Tuesday, February 27, 2007

Vinstri galnir

Mér finnst alveg svakalega fyndið að allir á fjölmennu landþingi Vinstri grænna hafi komið á einkabíl á þingið. Ekki fótgangandi, nú eða með strætó, sem þó er flokknum svo hugleikinn að fulltrúa flokksins í borgarstjórn fannst allt í lagi að ljúga til um kostnað við rekstur SVR til að koma ekki óorði á fyrirtækið.

Annars finnst mér þetta fyndið, þó svo höfundurinn sé ekki ofarlega á jólakortalistanum mínum.
Samt ekki fyndið, eiginlega sorglegt, sökum þess að þetta gæti farið í gang eftir aðeins fáa mánuði.

Eins og einhver sagði - þetta er vatnsmelónupólítík - þetta á kannski að heita grænt að utan, en innvolsið er rautt.

Ég er bara oggolítið fúll vegna þeirrar forsjárhyggju sem nú virðist, illu heilli, vera að komast í tísku. Allir landsins pólítísku lýðskrumarar virtust sammála um að banna fólki að koma til landsins vegna þess að þeim líkaði ekki vinnan þeirra. VG bæta um betur og vilja lög gegn nagladekkjum og vilja internetlögreglu. Boð og bönn við öllu, sem þeim finnst ekki við hæfi. Þú mátt ekki velja sjálfur hvað þú vilt gera, það er valið fyrir þig - og íslenskt samfélag skýst áratugi aftur í tímann.

Vegna þessa er aukalag dagsins hér. Textinn er við hæfi, sérstaklega parturinn:

"They say there are strangers who threaten us,
Our immigrants and infidels.
They say there is strangeness too dangerous
In our theaters and bookstore shelves.
Those who know what's best for us
Must rise and save us from ourselves
".

Gargandi snilld, en illu heilli ekki fjarri raunveruleikanum hérlendis.

Lifið heil og ég elska ykkur öll í kór. Drekkiði lakk.

Norður og niður

Fór norður til ma og pa um helgina. Lék svo fyrir almennri drykkju á Café Amour, sem er nokkuð vinalegur staður hvar ekki má reykja. Það er gott ef maður sé að syngja, sko. Gekk bara nokkuð vel, allavega svo vel að ég er að leika þarna aftur helgina fyrir páska. Jibbí. Drykkja var samt fulllítil, reyna að gera betur næst.

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að segja meira um klámhundaráðstefnuna og það allt, en eitt vil ég segja - Þórhildur Elín, sem oft röflar á baksíðu Fréttablasins, hélt því fram í pistli sínum í síðustu viku að kannanir hefðu sýnt að meirihluti klámmyndaleikkvenna hefði orðið fyrir misnotkun í æsku og væru háðar fíkniefnum. Þetta átti víst að réttlæta fasíska framkomu almennings, stjórnvalda og loks hóteleigenda í garð þessa fólks. Ég hef oft heyrt talað um þessar kannanir þó svo femínasistar verði kjaftstopp (þá sjaldan það gerist) þegar á að sýna þessar kannanir, nú eða bara segja frá hver framkvæmdi þær. Veit það einhver? Eru þessar kannanir raunverulegar eða er þessi Þórhildur sek um fréttafölsun? Gæti hún bent á einhverjar svona kannanir?

Ég bara spyr...

Svo er Youtube að fara að loka á höfundarréttarvarið efni. Það er í sjálfu sér ágætt, þó svo að ég vilji setja samasemmmerki milli tilveru Youtube og aukinna kaupa á tónlistardiskum á mínu heimili. Því hendi ég inn lagi dagsins, kannski í síðasta skipti frá þessari ágætu síðu, hver veit?

Og svo annað, svona fyrir Kidda Sneril og aðra Counterparts-menn.

Hvað um það, ég er að spila á Dubliner í kvöld. Verði gaman, mætið sum.

Thursday, February 22, 2007

Norður

Fer heim í heiðardalinn um helgina, er að spila á Café Amour á laugardaxkveldið.

Kemurðu?

Monday, February 19, 2007

Brúðkaup, Þorrablót, kjaftæði, vesen og allskonar

Nú er margt að frétta og helgin var skemmtileg.

Föstudagskvöldið fór í vídeógláp með Eldri-Svepp, en við horfðum á Flags of our Fathers og er hún alveg hreint ljómandi fín. Sá þó Svein Waage hvergistaðar í myndinni. Skoða hana betur seinna með pásutakkann í yfirvinnu.

