Monday, February 19, 2007

Brúðkaup, Þorrablót, kjaftæði, vesen og allskonar

Nú er margt að frétta og helgin var skemmtileg.

Föstudagskvöldið fór í vídeógláp með Eldri-Svepp, en við horfðum á Flags of our Fathers og er hún alveg hreint ljómandi fín. Sá þó Svein Waage hvergistaðar í myndinni. Skoða hana betur seinna með pásutakkann í yfirvinnu.

Nú, á laugardaginn hélt ég til kirkju til þess að verða vitni að því þegar Gunnar nokkur Ólason, söngspíra og Júróvisjónfari, og hún Þóra, kerlingin hans, gengu í það heilaga. Var reyndar heldur seinn fyrir og var stoppaður af löggunni annaðhvort fyrir of hraðan akstur eða of litla flughæð. Komst þó í kirkju þegar klukkan sló brúðkaup, sveittur og másandi. Rétt sestur þegar Þóra kom inn gólfið og er óhætt að segja að sjaldan hefur annað eins sést í gervallri veröldinni og þó víðar væri leitað. Kristófer Jensson, betur þekktur sem Kristó í Lights on the Highway, söng af lífi og sál og var það tær unaður á að hlýða. Kerlingin hans Gassa (man ekki hvað hún heitir, en hún er ágætiskona og feykigóð söngspíra) söng svo með honum I got you babe í lokin og er þetta í eitt að fáum skiptum sem ég hef heyrt svona mikið klappað í kirkju. Presturinn, sem er furðulegt nokk kvenkyns, er í kolrangri vinnu. Hún ætti að vera uppistandsgrínari að atvinnu. Ég hef sumsé aldrei heyrt jafnmikið hlegið í kirkju, eða bara jafnmikið hlegið almennt. Sumsé, bara gaman.

Eníhjú, svo var veislan og var hún haldin á Þingvöllum. Talsvert hlegið þar líka og mikið gaman. Við hjónin urðum samt að yfirgefa samkvæmið snemma, sökum þess að Þorrablót móðurættar minnar var komið í fullt gang í bænum. Þar var ekki minna gaman og mikið spjallað, hlegið, sungið og drukkið. Hélt svo til bæjar ásamt rjómanum af frændfólkinu og endaði einhverra óskiljanlegra hluta vegna í einhverju Júróvisjónhommapartýi á Nasa. Var hundfúll að Heiða skyldi ekki vinna Júróforkeppnina og enn fúlli að Kristján Hreinsson ætti vinningstextann. Eftir skamma dvöl á Nösu höfðu þreyta og Bakkus dregið úr mér bæði mátt og almenna skynsemi. Því var kallað á taxa og haldið heim i hátt. Svaf svo í einhverja tólf tíma, spratt á lappir og eldaði kjúkling. Horfði á Dexter í gær, en það er einhver sjónvarpsþáttur frá Miami. Fjallar um löggu, sem er einnig fjöldamorðingi. Gaman að því og bráðskemmtilegur þáttur, temmilega sjúkur fyrir minn smekk. Ekki orð um það meir.

Köttur undir stýri, var fullur og ók út í mýri. Úti er ævintýri (þ.e. erlendis).

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

jæja litli bróðir, þó varst ágætur um helgina, enda orðinn heimsborgari með frídómfræs og brennivíni. Stóðst þig vel á dansgólfinu við undirsöng Bob Marleys sem reis upp við dogg í kistu sinni og gladdist yfir þessum viðburði og nú sleppur þú ekki lengur við að dansa við kerlingu þína. Við þurfum endilega að endurtaka samdrykkju á árinu. Veit að þú smakkar það yfirleitt ekki á mánudögum en ég hef samband einhvern annan dag..
Taktu svo vel á móti syni mínum og vinum hans á morgun því hann er "gamall" kommúnisti sem nú er orðinn heimsborgari eins og þú og ég er stoltur af syni mínum og krefst nammimagns í nokkrum mæli svo ég geti samglaðst honum við át fljótlega.
Og Fidel braggast.
Arnar

9:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Kannast við þennan kvenprest. Hef séð hana í "action". Alveg hrikalega fyndin og skemmtileg. Athafnir sem þessar gerbreytast með nærveru hennar. Mæli með henni (hvað hún heitir nú). :)

Köttur undir stýri...híí

Jón Orgel

10:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja kidz hvernig verður helgin í R-víkinni? Mér skilst að það sé vetrarhátíð, hvað á að bingsa, græja og gera?
Verður Blidz og stuð?
Á maður að bregða undir sig fegurri fætinum og kíkja af bæ?
Borgin heillar af og til þegar maður veit að maður kemst í sveitina aftur.
Ingvar segðu mér, segðu mér , segðu mér saaaatt......um hvað ég á að gera.

Brynka sveitó (ekki samt sveittó)

12:55 PM  
Blogger Óskar þór said...

Hefðuru komist í Amfetaost? hvaðan færðu þessa orku? Þú ert reyndar ekki eiðslusamur orkulega séð sökum smæðar, en stærri maður er vandfundinn og hafðu það helvítið þitt. bið að heilsa konunni.

4:57 PM  

Post a Comment

<< Home