Monday, February 05, 2007

Meira getraunaeitthvað

Ættum við að skjóta fram getraun?

Spurt er um kvikmynd.

Leikstjóri myndarinnar er tónlistarmaður og heitir myndin sama nafni og hljómsveit sem hann er í. Þetta er eina myndin sem hann hefur leikstýrt. Hann skrifaði sjálfur handritið, en hugmyndina fékk hann þegar hann bjó í Los Angeles. Þá var hann á gangi heim til sín og sá hvar verið var að bera lík konu út úr húsi. Hann fylltist viðbjóði, en þar sem hann hafði ekki efni á sálfræðiaðstoð ákvað hann að best væri að koma hugrenningum sínum á blað og breyta í bíó.

Í myndinni leika bæði klámmyndaleikkona og uppistandsgrínisti. Ein aðalsöguhetjan er samkynhneygð.

Myndin fékk sama og enga dreifingu í Bandaríkjunum á sínum tíma, en náði vinsældum annarsstaðar, var t.d. vinsæl í Japan. Einnig fékk hún afspyrnuslaka dóma.

Myndin var að mestu tekin í Toronto, þeirri eflaust dásamlegu borg.

Annar aðalleikari myndarinnar lék aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndaflokki sem naut nokkurra vinsælda hérlendis fyrir rúmum áratug.

Veit einhver svarið?

Annars er ég í fíling og hyllir kannski undir lokin á skattaveseninu mínu. Kannski. Vonandi. Það gæti verið því að þakka að endurskoðandinn minn fann hjálpsaman og samvinnufúsan mann sem talar mannamál og viðhefur lágmarkskurteisi á skattstofunni. Ég hef ekki kynnst þeim kostum hjá mörgum starfsmönnum hjá téðri stofnun. Köppum fyrir Magnúsi Jóhannessyni!

Lag dagsins er Subdivisions með Rush.

10 Comments:

Anonymous Elvar said...

Morten Harket

12:31 AM  
Blogger Magnús said...

Curdled.

12:32 AM  
Blogger Villi said...

Gummi Ásmunds

4:25 PM  
Blogger Villi said...

Bróðir hans Jóa Bassaleikara?

4:26 PM  
Blogger Magnús said...

Fæ ég bjór fyrir að hafa þó nefnt kvikmynd eins og um var beðið, en ekki einhvern gaur?

8:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

nash bridges???
Arnmundur Don Johnson, svarfdælingur.

2:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ingvar!
Ég hef komist að því að þeir sem vinna hjá skattinu, hvar sem er í heiminum, eru bæði þunglyndir og þjást af krónísku harðlífi - heldur að þú hefðir snefil af þjónustulind - bæði þunglyndur og með harðlífi!!!

H.K.

7:49 AM  
Blogger Gauti said...

hvernig komstu að þessu með harðlífið ? . . hvernig kemst maður að því . . felur sig inná wc og hlustar eða ? :)

10:41 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Svo er líka spurning hver þessi H.K. er - og jafnvel líka hvar hann lærði íslensku. Þessi setningarómynd hans gengu engan veginn upp að mér sýnist.

Harðlífisblætið verður hann að eiga við sjálfan sig.

Hvað um það, er enginn með svarið?

1:22 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sorrý, Hansi, en ég bara varð aðeins að skjóta á þig...

10:18 AM  

Post a Comment

<< Home