Nú, á laugardaginn hélt ég til kirkju til þess að verða vitni að því þegar Gunnar nokkur Ólason, söngspíra og Júróvisjónfari, og hún Þóra, kerlingin hans, gengu í það heilaga. Var reyndar heldur seinn fyrir og var stoppaður af löggunni annaðhvort fyrir of hraðan akstur eða of litla flughæð. Komst þó í kirkju þegar klukkan sló brúðkaup, sveittur og másandi. Rétt sestur þegar Þóra kom inn gólfið og er óhætt að segja að sjaldan hefur annað eins sést í gervallri veröldinni og þó víðar væri leitað. Kristófer Jensson, betur þekktur sem Kristó í Lights on the Highway, söng af lífi og sál og var það tær unaður á að hlýða. Kerlingin hans Gassa (man ekki hvað hún heitir, en hún er ágætiskona og feykigóð söngspíra) söng svo með honum I got you babe í lokin og er þetta í eitt að fáum skiptum sem ég hef heyrt svona mikið klappað í kirkju. Presturinn, sem er furðulegt nokk kvenkyns, er í kolrangri vinnu. Hún ætti að vera uppistandsgrínari að atvinnu. Ég hef sumsé aldrei heyrt jafnmikið hlegið í kirkju, eða bara jafnmikið hlegið almennt. Sumsé, bara gaman.

Eníhjú, svo var veislan og var hún haldin á Þingvöllum. Talsvert hlegið þar líka og mikið gaman. Við hjónin urðum samt að yfirgefa samkvæmið snemma, sökum þess að Þorrablót móðurættar minnar var komið í fullt gang í bænum. Þar var ekki minna gaman og mikið spjallað, hlegið, sungið og drukkið. Hélt svo til bæjar ásamt rjómanum af frændfólkinu og endaði einhverra óskiljanlegra hluta vegna í einhverju Júróvisjónhommapartýi á Nasa. Var hundfúll að Heiða skyldi ekki vinna Júróforkeppnina og enn fúlli að Kristján Hreinsson ætti vinningstextann. Eftir skamma dvöl á Nösu höfðu þreyta og Bakkus dregið úr mér bæði mátt og almenna skynsemi. Því var kallað á taxa og haldið heim i hátt. Svaf svo í einhverja tólf tíma, spratt á lappir og eldaði kjúkling. Horfði á Dexter í gær, en það er einhver sjónvarpsþáttur frá Miami. Fjallar um löggu, sem er einnig fjöldamorðingi. Gaman að því og bráðskemmtilegur þáttur, temmilega sjúkur fyrir minn smekk. Ekki orð um það meir.

Köttur undir stýri, var fullur og ók út í mýri. Úti er ævintýri (þ.e. erlendis).

Friday, February 16, 2007

Ú, je!

Í fréttum er þetta helzt;

Hitti Pétur Örn um daginn. Ég er ekki frá því að ég hafi séð farseðil til Finnlands gægjast upp úr jakkavasa hans. Gaman að því.

Ég á barnið með Önnu Nicole Smith.

Var að spila á Döbb í gær. Tók í fyrsta skiptið hérlendis nýju kántrý-eitís syrpuna mína. Hún samanstendur af Rhinestone Cowboy og Skin Deep með Stranglers. Vakti lukku, sem nuddaði augun og fór strax aftur að sofa.

Klámmyndaráðstefnan... hvað á að segja um það? Er ekki í lagi að menn haldi hér ráðstefnur um vinnuna sína? Löggan útilokar ekki eftirlit og blablabla. Ef menn vilja halda hér ráðstefnur mega þeir það og við eigum ekki að skipta okkur af því hvað þeir tala um á ráðstefnunum. Jú, kannski ef ráðstefnan er um barnamisnotkun, gereyðingavopnaframleiðslu, kommúnisma eða kynþáttahatur, en mín vegna mega klámhundar eyða peningunum sínum hér. Það ætti ögn að vega upp á móti því fé sem landsmenn eyða í erlent klám. Ef fólk er á móti klámi á það ekki að kaupa það, en leyfa öðrum að sitja með sokkinn á félaganum í friði, er það ekki?

