Sunday, February 04, 2007

Bíógetraun og almennt röfl

Var að spila á Dub um helgina. Gaman að því. Hlynur Ben, austanmaður sem prýddi sjónvarpsskjái landsmanna í þáttunum um Geleðisveit Ingólfs hér um árið, lék með oss á föstudaginn. Ingi Valur leit einnig við og spilaði helling, sem og Danni tsjokkó. Svakastuð og mikil gleði. Svo gestaði Jonni Richter ögn á bassann meðan kveikt var á fössfetlinum.

Hvað um það, sé bíógetraun. Spurt er um leikara sem er kúl.

Hann hefur leikið hermann, lögreglustjóra, augnlækni, einkaspæjara, innbrotsþjóf, flugmann, homma og íþróttamann sem er drepinn og líffærum hans stolið.

Í einni af myndum sínum fékk hann ör í rassinn.

Hann hefur leikið á móti Charlton Heston og Michael Douglas.

Hann er félagi í NRA.

Þetta dugir - hver er karlinn?

3 Comments:

Anonymous Svenni said...

Hef ekki Ögmund.... Kirk Douglas??

12:15 AM  
Anonymous Jósi said...

Tom Selleck.

12:19 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hárrétt. Eigiði ekkert líf, hangandi á netinu ánóttunni, einhleypir mennirnir?

Jú, Tom Selleck er málið. Hann er snillingur mikill.

12:21 AM  

Post a Comment

<< Home