Monday, February 12, 2007

Anna, getraunaeitthvað, Danmerkurferð, röfl

Jú, ég vil byrja á að óska Bjarna til hamingju með glæsilegan sigur í kvikmyndagetrauninni hinni síðustu. Spurt var um bíómyndina Boondock Saints, nánari lýsing í kommentakerfinu í síðustu færzlu.

Annað, ekki jafnskemmtilegt, er frétt um ótímabæran dauða Önnu Nicole Smith. Ég tel að hún hafi verið myrt af fyrrum stjúpbörnum sínum til að þau þyrftu ekki að sjá á eftir milljónunum sem hún átti jú skilið sem ekkja pabba þeirra. Ég held þeir hafi fyrst drepið son hennar þarna um daginn og svo mömmuna. Ekki fundið neinn ennþá sem er til í að drepa lítið, nýfætt barn. Þetta var samsæriskenning dagsins.

Eníhjú, við strákarnir í Swiss lögðum land undir flugvélarvæng um helgina og fórum til Sönneborg í Danmörku. Fengum okkur til halds og trausts Hlyn nokkurn Ben, mikinn snilling sem gerði garðinn frægan með Gleðisveit Ingólfs hér um árið og líka sem trúbadúr á börum bæjarins. Hreint ekki leiðinlegur drengur.
Við flugum satanískt snemma á föstudagsmorguninn til Köben, þaðan með lest í átta ár til Sönneborg. Ommiletta í flugvélinni (ommiletta í breiðasta skilningi þess orðs - réttara væri að segja gulur pappír með morknaðri skinku) og enginn matur í lestarferðinni - sem var vel á fimmta tíma. Enda fékk hinn dásamlegi veitingastaður Mongolian Barbeque heldur betur að kenna á því þegar við komum til Sönneborg.

Nú, svo fengum við Hlynur okkur ögn í glas um kvöldið ásamt Gauta og frú. Hinir eymingjarnir sofnuðu og misstu af góðu og skemmtilegu fylleríi.

Á laugardaginn ætlaði ég í búðir en þá sannaðist enn og aftur að Danir eru eymingjar sem nenna ekki að vinna. Fórum við félagarnir því bara á Jensens böfhus, ekki í síðasta skipti í ferðinni. Rækjukokkteill, steik, öl og sjokkoleðö múss, bananasplitt og stærsta kók í Evrópu, allt eftir smekk hvers og eins.

Svo byrjaði þorrablótið. Við Hlynur ætluðum að sjá um fjöldasönginn, en það breyttist í enhverskonar bland af standöppi, kjaftæði og sjálfshátíð. Vakti þó gríðarlega lukku og okkur til mikillar undrunar vorum við klappaðir upp með látum. Mission Impossible-atriðið vakti til dæmis óheyrilega mikla lukku viðstaddra sem og ræður okkar og ávörp.

Spiluðum svo ballið og Gauti lék með, enda er það skárra en að dansa. Einkar skemmtilegt í alla staði, þrátt fyrir að mónitorinn væri gamall Coxx bassamagnari, sem byrjaði með ýlfur löngu áður en byrjaði að heyrast í honum. Bassamagnarinn var hinsvegar gamall Samson hljómborðsmagnari. Ég lék svo gegnum forláta Fender lampamagnara, sem eflaust er sínu eldri en ég. Það var í lagi, þó ég hefði heldur viljað hafa Voxinn minn. Að ballinu loknu tók við kassagítarspil, öldrykkja, brennivínsdrykkja, söngur, dans uppi á borðum, vodkadrykkja, röfl við danskinn og hann skammaður fyrir að nenna ekki að vinna, langur göngutúr í frostinu, kleinuhringjaát, Cocio-drykkja (Cocio er kókómjólk þeirra Dana), meiri söngur og að lokum svefn.

Í flugvélinni heim voru hljómsveitirnar Swiss, Bermúda og Spútnik. Gaman að því. Má geta þess að Kiddi Gallagher hefur verið í öllum böndunum. Halli Reynis var líka, sem og Eyvindur Karls og fimleikafélag eitthvað. Ef vélin hefði farið í sjóinn hefði vart verið hægt að bóka trúbadúr né hljómsveit á árshátíð eða þorrablót, né heldur grínista. Íþróttaheimurinn hefði líka hlotið skell.

