Tuesday, February 13, 2007

Stjörnur

Sem betur fer hefur ekki farið hátt hvað sumir fjölmiðlar kusu að gjöra kunnugt, en hérlendis er staddur þessa stundina enn eitt selebbrittíið utan úr heimi. Sá er þekktur fyrir að reyna eftir megni að vernda einkalíf sitt, en óvandaðri fjölmiðlar voru ekki lengi að gjöra lýðnum ljóst að hér væri enn einn frægi kallinn kominn.

Reynum nú að endurheimta hvað við sem þjóð eitt sinn höfðum og hættum að gera að fréttum komu frægra útlendinga hingað er þeir koma í einkaerindum og afslöppun. Ekki birta myndir af þeim í blöðum, ekki boða þá í viðtöl, ekki bögga þá á götum úti (ég skal til dæmis ekki bögga Stranglers í næsta mánuði) og verum hress almennt. Bónó var ekki böggaður hér er hann kom fyrir tæpum áratug og Clapton renndi fyrir lax milljón sinnum áður en DV tók til við að birta myndir af honum við þá iðju. Mér vitanlega hefur hann ekki sést hér síðan.

Ef fræga pakkið kemur til að kynna nýjustu plötu sína ellegar bíómynd, bók eða fatalínu, þá skal að sjálfsögðu henda liðinu á forsíður allra blaða, setja þá á allar sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar og í opnuviðtal í Séð og skafið. Það er hið skásta mál.

En látum samt fræga pakkið sleikja sig upp við okkur. Við erum jú Íslendingar! Áfram við!

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Séð, séð, heyr, heyr!
Bryn.

2:04 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Það sem hún sagði!!!!

Ætla annars að fara nirðí bæ með stjörnukíkinn minn NÚNA og athuga hvort ég sjái eitthvað markvert!!!!

3:49 PM  
Anonymous þórey Inga said...

Og Bjössi Bolla.......

3:51 PM  
Anonymous Pétur Örn said...

Nýjasta línan í stjörnukíkjum.
Bjössa Bollu-línan.
"Sjáðu loks feita stjörnu ! ! ! "

12:51 AM  
Anonymous Anonymous said...

Clapton kemur enn í lax.
nú er bara farið hljóðlega með það.

9:11 AM  

Post a Comment

<< Home