Monday, February 05, 2007

Hvusslax?

Nýtt met var slegið áðan þegar Jósi svaraði kvikindagetrauninni þremur fjórðu úr sekúndu eftir að hún var sett á netið. Tom Selleck var svarið og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. Vissuði að framleiðendur Friends urðu að hætta að nota alvöru áhorfendur við upptökur því það var svo mikið klappað alltaf þegar Selleck kom á svið? Gaman að því.

Ég verð þá að skjóta fram nýrri kvikmyndagetraun. Spurt er um leikara, jú eins og endranær.

Hann vann m.a. sem bílasali áður en hann fór að leika. Hann var líka í sérsveitum hersins í heimalandi sínu og kenndi þar hermönnum að drepa fólk með berum höndum. Stórhættulegur greinilega.

Hann hafði aðeins leikið í einni bíómynd þegar hann landaði aðalhlutverki í stórmynd, sem var sú næsttekjuhæsta í heiminum það ár. Í þeirri mynd var reyndar annar leikari sem talaði fyrir hann í nokkrum senum. Síðan þá hefur hann leikið í bíómyndum og sjónvarpsmyndum, sem og framhaldsmyndaflokkum, og það víða um heim, um Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur leikið í slagsmálamyndum, spennumyndum, léttbláum myndum og bara allskonar myndum. Hann lék eitt sinn sjálfan sig í bíómynd - reyndar lék hann sjálfan sig að leika í stórslysamynd. Hann bjó og starfaði m.a. í Hong Kong og á Ítalíu.

Hann giftist og eignaðist tvo krakka, en konan hans dó úr krabba. Ekki var það nú gott. Hvað verður nú um börnin, hefur einhver spurt sig.

Hann giftist aftur og það frægri íþróttakerlingu, sem lauk keppni fyrir nokkrum. Hún starfar nú sem íþróttafréttaritari og er mikið í ýmiskonar góðgerðarstarfsemi, auk þess að gjóta út börnum þeirra hjóna, en hún hefur bætt þremur í safnið.

Jæja, hver er maðurinn?

2 Comments:

Anonymous elzti vinur þinn said...

George Lazenby?

-j

9:51 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vissulega, Jói minn. Auðvitað er það hann.

12:01 PM  

Post a Comment

<< Home