Svo er eitt ansi hreint fyndið - þið hafið væntanlega öll heyrt eða lesið fréttina um félagana sem fóru í bæinn og hösluðu nokkrar stelpur með sér heim. Svo fór einn félaginn með gellu inn í herbergi til þess eins að komast að því - þegar leikar stóðu sem hæst - að hún var engin hún. Hún var hann. Maðurinn jú missti sig eilítið og gekk í skrokk á óberminu, sem hafði gabbað hann svo illilega. Klæðskiptingskrípið réttdræpa greip þá eitthvað barefli og sló hinn gabbaða í höfuðið og væntanlega bjargaði þar með lífi sínu. Sagðist svo ætla að kæra strákgreyið fyrir líkamsárás. Það er jú viðurstyggð, nógu illa með hann farið að láta hann uppgötva í miðju blódjobbi að ekki væri allt með felldu. Eðlilega missa menn sig eilítið við svoleiðis uppgötvanir og ættu að sjálfsögðu ekki að vera taldir sakhæfir sökum tímabundinnar geðveilu, sem rekja mætti til alvarlegs áfalls. Hann hefði mátt ganga að sódómska krossdressaraviðbjóðnum dauðum og dysja hann utangarðs mín vegna án þess að þurfa að eyða svo mikið sem sekúndu í fangelsi. Fara bara heim og skammast sín fyrir að vera svona vitlaus.

En hvað gerir svo sá sem gabbaður var? KEMUR FRAM Á FORSÍÐU SÉÐ OG FOKKING HEYRT!!!
Með mynd og alles. Bévítans plebbi er þetta.

Ég myndi aldrei segja nokkrum manni frá þessu ef ég væri í hans sporum - sem ég er blessunarlega ekki. Þó ég væri kærður fyrir líkamsárásina - ég myndi bara ljúga að ég hefði lamið lítið barn að ástæðulausu og því verið kærður. Það er skárra fyrir mannorðið.

Fólk er fífl, en samt oft ágætt.

Thursday, February 15, 2007

Me and my brainhouse

Hér eru 6 góðar ástæður fyrir að því að þú, lesandi góður, ættir að kjósa lagið "Ég og heilinn minn" sem framlag þjóðar vorrar til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

6. Lagið er áberandi langskemmtilegasta lagið í keppninni.

5. Söngkonan, Heiða, er ljómandi skemmtileg á sviðinu og kemur vel fyrir.

4. Heiða, ásamt bakröddunum, er ljómandi skemmtileg manneskja og mér finnst hún, sem og bakraddirnar, alveg eiga skilið að fá utanlandsferð á kostnað greiðanda afnotagjalda.

3. Heiða, sem og kallinn hennar eru Vinstri-græn, þó svo þau séu frábær að öðru leyti. Þar sem keppnin fer fram sama dag og þingkosningarnar eru örlitlar líkur á að utankjörfundaratkvæði þeirra komist síður til skila, ellegar þau gleymi að kjósa í æsingnum. Lítil von, en von samt.

2. Dr. Gunni, höfundur lagsins, gæti komið skemmtilega fyrir á blaðamannafundum erlendis.

1. Kristján Hreinsson á ekki textann og fær því enga utanlandsferð. Mikið verður gaman að heyra vælið í honum ef hann kemst ekki út. Híhíhí. Hvern ætli hann ásaki þá, og um hvað?

Ekki orð um það meir og ÁFRAM ÍSLAND!

Tuesday, February 13, 2007

Stjörnur

Sem betur fer hefur ekki farið hátt hvað sumir fjölmiðlar kusu að gjöra kunnugt, en hérlendis er staddur þessa stundina enn eitt selebbrittíið utan úr heimi. Sá er þekktur fyrir að reyna eftir megni að vernda einkalíf sitt, en óvandaðri fjölmiðlar voru ekki lengi að gjöra lýðnum ljóst að hér væri enn einn frægi kallinn kominn.

Reynum nú að endurheimta hvað við sem þjóð eitt sinn höfðum og hættum að gera að fréttum komu frægra útlendinga hingað er þeir koma í einkaerindum og afslöppun. Ekki birta myndir af þeim í blöðum, ekki boða þá í viðtöl, ekki bögga þá á götum úti (ég skal til dæmis ekki bögga Stranglers í næsta mánuði) og verum hress almennt. Bónó var ekki böggaður hér er hann kom fyrir tæpum áratug og Clapton renndi fyrir lax milljón sinnum áður en DV tók til við að birta myndir af honum við þá iðju. Mér vitanlega hefur hann ekki sést hér síðan.

Ef fræga pakkið kemur til að kynna nýjustu plötu sína ellegar bíómynd, bók eða fatalínu, þá skal að sjálfsögðu henda liðinu á forsíður allra blaða, setja þá á allar sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og í opnuviðtal í Séð og skafið. Það er hið skásta mál.

