Wednesday, March 07, 2007

Færzla 701

Þetta er færzla nr. 701 hér á bloggernum. Hún er líklegast sú síðasta.

Kíkið á http://ingvarvalgeirs.blog.is/blog/ingvarvalgeirs/ til að lesa meira röfl eða bara klikkið hér.

Blessó.

Röfl og skemmtilegheit

Jú, ekki er í heimi hér eintómt volæði og bull. Margt er alveg frábært.

Eldri-Sveppur var hjá mér um sl. helgi og endaði að sjálfsögðu á því að vera barnapía allan tímann og hitti pabba sinn varla neitt. Við náðum þó að góna á The Departed, sem er jú eðalræma í alla staði og mælum við báðir endalaust með henni.

Á laugardaginn lék ég og söng einn míns liðs á Sportbarnum í Jafnaseli, sem gæti talist vera hverfispöbbinn minn. Það var bara nokkuð gaman, sérstaklega eftir að Svenni barþjónn mætti á svæðið og tók á því. Gott ef kerlingin mín mætti ekki líka ásamt samstarfskonu sinni, alveg á sneplunum. Þannig er hún jú líka skást, híhíhí.

Tuesday, March 06, 2007

Allir í hring!

Ég er farinn að hata Blogger mikið.

Friday, March 02, 2007

Fös

Sit hér heima með Litla-Svepp veikan og er að fara að smíða hakk og spaghettí. Gaman að því. Drullast svo til vinnu á eftir.

Dr. Gunni á það til að komast skemmtilega að orði. T.d. (nú er ég kannski að brjóta einhver höfundarréttarlög, en hann lemur mig þá bara) þegar hann sagði nýverið:

"26.02.07
Í gær var dagurinn sem VG varð aftur að 10% flokki. Það gerðist þegar Agli Helgasyni tókst glottandi og lúmskur að veiða það upp úr foringjanum að hann myndi gjarnan koma upp "netlögreglu". Steingrímur var auðvitað of heyrnarlaus af jarmi jákórs helgarinnar og móðursjúku helgislepjunni síðustu daga til að fatta hvaða fasísku vitleysu hann var að láta út úr sér. Einmitt, netlöggu! Svona eins og í Kína. Og banna svo bara allt klám. Svona eins og í miðausturlöndum. Vei frábært."

Annars er Eldri-Sveppur hjá mér yfir helgina, ég er að spila á hverfisbar í Breiðholtinu annað kvöld, Sportbar eitthvað á efri hæð dekkjaverkstæðis. Vonandi verður gaman að því. Breiðhyltingar fjölmennið. Aðrir geta þambað hægðir.

Hvað um það, lag dagsins er Hliðrænt barn með hljómsveitinni Flýtir. Upptakan er lífs.

Thursday, March 01, 2007

Ammælis

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammæl´ann BJÓ-HÓR
Hann á ammælídag!

Bjórinn er átján vetra hérlendis. Sala hans var leyfð hérlendis 1. mars 1989, þrátt fyrir harða andstöðu þeirra vinstrimanna sem þið eruð að fara að kjósa yfir ykkur bráðlega.

Hugsið ykkur, eftir aðeins tvö ár má bjórinn kaupa sig sjálfur!

Í tilefni dagsins ætla ég að fá mér einn í kvöld. Drekka svo flösku af smjörsýru og fara á tælenska karlhóru á eftir, því eins og allir vita ruglar bjórinn dómgreindina.