Thursday, March 01, 2007

Ammælis

Hann á ammælídag
Hann á ammælídag
Hann á ammæl´ann BJÓ-HÓR
Hann á ammælídag!

Bjórinn er átján vetra hérlendis. Sala hans var leyfð hérlendis 1. mars 1989, þrátt fyrir harða andstöðu þeirra vinstrimanna sem þið eruð að fara að kjósa yfir ykkur bráðlega.

Hugsið ykkur, eftir aðeins tvö ár má bjórinn kaupa sig sjálfur!

Í tilefni dagsins ætla ég að fá mér einn í kvöld. Drekka svo flösku af smjörsýru og fara á tælenska karlhóru á eftir, því eins og allir vita ruglar bjórinn dómgreindina.

10 Comments:

Anonymous HaM said...

Ætli að bjórinn yrði bannaður aftur ef að vinstri menn komast til valda?

1:40 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég tek ekki sénsinn á því og kýs Sjallana, ef einhvern. Annars gætu kommarnir bannað bjórinn og lokað öllum sjónvarps - og útvarpsrásum, nema þeim ríkisreknu.

2:21 PM  
Blogger Gauti said...

á ekki frekar að fá sér einn vodka í pilsner til heiðurst fólkinu sem lét sig hafa það hérna í denn ;)

3:48 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Að drekka bjórlíki meðan hægt er að fá bjór er álíka dem heimskulegt og að éta súrsaðan mat meðan hægt er að frysta hann... hva, er það gert enn?

Í Írak eru fangar pyntaðir með að láta þá stunda stóðlífi, éta úldinn mat og drekka áfengi - hérlendis er það kallað þorrablót.

7:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bendi þér á að frændi þinn, stórsöngvarinn Björn Júlíusson Grönvoldt, sem einmitt drakk með þér áfengi hér um daginn, og já, sem einmitt át með þér súra punga og annað ógeð, á líka afmæli í dag. Hann hefur drukkið bjór stanslaust í átján ár, enda þá kominn í sambúð.
Að sjálfsögðu kjósum við öll vinstri græna, við leitum ekki að einhverri kellingu sem gerir eitthvert gagn ef sú sætasta og besta er tilbúin í tangó.
Arnar.

8:07 PM  
Blogger Jimy Maack said...

Já... mér leiðist hvað þú ruglar mikið saman vinstri/hægri ásnum sem hefur aðeins með efnahagsstjórn að gera, og forræðishyggju/frelsis ásnum...
það eru jú ekki allir vinstrimenn fífl og ekki allir hægrimenn fasistar...

10:37 PM  
Anonymous Anonymous said...

langar að benda þér á, bróðurómynd, og öðrum auðvitað líka, á fínan pistil vinkonu minnar um vinstri menn sem eiga víst að vera á móti öllu.
http://vglilja.blog.is
Ingvar litli, vg er í stjórnarandstöðu og þeirra hlutverk er að veita stjórninni aðhald, sem aldeilis veitir nú ekki af. VG hafa nú stutt heilan haug af því sem stjórnvöld aðhafast og þess er auðvitað ekki getið, því þá er ekkert vesen.
Lestu bloggið hennar lilju, þú hefur bara gott af því.
AV

11:00 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér þætti gaman að vita á hvaða hátt ég ruglaði saman hægri og vinstri í þessum pistli, Jimi minn.

Svo, Arnljótur bróðurómyndarafturhaldskommatittur, aðhald og röfl er ekki það sama. Það aðhald sem VG sýna er varla neitt nema væl og vesen og minnir óneitanlega á setningu úr lagi með Halla og Ladda, "þú getur ekkert nema rifið kjaft". Við bara bíðum, Skalla-Grímur kemst í ríkisstjórn í vor, en ekki lengi. Engin vinstristjórn hefur hérlendis setið heilt kjörtímabil. Svo má benda á að hann hefur áður verið í stjórn og ef ég man rétt ruku þá skattar upp úr öllu valdi, atvinnuleysi var allsvaðalegt og fólksflutningar úr landi voru þannig að annað eins hafði ekki sést síðan á nítjándu öld. Er það ekki rétt munað hjá mér?

10:57 AM  
Anonymous Anonymous said...

veit ekki um aðra en í mínum huga þá á bjórinn afmæli hvern dag - amk héld ég upp á bjórinn á hverjum degi. Hvað á að gera við Steingrím J platkomma og rugludall - ha senda hann til N-Kóreu - þar er einmitt svo mikið jafnræði og eftirlit með öllu. Kommarnir mínir í Kína eru bara platkommar - þeir eru eins og sagt var um Deng Xiao Ping litla (xiao á kínversku er "lítill eða litli") að hann væri radísa - rauð að utan en hvít að innan.

Lifið heil - lengi lífi bjórinn niður með VG.

H.K.

p.s. Já Ingvar ég er að drekka "Hansi" bjór

5:18 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Lengi lifi Hans Bragi, fyrimynd annara Kínverja!

Lengi lifi Hansa bjór!

11:40 AM  

Post a Comment

<< Home