Tuesday, February 27, 2007

Vinstri galnir

Mér finnst alveg svakalega fyndið að allir á fjölmennu landþingi Vinstri grænna hafi komið á einkabíl á þingið. Ekki fótgangandi, nú eða með strætó, sem þó er flokknum svo hugleikinn að fulltrúa flokksins í borgarstjórn fannst allt í lagi að ljúga til um kostnað við rekstur SVR til að koma ekki óorði á fyrirtækið.

Annars finnst mér þetta fyndið, þó svo höfundurinn sé ekki ofarlega á jólakortalistanum mínum.
Samt ekki fyndið, eiginlega sorglegt, sökum þess að þetta gæti farið í gang eftir aðeins fáa mánuði.

Eins og einhver sagði - þetta er vatnsmelónupólítík - þetta á kannski að heita grænt að utan, en innvolsið er rautt.

Ég er bara oggolítið fúll vegna þeirrar forsjárhyggju sem nú virðist, illu heilli, vera að komast í tísku. Allir landsins pólítísku lýðskrumarar virtust sammála um að banna fólki að koma til landsins vegna þess að þeim líkaði ekki vinnan þeirra. VG bæta um betur og vilja lög gegn nagladekkjum og vilja internetlögreglu. Boð og bönn við öllu, sem þeim finnst ekki við hæfi. Þú mátt ekki velja sjálfur hvað þú vilt gera, það er valið fyrir þig - og íslenskt samfélag skýst áratugi aftur í tímann.

Vegna þessa er aukalag dagsins hér. Textinn er við hæfi, sérstaklega parturinn:

"They say there are strangers who threaten us,
Our immigrants and infidels.
They say there is strangeness too dangerous
In our theaters and bookstore shelves.
Those who know what's best for us
Must rise and save us from ourselves
".

Gargandi snilld, en illu heilli ekki fjarri raunveruleikanum hérlendis.

Lifið heil og ég elska ykkur öll í kór. Drekkiði lakk.

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þeir vilja fara með okkur eins og litla krakka, hafa vit fyrir okkur og ef við gerum eitthvað sem þeim ekki líkar þá erum við sett í straff og bíllinn tekinn af okkur og þvíumlíkt.... Skrambans öfgar alltaf, það á ekki að leysa flækjuna heldur bara banna það að verði flækja sem er bara en meiri flækja.

takk fyrir bless
monsi

8:23 PM  
Anonymous monsi said...

Þeir vilja fara með okkur eins og litla krakka, hafa vit fyrir okkur og ef við gerum eitthvað sem þeim ekki líkar þá erum við sett í straff og bíllinn tekinn af okkur og þvíumlíkt.... Skrambans öfgar alltaf, það á ekki að leysa flækjuna heldur bara banna það að verði flækja sem er bara en meiri flækja.

takk fyrir bless
monsi

8:23 PM  
Anonymous Anonymous said...

ef hægt er að koma með rök fyrir nagladekkjum þá skal ég endurskoða hug minn,,er bílstjóri að atvinnu og aldrey sett nagla undir, hvorki á trukkinn eða einkabílinn. Fynnst mér að sérstaklega barnafólk eigi að endurskoða hug sinn og hætta þessu nagladekkja bruðli.

7:37 AM  
Blogger Haraldur said...

Fyndið - gætum ekki verið meira ósammála...

Kv,
Halli rauði

2:45 PM  
Blogger Elvar said...

um bannaður. Njóttu þess að skrifa í nokkra mánuði í viðbót. Svo verður öllum bloggsíðum lokað.
*vondukalla hlátur*

6:56 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Miðað við orð Skall-Gríms um netlöggæslu kæmi það mér ekki á óvart þó svo blogg yrði gert ólöglegt hérlendis.

Sem og bjór, Grímur og hans fólk var nú ekki lítið á móti honum á sínum tíma. Spurning líka hvort fjölmiðlar, aðrir en ríkisreknir, fengju svo að starfa áfram...

10:13 AM  
Anonymous Elvar said...

Nei nei. Banna allt nema Þjóðviljann, sem verður einnig nýja nafnið á Sjónvarpinu. Við kaupum bankana aftur og Símann, sem verður sameinaður póstinum að nýju. Kárahnjúkavirkjun verður rifin ásamt öllum mannvirkjum henni tengdri. Göng verða gerð að öllum bæjarþyrpingum þar sem íbúar fara ekki yfir 200 hræður. Þeir sem eiga einkabíla fá ekki greidd laun fyrir sína atvinnu heldu eru þeir skyldaðir til þess að búa í verbúð og fá súpu tvisvar á dag, eiginleg laun þeirra fara í að hreinsa upp mengun. Ríkið ,,kaupir" allar sjálfstæðar verslanir og öll fyrirtæki, og leggur þau niður, nema náttúrulega þau sem gera fólk ekki að svínum. Eigendur þeirra fá að starfa áfram í en ríkið tekur yfir reksturinn.
Útópía!!!
mmm ég hlakka til bara örfáir mánuðir.
p.s
Steingrímur veit af skattsvikunum þínum, þú ræður hvort þú tekur út refsingu með því að taka niður virkjunina eða þú getur grafið göng frá Laugarvatni að Flúðum.

11:35 AM  
Anonymous Pétur Örn said...

Hey. En gaman hér. Pólitík er skemmtileg.
Pólitík er hugvekjandi.
Pólitík er sexý.

Til hamingju með ammælið bjór.

Kem bara með þér á tælenska kaddlinn Ingvar.
Vinir eiga að deila og deila.

11:40 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég er hættur við tælendingskarlhóruna, einungis af ótta við vændisfrumvarp VG og femínasista. Ætla frekar að runka mér einn inni í myrkvuðu og hljóðeinangruðu herbergi með gluggatjöldin fyrir, liggjandi undir teppi - með grímu.

4:56 PM  
Blogger Elvar said...

Hvernig grímu?

10:14 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sadómasó-leðurgrímu. Geysilega lekkert.

12:34 PM  
Anonymous Anonymous said...

gott lag þó svo að ég geti nú ekki talist harður rush aðdáandi. En þvílíkt nef maður!!!

H.K.

p.s. mér finns reyndar Early Distant Warning betra

5:21 PM  
Anonymous Eyvindur Karlsson said...

Eins og ég hef alltaf sagt: Stjórnmálaflokkar eru heimskar hórur. Sama hvort þeir heita vinstri grænir eða hægri bláir eða miðju brúnir eða hvað sem er. Allt fíbbl. Forsjárhyggja er slæm. Samt fyndist mér ekkert að því að þeir sem keyra sparneytna bíla fengju afslátt af tollum og þeir sem keyra stærstu bílana þyrftu í staðinn að borga aðeins meira. Hvað varðar nagladekk finnst mér út í hött að banna þau. Hins vegar er staðreynd að þau eru ekkert alltaf voða góð í hálku - ýmsar aðrar lausnir sem eru betri. Ég hef aldrei notað nagladekk fyrr en ég byrjaði með konu sem átti nagladekk í skúrnum og vildi endilega hafa þau undir bílnum.

Svo verð ég að benda þér á að þú notar orðasambandið illu heilli vitlaust. Það er notað um ljósið í myrkrinu, ekki í sömu merkingu og „því miður“. Því miður.

Að lokum: Punginn á'ér!

1:32 AM  

Post a Comment

<< Home