Kom heim í nótt og var ekkert hress á foreldrafundi í Foldaskóla klukkan átta í morgun.

Lifið heil Hitler.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Velkominn heim, bróðir litli og gott að bauninn var að fíletta.
Fór eitt sinn á svona gill í Svíalandi, þar sem tveir dúddar í diskótekinu Dollý héldu uppi stöðinu og það var aldeilis upplifun. Sé að eitthvað hefur gengið á kjetbirgðir Sönderborgar svo að nú getum við selt þangað fjallalömb og soleiðiss. Treysti á annað eins uppistand, sprell og spelírí fljótlega þegar niðjar Syðri-Garðshornhjóna troða í sig skrýtnum og skemmdum mat með tilheyrandi áfengisdrykkju. Ekki þarf að kvíða því að þessi ætt taki ekki undir í söngnum.
Ég er líka alveg miður mín vegna sviplegs andláts Önnu sætu og þar sem fimm menn þykjast feður dóttur hennar þá er missir að þvílíkum dugnaðarfork - eða dugnaðarfokk. Jamm, það er stöð bæði í Hollívúdd og Sönderborg. Skil ekkert í því hvað þú varst að sofa í svona stuttri ferð þar sem var svo gaman. Dans á borðum, kókómjólk og kleinuhringir, ætti að koma í veg fyrir svefn. Nógur tími til að sofa í lest og flugvél.
Góða nótt, er farinn að sofa.....
Arnmundur

12:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, það ætti að fara vel í mann þetta súrmeti. Ekki er erfitt að melta þetta, því þetta er hálfmelt fyrir.
Brennivínið er hinsvegar alveg möst og skulum við bræður taka á því, jafnvel hringja í Halla og Skapta, Ingó og Árna Daníel og vera hressir. Endum svo í blóðugum slaxmálum allir saman.

Jibbíkóla.

12:51 AM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Jensens buffhús er einmitt einn af mínum uppáhalds stöðum í veldi Dana. Þangað er alltaf gott að koma (en ekki alltaf gott að fá sæti, eins og ég uppgötvaði örþreyttur og banhungraður á góðviðrisdegi í sumar).

Já, ef þessi flugvél hefði farið í sjóinn hefðu ekki bara trúbadorarnir Hlynur Ben, Ingvar Valgeirs og Halli Reynis látist, heldur einnig hljómsveitirnar Sviss, Bemrúda og Sprúttnikk, auk þess sem helmingurinn af Misery Loves Company hefði orðið fiskafóður. Um þetta hefði verið samið lag í anda American Pie, því vissulega hefði þetta verið dagurinn sem tónlistin hefði látist. Til að halda upp á að við erum allir sæmilega heilir á líkama og sál eftir þessa flugferð (þrátt fyrir að Flugleiðir hafi ákveðið í smekkleysi sínu að sýna Guarding Tess á leiðinni) ættum við allir, og jafnvel fimleikafélagið líka, að koma saman á Rósenberg fimmtudaginn 22. febrúar og hlýða á íðilfagra tóna Misery Loves Company, drekka mjöð og fagna lífinu. Og kannski hætti ég mér á djöfliner að hlusta á þig líka.

1:10 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér finnst frekar að allir ættu að koma á Döbb í kvöld og hlusta á mig. Ef þú kemur skal ég kíkja á fimmtudaginn og sjá þig og heyra á Rósenberg. Díll?

10:43 AM  
Anonymous Hlynur Ben said...

Ég held að mig langi aftur í lestina góðu.
Sjálfspíningarhvöt eða geðveiki?
kannski sitt lítið af hvoru!

12:44 PM  
Blogger Gauti said...

það var óendanlega gaman að hafa ykkur og gaman að spila með þrátt fyrir talsvert ryðg að minni hálfu . . verst að ég þurfti að eyða öllum sunnudeginum í að taka til . . sá sófann í hyllingum allan daginn.
Næst þá læt ég bara bóka ykkur og verð svo fullur með ykkur allan tímann . . ekkert stúss og nefndarvesen neitt

1:41 PM  

Post a Comment

<< Home