En látum samt fræga pakkið sleikja sig upp við okkur. Við erum jú Íslendingar! Áfram við!

Portmaður

Mér finnst þetta svolítið fyndið, þótt málið sé jú hálfóhugnarlegt að mestum hluta.

Ætli Daría viti af þessu?

Annars er ég að leika og syngja á Döbblíner í kvöld, mætið flest. Síðast komust fleiri að en vildu.

Monday, February 12, 2007

Anna, getraunaeitthvað, Danmerkurferð, röfl

Jú, ég vil byrja á að óska Bjarna til hamingju með glæsilegan sigur í kvikmyndagetrauninni hinni síðustu. Spurt var um bíómyndina Boondock Saints, nánari lýsing í kommentakerfinu í síðustu færzlu.

Annað, ekki jafnskemmtilegt, er frétt um ótímabæran dauða Önnu Nicole Smith. Ég tel að hún hafi verið myrt af fyrrum stjúpbörnum sínum til að þau þyrftu ekki að sjá á eftir milljónunum sem hún átti jú skilið sem ekkja pabba þeirra. Ég held þeir hafi fyrst drepið son hennar þarna um daginn og svo mömmuna. Ekki fundið neinn ennþá sem er til í að drepa lítið, nýfætt barn. Þetta var samsæriskenning dagsins.

Eníhjú, við strákarnir í Swiss lögðum land undir flugvélarvæng um helgina og fórum til Sönneborg í Danmörku. Fengum okkur til halds og trausts Hlyn nokkurn Ben, mikinn snilling sem gerði garðinn frægan með Gleðisveit Ingólfs hér um árið og líka sem trúbadúr á börum bæjarins. Hreint ekki leiðinlegur drengur.
Við flugum satanískt snemma á föstudagsmorguninn til Köben, þaðan með lest í átta ár til Sönneborg. Ommiletta í flugvélinni (ommiletta í breiðasta skilningi þess orðs - réttara væri að segja gulur pappír með morknaðri skinku) og enginn matur í lestarferðinni - sem var vel á fimmta tíma. Enda fékk hinn dásamlegi veitingastaður Mongolian Barbeque heldur betur að kenna á því þegar við komum til Sönneborg.

Nú, svo fengum við Hlynur okkur ögn í glas um kvöldið ásamt Gauta og frú. Hinir eymingjarnir sofnuðu og misstu af góðu og skemmtilegu fylleríi.

Á laugardaginn ætlaði ég í búðir en þá sannaðist enn og aftur að Danir eru eymingjar sem nenna ekki að vinna. Fórum við félagarnir því bara á Jensens böfhus, ekki í síðasta skipti í ferðinni. Rækjukokkteill, steik, öl og sjokkoleðö múss, bananasplitt og stærsta kók í Evrópu, allt eftir smekk hvers og eins.

Svo byrjaði þorrablótið. Við Hlynur ætluðum að sjá um fjöldasönginn, en það breyttist í enhverskonar bland af standöppi, kjaftæði og sjálfshátíð. Vakti þó gríðarlega lukku og okkur til mikillar undrunar vorum við klappaðir upp með látum. Mission Impossible-atriðið vakti til dæmis óheyrilega mikla lukku viðstaddra sem og ræður okkar og ávörp.

Spiluðum svo ballið og Gauti lék með, enda er það skárra en að dansa. Einkar skemmtilegt í alla staði, þrátt fyrir að mónitorinn væri gamall Coxx bassamagnari, sem byrjaði með ýlfur löngu áður en byrjaði að heyrast í honum. Bassamagnarinn var hinsvegar gamall Samson hljómborðsmagnari. Ég lék svo gegnum forláta Fender lampamagnara, sem eflaust er sínu eldri en ég. Það var í lagi, þó ég hefði heldur viljað hafa Voxinn minn. Að ballinu loknu tók við kassagítarspil, öldrykkja, brennivínsdrykkja, söngur, dans uppi á borðum, vodkadrykkja, röfl við danskinn og hann skammaður fyrir að nenna ekki að vinna, langur göngutúr í frostinu, kleinuhringjaát, Cocio-drykkja (Cocio er kókómjólk þeirra Dana), meiri söngur og að lokum svefn.

