Thursday, February 01, 2007

Íslensku tónlistarverðlaunin

Bévítans sjálfshátíð var þetta. Vantaði, eins og bent hefur verið á, textahöfund ársins. En umslag ársins, það fékk sín verðlaun. Finnst ykkur það í lagi?

Ég vil að veitt verði sérstök skammarverðlaun fyrir leirburðarstagl ársins, hvar lélegur textahöfundur verður hýddur á sviðinu. Eins vil ég sjá skammarverðlaun fyrir leiðindi ársins þar sem einhver djassrúnkandi leiðindasjálfhverfingur verður tekinn af lífi fyrir glæpi sína gegn hlustum og hljóðhimnum landsmanna. Svo má aftökusveitin gjarnan labba niður til skattstjóra og tæma úr hólkum sínum á starfsfólk hans.

Langar samt að óska Lay Low til hamingju, hún finnst mér skemmtileg. Líka honum Kidda, en Baggalútur fengu glerstyttu fyrir að láta aðra syngja og spila fyrir sig, eins og þeir sögðu.

Takk.

19 Comments:

Blogger Gauti said...

hvort á maður að kommenta á þetta blogg eða hitt á undan sem er alveg eins ? ;)

annars þá er ég innilega sammála þér og honum Davíð Þór.

6:44 PM  
Blogger Haraldur said...

Aldeilis hressandi nálgun á hátíðina. Mæli með þér í verðlaunanefnd næsta árs....

7:07 PM  
Blogger Gauti said...

Ingvar svindlari ! .. eyddi út annari af tveim alveg eins færslum og þá hljómar þetta komment mitt hér á undan eins og ég sé eitthvað geðveikur . . sem ég kannski er . . kannski er þetta bara allt í hausnum á mér ?

7:09 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, þessi tónlistarverðlaun eru dæmalaust sjálfhverf -- eða kannski ekki alveg dæmalaust sbr. Eddu-verðlaunin.

Hvergi í heiminum nema á Íslandi ditti nokkrum manni í hug að þessi uppákoma gæti verið sjónvarpsefni. Meira að segja á Íslandi yrði aldrei litið á þetta sem sjónvarpsefni nema fyrir forgöngu ríkisins. Það þarf að fara að selja þessa ríkisfjölmiðla...

Il doctore

8:02 PM  
Blogger Magnús said...

Baggalútur fengu? Þú verður að vanda þig aðeins, drengur.

8:17 PM  
Anonymous Anonymous said...

Án nokkurra fordóma í garð Lay Low eða einstakra listamanna þá finnst mér alltaf dálítið fúlt að sjá glæný andlit (oft ofmetin) hrifsa til sín fjölda verðlauna á hátíðum sem þessum á meðan verulega áhugaverðir og reyndir listamenn eru ekki einu sinni tilnefndir. Sumir tilnefndir gerðu jafnvel stórmerkilega hluti á árinu en uppskera ekki eins og þeir eiga skilið. Aðrir sem tilnefndir eru hafa kannski Þetta virðist alltaf vera einhvers konar vinsældakosning en ekki gæðakosning.

Frændi kunningja míns gerði umslag ársins og það tók hann innan við sólarhring...frá pælingu til prentunar. Það fór ekki meiri vinna í það en sú.

Það verða alltaf svona umræður í kjölfar slíkra kosninga og er það vel.

Orgelið

11:46 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

"Ég fer í Ríkið og kaupi mikið"
Verðlaunahæft?

4:22 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Biðst vélmyrðingar á Baggalúts-málfræðimykjunni. Rétt væri jú að segja að Baggalútur hefði, ellegar að meðlimir Baggalúts hefðu, fengið verðlaunin.
Myndi fremja harakiri vegna þessa, en verð fyrst að klára skattvesenið.

Pétur - textinn þinn, sem þú vitnar í, hefur ótvírætt skemmtanagildi. Það er meira en segja má um marga.

Doktor - það má selja þetta drasl mín vegna. RÚV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að Derrick hætti.

11:26 AM  
Anonymous Anonymous said...

Mér finnst að Björgvini hefði átt að vera afhent álplata fyrir öll "seldu" eintökin sín. Og kannski verðlaun fyrir verstu markaðssetningu ársins.

Egill

12:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Eintökin eru alveg jafnseld þótt risastórt fyrirtæki kaupi þriðjung upplagsins og gefi það í jólagjöf.
Svo var markaðssetningin ekki verri en það að yfir tíu þúsund eintök seldust á almennum markaði - fyrir utan það sem álkompaníið keypti.

Það þykir stórgott hérlendis og þegiðu svo bara kjafti.
:)

1:22 PM  
Blogger DonPedro said...

Frændi kunningja míns gerði umslag ársins og það tók hann innan við sólarhring...frá pælingu til prentunar. Það fór ekki meiri vinna í það en sú.


Orgel...hvað tók hann langan tíma að læra að GETA gert það...? Það tekur góða hljómsveit oft bara nokkra tíma að semja metsölulag...en.....

2:43 PM  
Blogger Elvar said...

Ég heyrði að á næsta ári verði þetta tekið í gegn, hvað sem það þýðir.
Allavega mætti alveg verðlauna upptökustjóra og gott sánd.

12:05 PM  
Blogger Óskar þór said...

Hlakka til að hitta þig stuðboltalingurinn minn

5:53 PM  
Blogger Gauti said...

já djöfulst stuð verður hjá okkur !

9:30 PM  
Blogger Magnús said...

Mér finnst að það eigi að hætta svona innantómum afhendingum og endalausu klappi á bakið og taka í staðinn upp ólympíuleika í rokki. Það mætta keppa í sjónvarpskasti út um glugga, hljóðfæra- og hótelherbergjarústun, 200 m textafroðu, glasalyftingum innanhúss, grúppíuserðingum, rokkpissi, hroka án atrennu og svo framvegis. Þetta myndi jarða ólympíuleika fatlaðra! Meira pönk, meira helvíti!

1:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

DonPedro. Reyndar góð athugasemd hjá þér og ég get ekki svarað henni, þ.e.a.s varðandi umræddan mann. Veit það bara ekki.

Orgelið

11:30 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ólympíuleikar í rokki myndu aldrei heita ólympíuleikar. Þeir myndu heita ópíumleikar. Keppt í 2ja metra línusnorti, skekkju án atrennu, óreglu innanhúss og svo eru jú grúppíuserðingar heillandi keppnisgrein. Vandræðin með þær samt er að ég veit ekki hvernig á að dæma, því ekki er hægt að verðlauna þá sem klára á sem stystum tíma, er það?

1:59 PM  
Blogger DonPedro said...

Af hverju ekki?

4:47 PM  
Anonymous Jón Kjartan Ingólfsson said...

Yep - ekkert mál. Losers come last :)

8:00 PM  

Post a Comment

<< Home