Thursday, February 15, 2007

Me and my brainhouse

Hér eru 6 góðar ástæður fyrir að því að þú, lesandi góður, ættir að kjósa lagið "Ég og heilinn minn" sem framlag þjóðar vorrar til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

6. Lagið er áberandi langskemmtilegasta lagið í keppninni.

5. Söngkonan, Heiða, er ljómandi skemmtileg á sviðinu og kemur vel fyrir.

4. Heiða, ásamt bakröddunum, er ljómandi skemmtileg manneskja og mér finnst hún, sem og bakraddirnar, alveg eiga skilið að fá utanlandsferð á kostnað greiðanda afnotagjalda.

3. Heiða, sem og kallinn hennar eru Vinstri-græn, þó svo þau séu frábær að öðru leyti. Þar sem keppnin fer fram sama dag og þingkosningarnar eru örlitlar líkur á að utankjörfundaratkvæði þeirra komist síður til skila, ellegar þau gleymi að kjósa í æsingnum. Lítil von, en von samt.

2. Dr. Gunni, höfundur lagsins, gæti komið skemmtilega fyrir á blaðamannafundum erlendis.

1. Kristján Hreinsson á ekki textann og fær því enga utanlandsferð. Mikið verður gaman að heyra vælið í honum ef hann kemst ekki út. Híhíhí. Hvern ætli hann ásaki þá, og um hvað?

Ekki orð um það meir og ÁFRAM ÍSLAND!

21 Comments:

Anonymous þórey Inga said...

Ég ætla að kjósa heilann!!!!

11:38 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það kemur mér reyndar ekki sérlega mikið á óvart. Híhíhí.

Velkomin heim á klakann.

12:06 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Takk fyrir það....

Ætli ég verði samt ekki að gefa öllum fjórum lögunum eitt atkvæði...bara svona til að vera politically correct!!!

Þá er eitt atkv eftir!!!!

12:11 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég kýs að kjósa ekki, og styðja þar með ekki við ríkisstyrkta lágmenningu* og sóun á skattpeningum sem gæti mun frekar farið í að halda heilbrigðis og menntakerfum Íslands á betri level.

En hvers er annars að vænta frá lágmenningarkommúnista eins og þér... ;-)

*ég er ekki að setja útá þessa tónlist per se, en það verður þó að viðurkennast að þetta er kitsch...

12:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvað ætti Hreinsson svosem að vilja út? Verður sigurlagið ekki flutt með enskum texta?

Reyndar fer ég eftir kjörorðinu "Don't encourage them!" og ætla því ekki að kjósa.

Il doctore

1:45 PM  
Anonymous Nesi Rokk said...

Jimmy Maack ætti að opna síðuna www.bitur.is , talaðu við okkur þegar þú ert farinn að fá borgað fyrir músíkiðju reglulega. It´s all about the dough!

2:12 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Nesi, nei - þetta hefur ekkert með biturð að gera. Mér þykir líka skjóta skökku við þegar frjálshyggjumaðurinn Ingvar er farinn að styðja opinberlega ríkisstyrkt (i.e. greitt fyrir með skattfé okkar) mót þar sem keppt er alþjóðlega í huglægu mati.

Eins gætiru keppt í 'besti vinur í heimi' eða 'besti mömmumatur í Evrópu'... Að keppa í greinum sem velta á huglægu mati er ómögulegt nema sem fjöldasmekks eður vinsældakeppnir, sem ég hef ENGAN áhuga á því að styðja. Ef íslenskir popparar geta ekki komið sér á framfæri án þess að þurfa ríkisstyrki, ættu þeir að sleppa þessu...

Ef Ingvar sér ekki eigin hræsni í þessum efnum ætti hann að fá sér sterkari gleraugu.

3:04 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Ég kann illa við svona aðdróttanir í garð Ofur-Einars. Hann er síst bitrari en ég, og því ætti ég að fá lénið bitur.is!

