Thursday, February 08, 2007

Fimmtudaxeitthvað

Enginn er að fatta hvaða mynd er spurt um og því sé ég mig tilneyddan til að koma með frekari vísbendingar.

Myndin kom út á myndbandi hérlendis árið 2001. Byrjunaratriði myndarinnar á sér stað í kaþólskri kirkju. Í myndinni gengur samkynhneygða sögupersónan til skrifta hjá presti.

Hver er fargings myndin?

Eníhjú, ég er að fara til Danmerkur á morgun ásamt fríðu föruneyti. Erum að spila hjá honum Gauta okkar í Sonneborg og erum búnir að ákveða að það verði gaman. Vonandi kemur Óskar einnig.

Svo langar mig að benda á að alþingiskosningarnar og Eurovision eru sama daginn. Er einhversstaðar partý?

9 Comments:

Blogger Bjarni R said...

The Boondock Saints! Ég skaut fyrst af löngu færi en er nú kominn nær. Vonandi hitti ég nú í hjartastað.

6:52 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta passar alveg hjá bjarna.
seize. ég sem var svoooooo búinn að pæla íðessu.
En góða ferð til sönneborgar eða söndeborgar sem er engin borg, bara þorp. Samt verða allir fullir og fín... allavega fullir og syngjandi kátir.
Hæ hó jibbí jæ og jibbíje.
Hrútspungar og slátur.
Það verður örugglega partý hjá vinstri grænum fram á morgun og tæknimenn RÚV eru að fara á hliðina því þetta er úberútsending hjá þeim.
Yndislegur bróðir þinn.

8:19 PM  
Blogger Gauti said...

það er reyndar skrifað Sønderborg og þetta er nú alveg bær allavega með um 76þús manns . . hvenær verður þorp að bæ og bær að borg annars ?

8:58 PM  
Blogger Slim Jimy said...

Andsk... Ég vissi þetta. Of seinn.

1:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bjarni Randver tók kvikmyndagetraunina gersamlega í bakaríið!!!

Auðvitað var þetta Boondock Saints. Uppistandsgrínistinn er Billy Connolly, klámmyndaleikkonan er Jeanna Fine, Sean Patrick Flanery lék í þáttunum um IOndiana Jones á unglingsárum, þeir rifust um reipi og snertu þar aðeins á Bronson inni í loftræstikerfi áður en þeir duttu niður, fastir í reipinu og... æi, þið munið. Ef ekki, sjáið bara myndina.

Og Arnljótur, ef kommarnir komast til valda væri það verst fyrir þá sjálfa. Þá myndi almenningur sjá að þeir geta ekkert nema rifið kjaft og verið ósammála. Myndi rifjast upp fyrir almenningi hverslags bévítans rugl og óðaverðbólga var í gangi síðast þegar Skallagrímur og félgar riðu rækjum (og skattborgurum í þurran þarminn).

8:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

hættu þessu helvítis rugli og fáðu þér tuborg og syngdu danska lagið.
Okkur á öllum eftir að líða vel þegar við -VG- komumst til valda.
Þú ert sviðasulta í Sönderborg.
AV

11:47 PM  
Anonymous Elvar said...

Bara svo þú vitir það þá er það ekki D-flokk að þakka að tæplega ríki stöðugleiki. Heldur Nonna, karli Brunddísar Skramm. Og hann er ekki Dé. Óttalegur kjáni náttúrulega en hann EES-aði okkur og það húlla búllaði ástandið en ekki Dabbi krull. Sem er að sprullera í gamla Kolaportinu.
Heiða fer heim til Lordi, fer uppúr undan-riðli-num. Sem við höfum þurft að dúsa í síðan.....? man ekki. Og þá verður frambjóðandi VG í 3ja sæti í suðukjördæmi á forsíðum allra blaða á kjördag. Svo verða alli hægrimenn látnir flytja til Reyðarfjarðar að vinna í álveri og sviptir kosningarétti.

9:57 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sendi þér kveðju áðan á Rás 2. Sendi kveðju til Ingvars, Rush-aðdáanda númer eitt, með laginu Tom Sawyer. Hehehe.
Heiða

2:21 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Híhíhíhíhí. Takk æðislega.

Djöuggl skal ég kjósa þig í Júró.

2:19 PM  

Post a Comment

<< Home