Wednesday, February 07, 2007

Minnihlutahópar

Bévítans væl er þetta alltaf í einhverjum minnihlutahópum. Femínasistar verða æfir af því að einhver drusla fer úr fötunum uppi á borði niðri í bæ í veikri von um utanlandsferð - má hún vera slött í friði? Svo segja femínistar að í þessu felist niðurlæging á öllum konum, en ég get ekki séð hvernig einhver grindhoruð gliðra getur með nokkru móti niðurlægt aðra en sjálfa sig með svona asnaskap. Ekki er Guðríður Elísabet Ottesen, fiskverkakona á Skagaströnd, nokkru minni manneskja þó svo einhverjar stelpuskjátur hér í Reykjavík druslist berrassaðar upp á borð fyrir einhvern sem kallar sig Súperman (sá reyndar virðist ekki stíga í vitið heldur, en ekki kalla ég það niðurlægingu á öllum körlum).

Hvað um það, svo eru samkynhneygðir úti í heimi brjálaðir út af einhverri Snickers-auglýsingu. Sjá nánar hér. Jú, stundum þarf lítið til þess að fullorðið fólk fari að grenja.

En það sem pirrar mig mest núna (fyrir utan að vera með hita og liggja því heima í eymingjaskap og vesæld) er sú staðreynd að enginn hefur svarað kvikmyndagetrauninni minni. Það er ólíðandi.

Því skal ég koma með eina vísbendingu til viðbótar:

Charles Bronson leikur ekki í myndinni. Hinsvegar er minnst á hann í rifrildi, sem á sér stað nokkrum sekúndum áður en tæpur tugur manna er skotinn til bana.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

veit ekki svarið en langar að vita... ertu enn með kúlu á hausnum eftir að banka í míkrófóninn??? *púkaglott* :o)

3:09 PM  
Anonymous Svenni said...

Curdled ??? ég spyr nú eins og fávís kona...

5:59 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er sífellt með kúlu.

Þetta er ekki Curdled, sem spurt er um.

7:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

hmm... lærir ekki af reynslunni hehe :o) Fannst svolítið fyndið að detta inná þessa síðu í gegnum kunningjasíðu og fattaði ekki fyrr en í dag hver þú værir... long time.. long time... hehehe :o)

7:58 PM  
Anonymous svenni said...

Nú stend ég bara alveg á gati og hef ekki ögmund sko

10:22 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er góður punktur um femínista sem taka persónulega allt það sem hendir allar stúlkur út í bæ. Það er nú meira ruglið að aðhæfa um alla kvenþjóðina út frá stökum dæmum. Er það ekki einmitt málið að öll erum við sem betur fer mismunandi?
Heiða

10:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Við skulum þó ekki vanmeta minnihlutahópa. Við eða einhverjir okkur nær gætum einhvern tímann orðið hluti af þeim og þá þykir voðalega gott að einstaklingar séu tilbúnir að tala máli okkar og berjast fyrir hagsmunum okkar.

Femínistar eru að hugsa um hagsmuni hóps sem varla má telja til minnihluta. Rúmlega helmingur landsmanna mun vera kvenfólk.

Hins vegar má alltaf deila um stefnur og talsmenn, sama gildir um stjórnmálaflokkana. Sumir þeirra eru að verða minnihlutahópar miðað við síðustu kannanir....

Orgelið

11:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rétt hjá Olgu
og tæplega helmingur landsmanna erum við menn......
Sem þýðir þá að Ingvar er í minnihlutahóp en hann er náttulega minni..... þó hann sé að sjálfsögðu meiriháttar.

Annars held ég að fjé-mínistar séu bara að reyna að verja vitlausar stúlkur sem eru ekki búnar að læra að til eru laumuperrabjánar sem gera allt til að fá þær úr fötunum, jafnvel bjóða þeim utanlandsferðir sem þeir eiga ekki til....

það er samt alveg rétt hjá þér Ingvar minn að við hinar urðum ekkert minni manneskjur eftir þetta atvik hjá stúlkunni bara meiri ef eitthvað er.

Brynhildur kona.

P.S. Ég hef ekki grænan hver leikarinn er að þessu sinni en giska á Sigga Sigurjóns til að vera memm.

2:26 PM  
Blogger Bjarni R said...

Hvað varðar kvikmyndagetraunina þína þá skýt ég á Dirt Merchant, kvikmynd sem ég hef ekki séð og virðist vart lofa góðu. Hvort ég hafi hitt þar í hjartastað er annað mál. Ef þetta er rétta myndin og þú mælir með henni væri þó sjálfsagt ástæða til að gefa henni tækifæri.

2:35 PM  

Post a Comment

<< Home