Auk þess finnst mér æææðislega barnalegt að slá því upp sem biturleika að vera á móti júróvisjón. Eða ætlarðu að reyna að færa rök fyrir því að júró sé fyrsta flokks notkun á skattpeningunum okkar, og það sé ekkert betra sem við getum notað þá í? Það eru ekki allir bitrir sem eru ósammála þér. Sumir hugsa bara öðruvísi, aðrir hugsa meira, og sumir hugsa út fyrir kassann. Sættu þig við það, Nesi.

3:05 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Ég vil þó taka það fram að mér þykja bæði Heiða og Elvar æðislegt fólk og hæfileikaríkir tónlistarmenn, en það breytir ekki prinsippi málsins.

3:05 PM  
Blogger DonPedro said...

Bíðið þó við...

Er Pétur Örn í þessu lagi? Annars get ég ekki gefið því mitt atkvæði...

6:14 PM  
Anonymous Svenni said...

Pétur er sem og Einar gítarleikari buffsins Matti Matt og Heiða að ég held.....

6:32 PM  
Anonymous Pabbiðinn said...

tilbaka

þetta er langbersta lag sem Dr. Gummi hefur gert... 9sem má kannski útskýra með því að Þorvaldur Bjadni "útsetti" en það er orð sem enginn skilur nema að skoða "gripið" hans E. Borðars og skoða hverjir útsettu fyrir hann9
....Abbababb sem var bara Schnildin ein. - ég er fáviti.
Annars eru topp 3: Eiki Popp,Hommapopp og Pétur,Heiða,Matti og Einar.....og Dansandi jólakúlan: Heiða úr auðn.


tillbaka

8:52 PM  
Blogger DonPedro said...

selt. ef Pétur er með.

11:40 PM  
Anonymous Elvar said...

Takk fyrir að minna mig á að kjósa.
Koddu svo með eitthvað krassandi um klám "fundinn" næst.

7:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég ætla að kjósa Matta, Jónsa, Eirík og Heiðu, væri mjög sátt við þessi frammlög í keppni Evrósýnar.
Lagið sem Matti syngur er svo ógeðslega grípandi að ég er búin að vera með það á heilanum í viku og er eilítið í stíl við Olsen bræður sem unnu einmitt með þegar ég fór á Evrósýn í Svíþjóð.
Jónsa atriði er mjög flott útfært í alla staði og á það skilið atkvæði út á það.
Eríkur Haux og hans lag er bara töff.
Og síðast en ekki síst er lagið með Heiðu og co mjög skemmtilegt upp til hóps.

Kv, Bryn. (Sem hefur spáð undanúrslitunum öllum réttum)

P.S. Er ekki í nokkrum vafa um að PéSi Pylza komist út.

9:07 AM  
Blogger Óskar þór said...

Sorry Ingvar. ég er aumingi. Annars var Jónínan lasin og því var ekki fært um vik.

9:24 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Gaman að heyra skoðanir um allt hér.
Þarf samt ekki allt endalaust að snúast um peninga skattborgarans.
Getur þú , Ingvar, ekki bara opnað aðra bloggsíðu þar sem hægt er að rífast um pólitík og við hin getum haldið áfram að tala um brennivín og kellingar?

6:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég styð það: Sérstaka bloggsíðu um bakraddasöngkonur...

Il doctore

8:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

.....og það er allt í lagi þó það fari slumma af skattpening í Evrósýn !
Evrósýn: Fullt af fólki að gera, græja og skapa og glás af fólki að horfa, njóta og spjalla um á bloggi.........sem sagt minni tími aflögu til að éta súludansara, lúskra á börnum og gamalmennum og sleikja kontalgin af götum borgarinnar.

Brynflinka.

11:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Held ég hafi ekkert minnst á skattpeninga, ég var eitthvað að röfla um greiðendur afnotagjalda. Þeir borga jú brúsann og er það hið besta mál, þar sem það er jú möst að taka þátt í keppninni, enda hægt að hafa langt upp í kostnað með auglýsingum.

Hinsvegar er ég fínt til í að tala um brennivín og kellingar. Áttu í glas?

11:16 PM  
Blogger Jimy Maack said...

já... ég á

10:06 PM  

Post a Comment

<< Home