Í flugvélinni heim voru hljómsveitirnar Swiss, Bermúda og Spútnik. Gaman að því. Má geta þess að Kiddi Gallagher hefur verið í öllum böndunum. Halli Reynis var líka, sem og Eyvindur Karls og fimleikafélag eitthvað. Ef vélin hefði farið í sjóinn hefði vart verið hægt að bóka trúbadúr né hljómsveit á árshátíð eða þorrablót, né heldur grínista. Íþróttaheimurinn hefði líka hlotið skell.

Kom heim í nótt og var ekkert hress á foreldrafundi í Foldaskóla klukkan átta í morgun.

Lifið heil Hitler.

Thursday, February 08, 2007

Fimmtudaxeitthvað

Enginn er að fatta hvaða mynd er spurt um og því sé ég mig tilneyddan til að koma með frekari vísbendingar.

Myndin kom út á myndbandi hérlendis árið 2001. Byrjunaratriði myndarinnar á sér stað í kaþólskri kirkju. Í myndinni gengur samkynhneygða sögupersónan til skrifta hjá presti.

Hver er fargings myndin?

Eníhjú, ég er að fara til Danmerkur á morgun ásamt fríðu föruneyti. Erum að spila hjá honum Gauta okkar í Sonneborg og erum búnir að ákveða að það verði gaman. Vonandi kemur Óskar einnig.

Svo langar mig að benda á að alþingiskosningarnar og Eurovision eru sama daginn. Er einhversstaðar partý?

Wednesday, February 07, 2007

Minnihlutahópar

Bévítans væl er þetta alltaf í einhverjum minnihlutahópum. Femínasistar verða æfir af því að einhver drusla fer úr fötunum uppi á borði niðri í bæ í veikri von um utanlandsferð - má hún vera slött í friði? Svo segja femínistar að í þessu felist niðurlæging á öllum konum, en ég get ekki séð hvernig einhver grindhoruð gliðra getur með nokkru móti niðurlægt aðra en sjálfa sig með svona asnaskap. Ekki er Guðríður Elísabet Ottesen, fiskverkakona á Skagaströnd, nokkru minni manneskja þó svo einhverjar stelpuskjátur hér í Reykjavík druslist berrassaðar upp á borð fyrir einhvern sem kallar sig Súperman (sá reyndar virðist ekki stíga í vitið heldur, en ekki kalla ég það niðurlægingu á öllum körlum).

Hvað um það, svo eru samkynhneygðir úti í heimi brjálaðir út af einhverri Snickers-auglýsingu. Sjá nánar hér. Jú, stundum þarf lítið til þess að fullorðið fólk fari að grenja.

En það sem pirrar mig mest núna (fyrir utan að vera með hita og liggja því heima í eymingjaskap og vesæld) er sú staðreynd að enginn hefur svarað kvikmyndagetrauninni minni. Það er ólíðandi.

Því skal ég koma með eina vísbendingu til viðbótar:

Charles Bronson leikur ekki í myndinni. Hinsvegar er minnst á hann í rifrildi, sem á sér stað nokkrum sekúndum áður en tæpur tugur manna er skotinn til bana.

Monday, February 05, 2007

Meira getraunaeitthvað

Ættum við að skjóta fram getraun?

Spurt er um kvikmynd.

Leikstjóri myndarinnar er tónlistarmaður og heitir myndin sama nafni og hljómsveit sem hann er í. Þetta er eina myndin sem hann hefur leikstýrt. Hann skrifaði sjálfur handritið, en hugmyndina fékk hann þegar hann bjó í Los Angeles. Þá var hann á gangi heim til sín og sá hvar verið var að bera lík konu út úr húsi. Hann fylltist viðbjóði, en þar sem hann hafði ekki efni á sálfræðiaðstoð ákvað hann að best væri að koma hugrenningum sínum á blað og breyta í bíó.

Í myndinni leika bæði klámmyndaleikkona og uppistandsgrínisti. Ein aðalsöguhetjan er samkynhneygð.

Myndin fékk sama og enga dreifingu í Bandaríkjunum á sínum tíma, en náði vinsældum annarsstaðar, var t.d. vinsæl í Japan. Einnig fékk hún afspyrnuslaka dóma.

Myndin var að mestu tekin í Toronto, þeirri eflaust dásamlegu borg.

Annar aðalleikari myndarinnar lék aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndaflokki sem naut nokkurra vinsælda hérlendis fyrir rúmum áratug.

Veit einhver svarið?

