Sunday, January 14, 2007

Tónabandið rúlar!

Við strákarnir í Tónabúðinni lékum í gær á skemmtilegum tónleikum hjá Samhjálp. Valdi, félagi minn hjá Samhjálp, gabbaði okkur til að leika á styrktartónleikum fyrir foreldra tveggja ára stráks, sem er erlendis í krabbameinsmeðferð - mönnum er jú ekki siðferðilega stætt á að segja nei við slíkri beiðni, auk þess sem við bjuggumst fastlega við að þetta yrði bara gaman, sem og það var.

Þarna kom fram slatti af góðum tónlistarmönnum úr Jesúgeiranum t.d. Edgar Smári og Erdna Varðardóttir, hvort tveggja eðalsöngfuglar. Verð þó að segja að hún Regína Ósk stóð upp úr, enda ekki hægt að keppa við svoleiðis. Hún er bara einfaldlega best í gervallri veröldinni og þó víðar væri leitað. Enda var ég feginn að lagið sem ég söng (Little Wing) var á dagskránni á undan hennar atriði.

Svo fór ég niður á Dubliner og lék þar ásamt strákunum mínum í Swiss. Er óhætt að segja að það var ekki jafngaman né jafngefandi, en það er engan veginn hljómsveitarfélögum mínum að kenna, þeir eru æði. Sumir gestanna voru það hinsvegar ekki. Sumt fólk á bara einfaldlega ekki að fá að drekka áfengi - eða ganga laust.

Annars var ég að hugsa um að gera stuttmynd. Han Elmar, félagi minn, er mikill Yatzy-spilari og er á leið á stórmót erlendis að keppa í þessari skemmtilegu íþrótt. Mun myndin fjalla um þáttöku Elmars á Yatzy-mótinu.

Titillinn - jú, Elmar í Yatzy.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég vona að vænn styrkur hafi komið inn fyrir fjölsk unga drengsins sem þjáist af krabbameini. Sá þetta reyndar ekki auglýst en það voru fleiri styrktartónleikar í gær, t.d. fyrir Danny Pollock og Hellinn sem fengu umfjöllun i blöðum og útvarpi.
Breytir því ekki að þetta var fallega gert hjá ykkur.
Annað hvort hefur þú ekki verið í stuði eða mikið gengið á á Djúfliners því ég hélt að menn væru ónæmir fyrir fullum byttum eftir átján ár í bransanum - á sama stað -.
Elmar í Yatzy er snilld. Þú ert bara sneðugur...
Óska honum Elmar í Yatzy velfarnaðar á þessu stóryatzymóti.
Svei mér þá, ekki vissi ég að það væru yatsy nördar á playstationöld.
Arnar

9:04 PM  
Anonymous Jón Kjartan said...

ái... þetta er blátt áframt sársaukafullt. el mariachi... Ég set þig í eitthvað svívirðilegt skítverk á morgun í refsingarskyni. En sammála annars - við vorum alveg í lagi en fjarri því jafn góðir og Regína.

10:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jón - við vorum ekkert í lagi, við vorum fargings frábærir! Regína var bara betri.

11:38 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Og ég vil taka fram að ég á ekkert í þessum Yatzy-brandara. Held að Geir nokkur Magnússon glæzimenni eigi hann alveg sjálfur.

11:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Han Elmar, var hann nokkuð í Stjörnustríðsmyndunum?

12:58 AM  
Blogger Gauti said...

Star Wars 7
Han Solo er ekki solo lengur . . Han Elmar kemur honum til bjargar með geisla-yatziteningum

7:37 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eldri sonur minn átti að heita Hans Óli, en mamma hans vildi það ekki. Því var hann nefndur í höfuðið á gítarleikaranum í uppáhaldshljómsveitinni minni.

Elmar heitir ekki Elmar Solo, hann heitir Elmar Binks. Var klipptur út úr Revenge of the Sith.

9:57 AM  

Post a Comment

<< Home