Tuesday, February 27, 2007

Norður og niður

Fór norður til ma og pa um helgina. Lék svo fyrir almennri drykkju á Café Amour, sem er nokkuð vinalegur staður hvar ekki má reykja. Það er gott ef maður sé að syngja, sko. Gekk bara nokkuð vel, allavega svo vel að ég er að leika þarna aftur helgina fyrir páska. Jibbí. Drykkja var samt fulllítil, reyna að gera betur næst.

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að segja meira um klámhundaráðstefnuna og það allt, en eitt vil ég segja - Þórhildur Elín, sem oft röflar á baksíðu Fréttablasins, hélt því fram í pistli sínum í síðustu viku að kannanir hefðu sýnt að meirihluti klámmyndaleikkvenna hefði orðið fyrir misnotkun í æsku og væru háðar fíkniefnum. Þetta átti víst að réttlæta fasíska framkomu almennings, stjórnvalda og loks hóteleigenda í garð þessa fólks. Ég hef oft heyrt talað um þessar kannanir þó svo femínasistar verði kjaftstopp (þá sjaldan það gerist) þegar á að sýna þessar kannanir, nú eða bara segja frá hver framkvæmdi þær. Veit það einhver? Eru þessar kannanir raunverulegar eða er þessi Þórhildur sek um fréttafölsun? Gæti hún bent á einhverjar svona kannanir?

Ég bara spyr...

Svo er Youtube að fara að loka á höfundarréttarvarið efni. Það er í sjálfu sér ágætt, þó svo að ég vilji setja samasemmmerki milli tilveru Youtube og aukinna kaupa á tónlistardiskum á mínu heimili. Því hendi ég inn lagi dagsins, kannski í síðasta skipti frá þessari ágætu síðu, hver veit?

Og svo annað, svona fyrir Kidda Sneril og aðra Counterparts-menn.

Hvað um það, ég er að spila á Dubliner í kvöld. Verði gaman, mætið sum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home