmor eins og Jón Gnarr af hverju líkaði honum/þeim þá ekki skaupið??

Annars hef ég aðeins eina spurningu um hið árlega skaup hvort sem það er gamansamt eða ekki
AF HVERJU Í AND........ þarf það að kosta 40 MILLUR?
Ég hef hlegið af ódýrara gríni.

Brynhildur.

10:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

P.S. Der gute Doktor ert þú nokkuð anonymous?

Bryn.

10:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ef hann/þeir hefur/hafa húmor eins og Jón Gnarr þá líkaði honum/þeim skaupið --út á það gengur þá húmorinn samkvæmt kenningunni --ólíkt mér sem líkaði ekki skaupið.

Der gute Doktor

P.S. Nei, ég er hér undir gagnsæju nafni.

11:37 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég hef ekki séð Opinberun Hannesar, en miðað við lýsingar má gefa sér það að þeim sem líkar hún sé ekki endilega hægrimaður, heldur smekklaus bjáni. Ég þekki ótrúlegt magn af fólki sem gafst upp á henni - reyndar má segja það sama um Myrkrahöfðingjann. Las hinsvegar söguna um Hannes, hún var ágæt. Er í smásagnasafninu Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, bráðskemmtileg bók.

11:08 AM  

Post a Comment

<< Home