Annars er ég í fíling og hyllir kannski undir lokin á skattaveseninu mínu. Kannski. Vonandi. Það gæti verið því að þakka að endurskoðandinn minn fann hjálpsaman og samvinnufúsan mann sem talar mannamál og viðhefur lágmarkskurteisi á skattstofunni. Ég hef ekki kynnst þeim kostum hjá mörgum starfsmönnum hjá téðri stofnun. Köppum fyrir Magnúsi Jóhannessyni!

Lag dagsins er Subdivisions með Rush.

Hvusslax?

Nýtt met var slegið áðan þegar Jósi svaraði kvikindagetrauninni þremur fjórðu úr sekúndu eftir að hún var sett á netið. Tom Selleck var svarið og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Vissuði að framleiðendur Friends urðu að hætta að nota alvöru áhorfendur við upptökur því það var svo mikið klappað alltaf þegar Selleck kom á svið? Gaman að því.

Ég verð þá að skjóta fram nýrri kvikmyndagetraun. Spurt er um leikara, jú eins og endranær.

Hann vann m.a. sem bílasali áður en hann fór að leika. Hann var líka í sérsveitum hersins í heimalandi sínu og kenndi þar hermönnum að drepa fólk með berum höndum. Stórhættulegur greinilega.

Hann hafði aðeins leikið í einni bíómynd þegar hann landaði aðalhlutverki í stórmynd, sem var sú næsttekjuhæsta í heiminum það ár. Í þeirri mynd var reyndar annar leikari sem talaði fyrir hann í nokkrum senum. Síðan þá hefur hann leikið í bíómyndum og sjónvarpsmyndum, sem og framhaldsmyndaflokkum, og það víða um heim, um Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur leikið í slagsmálamyndum, spennumyndum, léttbláum myndum og bara allskonar myndum. Hann lék eitt sinn sjálfan sig í bíómynd - reyndar lék hann sjálfan sig að leika í stórslysamynd. Hann bjó og starfaði m.a. í Hong Kong og á Ítalíu.

Hann giftist og eignaðist tvo krakka, en konan hans dó úr krabba. Ekki var það nú gott. Hvað verður nú um börnin, hefur einhver spurt sig.

Hann giftist aftur og það frægri íþróttakerlingu, sem lauk keppni fyrir nokkrum. Hún starfar nú sem íþróttafréttaritari og er mikið í ýmiskonar góðgerðarstarfsemi, auk þess að gjóta út börnum þeirra hjóna, en hún hefur bætt þremur í safnið.

Jæja, hver er maðurinn?

Sunday, February 04, 2007

Bíógetraun og almennt röfl

Var að spila á Dub um helgina. Gaman að því. Hlynur Ben, austanmaður sem prýddi sjónvarpsskjái landsmanna í þáttunum um Geleðisveit Ingólfs hér um árið, lék með oss á föstudaginn. Ingi Valur leit einnig við og spilaði helling, sem og Danni tsjokkó. Svakastuð og mikil gleði. Svo gestaði Jonni Richter ögn á bassann meðan kveikt var á fössfetlinum.

Hvað um það, sé bíógetraun. Spurt er um leikara sem er kúl.

Hann hefur leikið hermann, lögreglustjóra, augnlækni, einkaspæjara, innbrotsþjóf, flugmann, homma og íþróttamann sem er drepinn og líffærum hans stolið.

Í einni af myndum sínum fékk hann ör í rassinn.

Hann hefur leikið á móti Charlton Heston og Michael Douglas.

Hann er félagi í NRA.

Þetta dugir - hver er karlinn?

Thursday, February 01, 2007

Íslensku tónlistarverðlaunin

Bévítans sjálfshátíð var þetta. Vantaði, eins og bent hefur verið á, textahöfund ársins. En umslag ársins, það fékk sín verðlaun. Finnst ykkur það í lagi?

Ég vil að veitt verði sérstök skammarverðlaun fyrir leirburðarstagl ársins, hvar lélegur textahöfundur verður hýddur á sviðinu. Eins vil ég sjá skammarverðlaun fyrir leiðindi ársins þar sem einhver djassrúnkandi leiðindasjálfhverfingur verður tekinn af lífi fyrir glæpi sína gegn hlustum og hljóðhimnum landsmanna. Svo má aftökusveitin gjarnan labba niður til skattstjóra og tæma úr hólkum sínum á starfsfólk hans.

Langar samt að óska Lay Low til hamingju, hún finnst mér skemmtileg. Líka honum Kidda, en Baggalútur fengu glerstyttu fyrir að láta aðra syngja og spila fyrir sig, eins og þeir sögðu.

Takk.